Vikan - 29.06.1967, Síða 27
SAUDKINDÍN OG
ER HREINASTA ÚRUAL
HÉR Á LANOI
Spjaieað við Sœmund
Ólalfsson, ffOB*s8jói*a, um
sveiiinai í borginni
TEXTI: GYLFI GRÖNDAL
Ú VAR TÍÐIN, að Reyk-
víkingar fóru í skemmti-
ferð upp á Skólavörðu-
holt, þar sem Skólavarð-
an gamla trónaði á hæðinni, eða
upp að Tungu, sem nú er um-
kringd háhýsum á alla vegu. Á
þeim tíma þótti engum tiltöku-
mál, þótt íbúar hefðu fé í miðj-
um bænum, sjálfum sér til
ánægju og til ábata fyrir afkom-
una.
En bærinn óx hröðum skref-
um, eins og unglingur á gelgju-
skeiði; breyttist í einni svipan úr
smábæ í stórborg. Fyrr en varði
var það orðin skoðun margra, að
með öllu væri óhæft aö hafa
sauðfé í miðri höfuðborg landsins.
Það þótti ekki nógu fínt.
Þá var tekið til við að þoka
fjáreigendum út fyrir bæinn með
rollur sínar. Síðan hafa þeir ver-
ið meira og minna á eilífum
hrakningum og varla haft roð við
hinum öra vexti borgarinnar.
Fjáreigendur streittust að sjálf-
sögðu á móti þessu ráðslagi og
mynduðu með sér samtök til
þess að vernda rétt sinn og sauð-
kindarinnar. Félagið heitir Fjár-
eigendafélag Reykjavíkur og nú-
verandi formaður þess er Ágúst
Kristjánsson. Það hefur oft staðið
í stríði við borgaryfirvöldin, en
sú saga verður ekki rifjuð upp á
þessum vettvangi.
Flestir fjáreigendur Reykja-
víkur eru nú saman komnir á
einum stað: í hinni svokölluðu
Fjárborg í Blesugróf. Þar hef-
ur hver sinn skika með sínum
fjárhúsum, sem flest eru raunar
heldur óhrjáleg, enda ekki reist
Þau eru eklii gömul
lömbin atarna og l»ó orð-
in hin sprækustu og far-
in að bjóða hvort öðru
byrginn.
Á myndinni hér að ofan
sér yfir fjárhóp Sæ-
mundar, en hann hefur
milli 60—70 fjár á skika
sínum í Blesugrófinni.
Hér til hægri sjáum við
Sæmund ásamt hrútnum
sínum.
26 VIKAN 26-tbl-
O Þetta er táknræn mynd fyrir sveitina í
borginni; sauðfé í forgrunni, en háhýsi
gnæfa við himin í bakgrunni.
Q „Þetta fæddist í morgun“ sagði Sæmund-
ur og sýndi okkur nýfætt lamb, sem varla
gat str.ðið á fótunum.
E»essi tvö lömb lágu makindalega og sleiktu
sólskirzð, — annað uppi á móður sinni, en
O hitt við hlið hennar.
til frambúðar. Fjáreigendur eiga
enn að flytja í haust, að þessu
sinni í Hólmsland, en þar fá þeir
væntanlega að vera í friði með
fé sitt í náinni framtíð.
Við brugðum okkur upp í
Blesugróf einn bjartan vordag
fyrir skemmstu þegar sauðburð-
ur stóð sem hæst og heimsóttum
Sæmund Ólafsson, forstjóra. '
Það er býsna skemmtilegt að
fara upp í þessa sveit borgarinn-
ar, ef svo má að orði komast;
sjá nýfædd lömb stíga sín fyrstu
skref völtum fótum og horfa
undrandi á háhýsin í fjarska;
virða fyrir sér umhyggju móður-
innar fyrir afkvæmi sínu; sjá
fallega hyrndan hrút spranga
montinn um túnið; hlusta einu
sinni á kindajarm í staðinn fyr-
ir umferðargný.
Sæmundur hefur milli 60—70
fjár í skika sínum, og hann stóð
eins og kóngur í ríki sinu í miðj-
um fjórhópnum, þegar okkur
bar að garði.
Þegar hann hafði gengið með
okkur um hjörðina og farið með
okkur inn í fjárhúsin til þess að
líta á lambið, sem fæddist í
morgun, tylltum við okkur á
steina og tókum tal saman í
sólskininu:
— Þetta er heldur grýtt jörð.
— Já, landið hér í Blesugróf-
inni er afar slæmt. Þessu var
klöngrað hér upp af vanefnum
1960. Þegar okkur var úthlut-
að þessu landi var það utan við
borgina, en nú er það orðið inni í
henni. Þess vegna eigum við að
fara í haust, í þetta skiptið í
Hólmsland. Það er hins vegar
prýðilegt 200 hektara land. Þar á
hver fjáreigandi að fá að rækta
sinn blett, tvo hektara eða þar
um bil, og reisa snotrar bygg-
ingar hjá sér. Vonandi verður
svolítið manndómsbragð að þessu
þarna upp frá.
Það má kannski segja, að það
sé vitleysa frá sjónarmiði hins
almenna borgara að vera að
burðast við að hafa fé í sjálfri
stórborginni. En það er mörg
önnur vitleysan í henni vei’su.
Það er til dæmis. engu síður vit-
leysa að eyða öllum frístundum
sínum í að drepa laxa- og sil-
ungstitti. Það er auðvitað ekkert
við því að segja. Maðurinn hefur
í sér drápsnáttúruna. En það er
allt önnur manntegund, sem fer
út í fjárbúskap. Það eru menn
Framhald á bls. 36.
26. tbl. VIKAN 27