Vikan - 15.09.1966, Blaðsíða 23
voru þeir einu, sem af hefðu komizt. Þeir voru spurðir, hvað hefði
komið fyrir konuna, sögðu þeir að eitursnákur hefði bitið hana í íjöll-
unum og hún hefði dáið þar. Það var i skýrslunni sem send var Mulai
Ismail. Svo nú hefur verið séð fyrir öllu. Við skulum kynda bál til að
örva okkur.
— Það er allt að batna nú þegar, sagði hún og leit á hann með að-
dáun.
Traust Colins Paturels á henni jók henni þol. Þetta var bezta viður-
kenningin, sem hún hafði nokkru sinni fengið fyrir þrákelkni sína.
—Nú, þegar ég veit, að þú ert vinur minn, skal ég ekki verða hrædd
framar. Lífið er svo einfalt fyrir þig, Colin Paturel.
— Já, sagði hann og var allt í einu orðinn alvarlegur. — Mörgum
sinnum hef ég haldið, að ég hafi enn ekki horfzt í augu við það versta.
Það er aldrei til góðs, að hugsa of mikið um framtíðina.
Þau steiktu grísinn, eftir að hafa núið hann með saltpétri og blóð-
bergi og einiberjalaufi, og sneru honum yfir eldinum á sverði mark-
greifans heitins 1 fulla klukkustund hugsuðu þau ekki um annað en
búa veizluna. Iimurinn af steiktu svíninu gerði þau næstum vitstola
af óþolinmæði og Þau gófluðu i sig fyrstu munnfyllirnar með ánægju-
stunum.
—Þetta er svei mér heppilegur tími til að halda fyrirlestur um ei-
lífðina, sagði Normanninn glettnislega. — Ég hélt, að maginn talaði
alltaf hærra en tungan. Guð blessi þennan grís! Ég gæti sleikt á mér
fingurna alveg upp að olnbogum.
— Ég hef aldrei smakkað neitt svona gott á allri ævinni, sagði Ange-
lique af fyllstu alvöru.
— Hvað er þetta? Ég hélt að konurnar í kvennabúrinu ætu ekkert
nema sætindi. Hvað fær maður annars að éta í kvennabúri? Segðu
mér það, meðan við erum að njóta þessara góðu krása.
— Nei, ég vil ekki rifja upp kvennabúrið.
Þau borðuðu þegjandi. Södd, og endurnærð af fersku vatninu úr
fjallalæknum, sem Coiin Paturel hafði fyllt flöskuna sína úr, um leið
og hann kom aftur frá veiðinni. Á eftir hvildu þau sig, og létu sér líða
vel.
— Colin, hvar fékkstu svona mikla, djúpa vizku? Það, sem þú segir,
vekur mann oft til alvarlegrar umhugsunar. Hver kenndi þér þetta?
— Hafið. Og eyðimörkin. Og þrælkunin. Litla stúlka, allt, sem þú
verður að horfast i augu við, er eins góður kennari og flestar bækur.
Ég skil ekki, hversvegna það, sem þú hefur safnað saman hérna uppi,
og hann bankaði á enni sér, — er ekki þess virði að hugsa um það við
og við.
Allt í einu rak hann upp hlátur. — Alvarlegrar umhugsunar! át hann
eftir henni. —• Vegna þess, að ég sagði, að lífið og dauðinn héldi í sitt
hvora höndina á okkur? Hafði þér aldrei dottið Það í hug? Hvernig
ætti maður annars að komast áfram?
—- Ég veit það ekki, svaraði Angelique og hristi höfuðið. ■— Ég held,
að ég hljóti að vera mjög heimsk og yfirborðskennd. Ég hef sennilega
aldrei hugsað verulega um neitt.
Hún þagnaði. Augu hennar stækkuðu, og hún sá sömu áhyggjurnar
á andliti hans. Hann greip um úlnlið hennar. Þau biðu og héldu niðri
i sér andanum. Hljóðið, sem hafði vakið athygli þeirra, heyrðist aftur.
Það var hestur að hneggja útifyrir.
Maðurinn reis á fætur og læddist út úr hellismunnanum. Angelique
fylgdi honum eftir. Við hlíðarfótinn sáu þau hvar fjórir, ríðandi Arabar
höfðu numið staðar og horfðu upp í klettana, þangað sem reykurinn
liðaðist upp.
Hjálmarnir glömpuðu yfir mjallhvítum skikkjunum, svo það var ekki
um að villast, að þetta voru hermenn úr Riffhernum, sem hafði fengið
það hlutverk að sitja um spönsku borgirnar meðfram ströndinni. Einn
þeirra var með múskettu; hinir voru vopnaðir lensum.
Þeir stigu af baki og tóku að klöngrast upp hæðina i áttina að hellin-
um, en Arabinn með múskettuna sat kyrr til að gæta hestanna.
— Réttu mér bogann minn, sagði Colin Paturel. — Hversu margar
örvar eru eftir í örvamælinum?
— Þrjár.
— Og þeir eru fjórir! Þá það. Við verðum einhvernveginn að fara
að.
Hann hafði ekki augun af Márunum, sem nálguðust, meðan hann
tók við boganum, spyrnti öðrum fæti í klettinn fyrir framan sig til að
vera nógu nákvæmur, þegar hann miðaði og lagði ör á streng. Hreyf-
ingar hans voru jafnvel enn hnitmiðaðri en venjulega.
Hann sleppti örinni. Riddarinn með múskettuna féll fram á söðul-
bogann og dauðavein hans drukknuðu í hneggi fældra hestanna. Arab-
arnir, sem voru á leiðinni upp klettana, skildu ekki þegar í stað, hvað
gerzt hafði.
Önnur örin gróf sig inn í hjarta eins þeirra. Hinir tveir hertu för
sína uppeftir.
Colin Paturel sökkti þriðju örinni næstum upp að fjöðrum í bringu
fremri Márans. Sá eini, sem eftir var, hikaði. Svo snerist hann á hæl
og þaut niður hæðina i átina að hestunum.
Normanninn kastaði frá sér boganum. Hann þreif kylfu sína og
stökk á eftir óvininum, sem dró bjúgsverðið úr slíðrum og bjóst til
varnar. Þeir stjákluðu hvor í kringum annan og fylgdust nákvæm-
lega með hreyfingum hvor annars, eins og villidýr, sem bíða eftir
færi að stökkva og bita andstæðinginn á háls. Svo sveiflaði Colin Patur-
el kylfunni.
Á fáeinum andartökum var höfuð Arabans molað og hálsinn brotinn,
þrátt fyrir hjálminn. Normanninn hallaði sér yfir hann til að ganga úr
skugga um, að hann væri dauður. Siðan skoðaði hann manninn með
múskettuna. Hann var líka dauður. Hver og ein af örvunum þremur
hafði hætf í mark.
— Það var eina vopnið, sem ég hafði, þegar ég var á veiðum i skóg-
um Normandí, þegar ég var ungur, sagði hann hlæjandi við Angelique,
sem var komin til hans og var að reyna að róa hestana.
Morð og dráp voru orðin þeim svo daglegt brauð, að þau eyddu engum
tíma í að hugsa um það, sem gerzt hafði. Jafnvel Angelique leit ekki
nema rétt i svip á líkin fjögur, sem lágu milli einiberjarunnanna.
—- Við tökum hestana þeirra. Við ríðum tveimur og teymum hvort um
sig lausan hest. Við felum líkin í hellinum og það tefur fyrir leitar-
mönnum. Engir mannlausir hestar snúa aftur til virkisins, svo enginn
tekur eftir fjarveru þeirra fyrr en eftir langan tíma.
Þau settu upp hjálma af dauðu hermönnunum, og vöfðu um sig
skikkjum þeirra. Síðan, eftir að hafa hreinsað burt öll vegsummerki
um mannaslaginn, þeystu þau af stað eftir veginum á harðastökki.
Ibúar þorpsins urðu að segja hermönnunum, sem komu þrem dögum
seinna i leit að horfnum félögum sínum, að þeir hefðu séð tvo ríðandi
menn þeysa í gegnum þorpið, og hvor um sig hefði leitt lausan hest.
Þorpsbúar höfðu hvorki heilsað mönnunum né stöðvað þá. Hvernig
áttu vesælir sveitabændur að þora að haga sér þannig við göfuga striðs-
menn?
Hestarnir fundust við ræt.ur Rifffjallanna. Glæpamennirnir, sem fól-
ust á þessum slóðum, voru sakaðir um verknaðinn, og refsileiðangrar
sendir til að hegna þeim.
28. KAFLI
Colin Paturel og Angelique skildu hestana eftir við rætur fjallanna,
sem aðeins var hægt að ferðast yfir á ösnum. Þetta var síðasta hindr-
unin á leið þeirra, og jafnframt sú erfiðasta. Þegar þau væru komin
yfir hrjóstrug Rifffjöllin, myndu þau sjá til hafs. Þar að auki hafði
Normanninn verið tvö fyrstu árin, eftir að hann hafði verið tekinn
til fanga, í hinni dularfullu og heilögu borg Xauen, og hann þekkti
landið, sem þau þurftu að fara um. Hann vissi um hættur þess og
erfiði, og hann vissi einnig um allar stytztu leiðir, og þeim mun hærra,
sem þau klöngruðust, þeim mun öruggari myndu þau vera fyrir því að
hitta hættulegt fólk. Einu óvinirnir myndu verða fjöllin sjálf, köld um
nætur en óþolandi heit um daga; hungur og þorsti. Mennirnir myndu
láta þau í friði og þarna voru ekki mörg ljón. Þau yrðu að gæta sín á
villisvínum, en þau höfðu ekkert að óttast gagnvart öpunum, gasell-
unum og broddgöltunum, þau myndu aðeins verða þeim til fæðu.
Colin hafði haldið múskettunni og skotfærunum, og sömuleiðis höfðu
þau hirt nesti hermannanna og þykkar, hlýjar skikkjurnar, sem myndu
koma sér vel.
— Aðeins nokkra daga í viðbót, og þá sjáum við Ceuta.
— Hve marga daga? spurði Angelique.
Normanninn var of varkár til að nefna nokkra ákveðna tölu. Hver
gat sagt um það? Ef heppnin var með, fimmtán; ef heppnin var ekki
með. . ..
Þau urðu fyrir óhappi kvöld eitt, þegar þau voru á leið yfir brenn-
heita klettana. Angelique hafði notað sér beygju á leiðinni til að tylla
sér á stein. Hún vildi ekki, að Colin sæi veikleikamerki á henni, því
hann hafði svo oft sagt henni það álit sitt. að hún væri óþreytandi. En
það var langt frá því, að hún hefði þol á borð við hann. Hann varð
aldrei þreyttur. Hefði hún ekki verið með, hefði hann áreiðanlega
skálmað dag og nótt, án þess að nema staðar lengur en klukkustund.
Meðan Angelique var að kasta mæðinni, fann hún snöggan sársauka
í fætinum, og þegar hún leit niður, sá hún snák hlykkjast eins og eldingu
milli steinanna.
— Ég hef orðið fyrir snáksbiti.
Hálfgleymdri setningu skaut upp i huga hennar: — Konan varð fyrir
snáksbiti og dó, höfðu Feneyingurinn og Baskinn sagt, áður en þeir dóu.
Fortíðin hafði séð fyrir um nútiðina, en tíminn skipti engu máli. Það
sem var skrifað var skrifað!
Ósjálfrátt losaði hún beltið og batt það um fótinn fyrir neðan hné,
og sat þarna eins og steingerð, meðan hugsanir hennar þutu.
— Hvað ætli Colin Paturel segi? Hann mun aldrei fyrirgefa mér
þetta. Ég get ekki gengið lengra. Ég dey....
Stórvaxinn líkami hans kom í ljós. Þegar hann sá hana ekki á eftir
sér hafði hann snúið við.
— Hvað er að?
Angelique reyndi að brosa: — Ég vona að Það sé ekki alvarlegt en
ég held. . . . Ég held, að ég hafi orðið fyrir snáksbiti .
Hann kraup á kné og leit á sárið, sem var tekið að bólgna og dökkna.
Svo dró hann upp hnífinn sinn, reyndi bitið í honum, safnaði saman
nokkrum þurrum kvisum, kveikti í þeim og rauðhitaði hnifsblaðið.
— Hvað ætlarðu að gera? spurði Angelique skelfd.
Hann svaraði ekki, en greip þéttingsfast um ökla hennar og skar
stykki úr fætinum, umhverfis sárið, og vætti það um leið með heitum
hnífnum. Angelique rak upp sársaukavein, og það leið yfir hana.
Þegar hún rankaði við sér, var komið kvöld á fjöllunum. Hún lá endi-
löng á skikkjunni sinni og Colin Paturel stóð yfir henni með krús af
sterku ,heitu mintutei.
— Nú fer þér að líða betur, litla stúlka. Það versta er afstaðið. Og
síðar, þegar hún hafði jafnað sig ofurlítið, sagði hann: ■— Ég varð að
skemma annan fallega fótinn þinn. Það var skaði! Héðan í frá geturðu
ekki lyft pilsunum til að dansa bourré undir álmviðnum, vinkona. En
ég varð að gera það. Annars hefðirðu ekki lifað fulla klukkustund.
Framhald á bls. 37.
VIKAN 23