Vikan


Vikan - 29.06.1967, Side 6

Vikan - 29.06.1967, Side 6
BLAUPUNKT Bíltæki YTRI FEGURÐ - INNRI FULLKOMNUN Útibú Laugaveg 33. dýrt sport ' Kæri Póstur! Þegar ég skrifa þér þessar lín- ur, þá er allt að ganga af göfl- unum í þjóðfélaginu. Allt í einu er grár hverdagsmaður eins og ég orðinn mikilvæg persóna í þjóðfélaginu. Bréfunum rignir yfir mig þessa dagana. Það er alltaf gaman að fá bréf í póstin- um, eitthvað annað en símareikn- inga og víxiltilkynningar. En þessi skyndilegi áhugi stendur ekki lengi, það er nú eitthvað annað. Þegar þessum sjúklega hamagangi sem kallast kosning- ar lýkur, — þá blasir hversdags- leikinn aftur við manni — með galtómum póstkassa. Mikið mundi sá flokkur græða, sem hefði vit á að senda manni þó ekki væri nema eitt bréf á ári, í staðinn fyrir tíu bréf á fjögurra ára fresti. Ég kem þessari hugmynd hérmeð á framfæri. En erindið var annars ekki að skrifa þér heila doktorsritgerð um kosning- arnar. Mig langaði aðeins til þess að spyrja þig að þessu: Hvað kosta kosningar þjóðina? Hvað skyldi hver flokkur um sig eyða miklum peningum í þessa svo- kölluðu kosningabaráttu? Skyldu flokkarnir ekki sjá eftir þeim peningum, þegar kosningarnar eru um garð gengnar — og hver flokkur hefur fengið sömu at- kvæðatölu og síðast? Ég býst ekki við að þú getir gefið mér upp nákvæmar tölur um þetta, en góði segðu mér álit þitt. Finnst þér ekki kosningar dálítið dýrt sport? Gráni. Það er kannski einum of mikil kaldhæjðjni að kalla kosningar sport á borð við laxveiðar og hestamennsku. En hitt er víst, að þær eru dýrar. Kostnaðurinn við þær skiptir ekki tugum þús- unda, heldur hundruðum — ef ekki milljónum. Þeim peningum væri vitanlega betur varið í eitt- hvað annað og þarfara. En fjár- ins er aflað með samskotum og happdrættum, svo að það er í hendi fólksins sjálfs að hætta þessum skollaleik eða halda hon- um áfram. EITTHVAÐ Kæra Vika! Mig langar nú til að hripa þér nokkrar línur, þar sem ég hef séð, að þú hefur gefið mörgum góð ráð. Ég er 16 ára og er með strák, sem er einu ári yngri en ég. Við erum búin að vera saman r*.B**J**•*» «*•.» a? «*e*gasMjg í rúmt ár. En nú er ég orðin hrædd um, að ég gangi með eitthvað eftir hann, en hughreysti mig nú samt á því, að hann sé ekki nógu gamall. En vilt þú nú segja mér, hvort það geti verið eða ekki og helzt fljótlega, því að ég er hætt að geta sofið fyrir þessu. Og hvernig á þetta þá að lýsa sér? Ég skrifa í von um að mér verði svarað fljótt og vel. Með fyrirfram þökk og kveðju. S.K. P.S. Ég hef skrifað þér áður og fékk þá mjög gott og ráðlegt svar. Ég þakka fyrir það. Blessuð farðu strax til læknis! Þeir geta verið fljótir að koma til, þessir strákar. KAUPMENNSKA Kæri Póstur! Okkur langar til að biðja þig að leysa úr veðmáli fyrir okkur systumar. Þannig er mál með vexti, að okkur ber ekki saman um það, hvar maður getur feng- ið verzlunarleyfi og hvaða mennt- un þurfi og hvað það kosti og hvort það sé erfitt að fá verzl- unarleyfi. Svo þökkum við fyrir allt gam- alt og gott. Hvernig er skriftin? G.G. Verzlunarleyfi fæst hjá Borg- arfógetanum í Reykjavík og kost- ar 5000 krónur. Helfct þurfa þeir sem það hljóta að hafa próf frá Verzlunarskóla íslands eða Sam- vinnuskólanum, og þó er þiajð ekki talið algert skilyrði. Hver umsókn fyrir sig er vegin og metin. Menn hafa til dæmis oft fengið verzlunarleyfi eftir að hafa unnið við verzlunarstörf í nokkurn tíma, þótt þær hafi enga verzlunarmenntun. — Skriftin er ekki ólagleg, en of smá. EFTIR AUGLÝSINGU Kæri Póstur! Alltaf öðru hverju sér maður í dagblöðunum auglýsingar und- ir yfirskriftinni Trúnaðarmál eða eitthvað svoleiðis. Þar er um að ræða einmana fólk, sem vill stofna til kynna við hitt kynið með hjónaband fyrir augum, eins og það er oftast orðað. Ég hef orðið var við, að flestir gera grín að svona auglýsingum, reyna að snúa út úr þeim og finnst í hæsta máta hlægilegt og afkáralegt, að nokkrum manni skuli delta 1 hug að setja svona lagað í blöðin, 6 VIKAN 2G- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.