Vikan - 15.09.1966, Blaðsíða 48
hún fékk alla dýrðina í höfuS-
ið. Hana grunaði fljótt, hvaðan
maturinn væri kominn, en þeg-
ar hún kom upp til Georgs var
hann „sofandi". Síðar trúði hún
foreldrum hans fyrir því, að
aldrei hefði hún séð nokkurn
sofa með svo breitt bros!
■k
Hekluð peysa
Framhald af bls. 47.
Framstykki: Fitjið upp 78 — 82 —
84 loftl. + 1 aukalykkju til þess
að snúa við. Heklið munstur þar
til stk. mælir um 40 sm. og slepp-
ið þó fyrir ermum 3,2, 2x11. báð-
um megin. Hekl. áfram þar til
stk. mælir 44 sm. og sleppið þá
14 miðlykkjum og hekl. aðra hlið-
ina fyrst.
Takið úr hálsmálsmegin með því
að sleppa ( annarri hverri umf. 2,
1 I. — 2 sinnum 2 I. — 2 sinnum
2 I. Þegar stk. mælir 59 sm. er
sleppt fyrir öxlum eins og á bak-
stykkinu.
Heklið hina hliðina eins, en gagn-
stætt.
Ermar: Fitjið upp 38 — 40 — 42
loftl. + 1 aukalykkju til þess að
snúa við. Hekl. munstur og aukið
út 1 I. báðum megin með 3ja sm.
millibili 10 sinnum. Þegar stykkið
mælir um 30 sm. er sleppt fyrir
handvegum 2x4, 3x3 og 4 I.
— 2 x 4, 3x3 og 2 og 3 I. —
2 x 4, 3 x 3, 2 og 4 I. báðum meg-
in. Klippið á þráðinn og hekl. aðra
ermi eins. Leggíð nú stykkin á
þykkt stykki, nælið form þeirra út
með nálum, leggið raka klúta yfir
og látið gegnþorna næturlangt.
Saumið peysuna saman með
þynntum garnþræðinum og aftur-
sting, eða varpspori. Saumið erm-
arnar í handvegina á sama háft.
Hekl. nú laufin neðan á peysuna
og í hálsmál. 1. umf.: Fastahekl
og endið með 1 keðjul. 2. umf.:
2 loftl„ * sleppið 2 I., 3 st. í næstu
I., sleppið 2 I., 1 st. í næstu I.,
endurtakið frá * umferðina á enda
og endið með 1 keðjul. I næstu um-
ferð eru svo hekluð 3 lítil lauf yfir
stuðlana 3 frá fyrri umf. og 1
fastal. yfir 1 st.
☆
Dey ríkur, dey glaður
Framhald af bls. 5.
Loomis starði á gamla manninn.
Aristókratískt nef hans titraði, og
augun voru föl og æðisgengin af
reiði. Gamli maðurinn starði á
hann á móti, án ótta eða frekju,
og að lokum hló Loomis, svo svit-
inn tók að streyma niður eftir hon-
um einu sinni enn.
— Þið eruð ágæt, sagði hann og
bætti við á vondri grísku, hve þakk-
látur hann væri fyrir hjálp þeirra.
Gamli maðurinn kinkaði kolli og
fór út og kona hans á eftir hon-
um.
— Hvernig komum við Kfinu í
hann? spurði Loomis. — Hann lítur
út fyrir að hafa verið fullur dögum
saman.
— Tvær vikur, sagði sá gamli,
sagði lögreglumaðurinn. — Hann
heldur, að hann sé að deyja úr
sorg.
— Hann er ekki að deyja úr
neinu, sagði Loomis, — ekki að
þessu sinni. Hann hefur verk að
vinna. Fyrir mig.
Hann hallaði sér yfir meðvitund-
arlausan manninn, lyfti honum upp,
keyrði hann ofan í stól; síðan tóku
hann og lögreglumaðurinn til starfa.
Þegar þeir hættu, var lögreglumað-
urinn ekki lengur nærri því eins
glæsilegur. Þeir hristu hann, löðr-
unguðu hann, helltu vatni yfir hann
og kaffi ofan í hann og smám sam-
an opnuðust augu hans og skýrð-
ust, og móti vilja hans sneru minn-
ingarnar til hans á ný.
— O, sagði Craig. — Eg þekki
þig, er það ekki?
Loomis leit á lögreglumanninn,
sem bar hönd að húfu að her-
mannasið, hæðnislega, þreytulega,
og fór.
— Fallega gert af þér að heim-
sækja mig, sagði Craig og litað-
ist um í kofanum, eins og það væri
sérstakt afrek. — Það er brenni-
vínsflaska hérna einhversstaðar.
— Þú færð hana ekki, sagði
Loomis. — Eg vissi ekki, að þú vær-
ir fy11iraftur.
Fyrir augum hans breyttist mað-
urinn í stólnum í eitthvað harðara,
eitthvað ógnþrungnara; yfirgengi-
legt viljaþrekið barðist við áhrif
áfengisins, sem hann hafði neytt
undanfarna daga.
— Þetta er mitt brennivín, sagði
Craig, — þú getur fengið svolítið
líka, ef þú vilt. . .
— Nei, sagði Loomis.
— . . . en reyndu ekki að freista
gæfunnar.
Blóðhlaupin og óviss augu Craigs
leituðu augna Loomis; svo jókst
skilningurinn í þeim.
— Þú ert Loomis, sagði hann.
— Eg vann einu sinni verk fyrir
þig. Eg drap St. Briac ofursta.
— Það er rétt, sagði Loomis.
— Það voru fleiri. Maður að
nafni La Valére og tveir Korstku-
menn. Þeir drápu Tessu.
— Ég veit, sagði Loomis.
Craig hélt áfram, heyrði ekki f
Loomis; augu hans störðu inn f
heim, sem Loomis gat aldrei von-
azt til að sjá.
— Tessa var mín stúlka, sagði
hann. — Við ætluðum að búa hér,
þegar við höfðum drepið hann. Ég
elskaði Tessu. Ég hafði aldrei elsk-
að neinn áður, en ég elskaði hana.
Ég vissi það ekki, fyrr en það var
orðið of seint — tveim dögum áður
en hún dó. Það er ekki langur tími
til að elska, Loomis.
— Þú hafðir þitt starf í stríði,
sagði Loomis. — Tessa Harling féll.
Þú getur ekki valið um, hverjir falia
í stríði.
Framhald í næsta blaði.
Myndavélar frá eru alltaf á toppnum
Hvers vegna?
Vegna þess að býöur allt þaö sem
vönduð myndavél verður að hafa
GEVAFOTÓ Austurstræti B sím/ 22955
48 VIKAN