Vikan


Vikan - 29.06.1967, Qupperneq 15

Vikan - 29.06.1967, Qupperneq 15
HUIKUIT HIRRK 15. HLUTI Svart hár, græn augu, reglulegir drættir, fimm fet og tveir eSa þrír þumlungar, milli tuttugu og fimm og þrjátíu ára, sennilega kokainneytandi, grönn og vel vaxin og falleg, ef þér þykir gaman að skriSdýrum. Hún er eftirlýst vegna morðs á Eddie Lassiter. irlitinu viðvart og F.B.I. og hverri lögregludeild og sveitalögreglu- stjóra, héðan til San Diego. — Þú skalt taka símann, sagði ég, — og láta hefja aðra leit í öllu ríkinu, að þessu sinni að Betty Fraley. Við skulum segja í öllum Siðvesturríkjunum. Hann brosti kuldalega og skaut fram þvermóðskulegri hökunni. Er þetta ekki að vaða beint fram- an að? —- Að þessu sinni held ég að það sé nauðsynlegt. Ef við ná- um Betty ekki í einum grænum, verður annar á undan okkur. Dwight Troby er að leita að henni. Hann leit forvitnislega á mig: — Hvernig færð þú þínar upp- lýsingar, Lew? — Eftir erfiðu leiðinni. Ég tal- aði sjálfur við Troy í gærkvöldi. — Er hann þá flæktur í þetta? — Hann er það núna. Ég held að hann vilji fá þessa hundrað þúsund dollara, handa sjálfum sér, og ég held, að hann viti hver hefur þá. — Betly Fraley? Hann tók minnisbók upp úr vasanum. — Þess get ég mér til. Svart hár, græn augu, reglulegir dræltir, fimm fet og tveir eða þrír þumlungar, milli tuttugu og fimm og þrjálíu ára, senni- lega kokainneytandi, grönn og vel vaxin og falleg, ef þér þyk- ir gaman að skriðdýrum. Hún er eftirlýst vegna morðs á Eddie Lassiter. Hann leit snöggt upp úr bók- inni: Er þetta líka tilgáta, Lew? -—• Þú getur kallað það það. Ætlarðu að senda þetta af stað? — Það er bezt. Hann lagði af stað yfir eldhúsið, í áttina að búrinu. — Ekki þennan síma, Bert. Hann er í sambandi við símann í húsi Taggerts. Hann nam staðar, snéri sér að mér og það vottaði fyrir dap- urleika í andliti hans. — Þú sýnist handviss um, að Taggart sé okkar maður. — Myndi hjarta þitt bresta ef svo væri? — Ekki mitt, sagði hann og snéri sér undan. — Ég nota þá símann á skrifstofunni. Ég beið í anddyrinu á framan- verðu húsinu, þar til Felix kom að segja mér, að Taggart væri að borða morgunmat í eldhúsinu. Hann gekk á undan mér kring um bílskúrinn, upp eftir stíg, sem endaði í röð af lágum þrep- um uppeftir hæðinni. Þegar við komumst svo hátt, að við sáum gestahúsið sneri hann við. Þetta var einnar hæðar, hvítt hús, sem stóð milli trjánna uppi í hæðinni. Ég opnaði, dyrnar sem Taggert hafði skilið eftir ólæstar, og gekk inn. Setustof- an var klædd með ljósri eik, þar gat að líta hægindastóla, útvarpsgrammófón, stóra blaða- staf la og plötugrind, f ulla af tíma- ritum og hljómplötum. Gegnum stóra vesturgluggann blasti við öll eignin, og síðan hafið út að sjóndeildarhring. Tímaritin voru Jazz Record og Downbeat. Ég fór í gegnum plöt- urnar og plötualbúmin, eitt eft- ir annað, Decca, Bluebird og Asch, tólf tommu Commodores og Blue Notes. Þarna voru mörg nöfn sem ég þekkti: Fats Valler, Red Nichols, Lux Lewis, Mary Lou Villiams, og lög sem ég hafði aldrei heyrt um: Numb Fumblin og Viper's Drag, Night Life, Denapas Par- ade. En engin Betty Fraley. Ég var kominn til dyra með þeim ásetningi, að inna Felix nánar eftir þessu, þegar ég mundi eftir svörtu skífunum, sem ég sá skoppa út yfir sjóinn daginn áð- ur. Nokkrum mínútum síðar hafði Taggert komið inn í hús- ið í sundskýlu. Ég fór framhjá húsinu og stefndi til strandar. Frá glerhús- inu fram á klettasnösinni lágu steinþrep niður yfir klettinn ofan á ströndina. Þar var baðhús með mörgum búningsklefum. Þangað fór ég og fann sundfitjar og' köf- unargrímu hangandi á nagla í ein- um búningsklefanum. Ég fór úr öllu nema næibuxunum og spennli grímuna á mig. Það var snarpur álandsvindur og töluverð alda næst landi. Morgunsólin skein heitt á bak mitt og þurr sandurinn var hlýr að ganga á honum. Ég stóð eina mínútu grafkyrr, þar sem sand- uiúnn mætti hvítju sjávhrlöðr- inu, og horfði út á sjóinn. Öld urnar voru bláar og glitrandi, sveigðust þokkafullt eins og kon- ur, en ég var hræddur við þær. Hafið var kalt og hættulegt. Það geymdi dauða menn. Ég óð hægt út í dró grímuna niður yfir andlitið og synti af stað. Um það bil fimmtíu metra frá ströndinni, handan við land- ylgjuna, velti ég mér yfir á bak ið og dró andann djúpt. Hreyf- ingar sjávarins og ferskt loftið gerðu mig ofurlítið ringlaðan. Svo velti ég mér yfir á magann spyrnti mér í kaf og synti bringu- sund niður á botn. Þar var hreinn, hvitur sandur og upp úr honum stóðu löng, beitt, svört klettarif. Hreyfingar sjávarins ýfði sandinn ofurlítið, en ekki svo að ég sæi ekki al- mennilega til. Ég synti fjörutíu fet fram og aftur eftir botninum og fann ekkert nema nokkrar, ör- litlar perlumóðurskeljar á ste; Ég spyrnti mér aftur upp^ borðið eftir lofti. Þegar ég lyfti að maður stó? ofan af klettj| í áttina tiL snöggt nj runna.j skjóla

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.