Vikan


Vikan - 29.06.1967, Side 13

Vikan - 29.06.1967, Side 13
Andrea kinnkaSi kolli. Þær sátu liljóðar um stund. Svo spurði Judy: Hversvegna gerir þú þá ekkert í þessu? Andrea liorfði undrandi á hana. — Áttu við að ég eigi að myrða hann? Nei, þakka þér fyrir. Ég liefi ekki hugsað mér að enda lifið i gasklefanum. — Ég átti ekki við að þú ættir að gera það sjálf. Slikt fær maður fagfólk til að annast. — Hvað ertu að segja? Áttu við að ég eigi að fá leigu- morðingja til þess að koma honum fyrir kattarnef? Ætti ég kannske að selja auglýsingu í dagblöðin, eða að leita í hafnarhverfunum að einhverjum glæpamanni, sem vildi taka að sér að fremja morð fyrir peninga? Judy yppli öxlum. — Það eru til ábyggileg fyrirtæki, sem ■annasl verkefni af þessu tagi. Andrea glennti upp augun og starði á vinkonu sína. — Þú átt við Fred . . . . ? hvíslaði hún. — Fred fórst í hílslysi, sagði Judy, mjög ákveðin. — Það kom i ljós við krufninguna að hann hafði verið drukkinn, og þess vegna náði hann ekki beygjunni. — Ég ætla ekki að lmýsast i neitt, og hvernig þetta var allt saman með Fred, vil ég ekki vita. En er það satt að þessi fyrirtæki, sem þú varst að tala um, séu i raun og veru til? — Já. Judy horfði hugsandi á liana. - Hefurðu áliuga á því, ég meina í alvöru? — Já, sagði Andrea. — Það kemur til með að kosta þig tíu þúsund dollara. Andrca hröklc við. En svo datt henni í liug bankainn- stæðan, fimmtíu þúsund dollarar, og svo var lika liftrygg- ingin. Þar voru önnur fimmtíu þúsund, sem féllu henni í skaut, ef Bert létist á undan henni. — Ég lief ráð á því, sagði hún. Judy lagði frá sér hnifapörin, og tók upp töskuna sína, sem lá á gólfinu. Hún opnaði liana, náði í bunka af nafn- spjöldum, valdi eitt og rétti Andreu það. Á spjaldinu stóð. Botts, einkanjósnari, Eystri 14. gata 241, stofa nr. 3. Neðst í vinstra liorni stóð með fíngerðum stöfum Arden Botts. í hægra horni að ofan stóð talan 12. — Herra Arden Bott á og sér einn um einkaspæjara fyrir- tæki. Sjálfur hefur hann elcki hugmynd um það hlutverk sem hann gegnir. Hann er aðeins fyrsti liðurinn, sá sem kem- ur ósk þinni á framfæri. Nú skal ég segja þér hvað þú átt að gera. Fyrst heimsækir þú lierra Bott, kynnir þig og færð honum nafnspjaldið. Segðu honum ekki hvað það er, sem þú óskar eftir, en svaraðu öllum spurningum hans, liversu persónulegar sem þær kunna að verða. Það er að segja allt, nema ástæðuna fyrir því að þú leilar til Iians. Andrea kinkaði kolli. — Svo látum við útrætt um þetta mál, að undan teknu smáatriði scm þú þarft að gera mér grein fyrir síðar. — Hvað er það? — Þú færð að vita það nógu snemma. Framhald á bls. 39.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.