Vikan


Vikan - 29.06.1967, Síða 41

Vikan - 29.06.1967, Síða 41
greiðum þúsund dollara fyrir slík meðmæli. En þar sem við vitum hvorki nafn eða heimilisfang þeirrar persónu, verðum við að biðja yður um að koma þessum peningum til skila. Það var þá þetta sem Judy átti við, þegar hún sagði að Andrea myndi bráðlega færa sér eitthvað smóvegis. — Þér getið sjálf unnið fyrir þúsund dollurum, með slíkum meðmælum, — ef tækifæri býðst. En gerið það með gát. Já, þá held ég að við höfum ekki meira saman að sælda. Gangi yður vel. Maðurinn stóð upp, hló, og hvarf á braut. Nokkur augnablik sat hún og hugsaði með sér, hvort þetta væri ekki allt saman svik, hvort hún væri ekki búin að láta hafa út úr sér alla þessa peninga til einskis. En svo hugsaði hún til Judy og mannsins hennar, sáluga, og varð strax rólegri. Klukkan átta á miðvikudags- kvöld kom Bart loksins heim. Andrea heyrði að hann bakkaði bílnum inn í bílskúrinn. Hún flýtti sér niður, settist í sófann í dagstofunni og beið þess að hann kæmi inn um eldhúsdyrnar. Hann setti ferðatöskuna frá sér á gólfið og horfði á hana, með nokkuð ó- ræðum svip. — Sæl, elskan, sagði hann. — Hvernig hefur þér liðið? — Bærilega. Hann gekk til hennar, stakk hendinni í jakkavasann, og tók samanvafinn bréfmiða upp úr honum. Þegar hann hafði sléttað úr miðanum, hélt hann honum fyrir framan hana, svo hún gæti lesið hvað á honum stóð. Þetta var miðinn sem hún hafði skrif- að nafn hans og heimilisfang á. — Hva ... hvað? stamaði hún. — Ég hefði aldrei getað fundið það út, hver hefði áhuga á að myrða mig, ef þú hefðir verið svo skynsöm að vélrita þetta, sagði hann. — En þú hefur svo sér- kennilega rithönd, elskan. — Hva ... hvar ...? stundi hún upp. — Fyrirtækið hefur það alltaf fyrir fasta reglu að láta aldrei starfsmennina vinna verk sitt í heimaborg sinni, en húsbóndan- um fannst það svo fyndið að fá þetta nafn, að hann ákvað að gera undantekningu í þetta sinn. Augun ætluðu út úr höfðinu á henni. — Fyrirtækið, hvíslaði hún. — Áttu við að þú...? — Vex-kfræðingafyrirlæki Andrews er bara nafnið. Tíu þúsundin sem þú tókst út úr bankanum, eru tekjur af sams- konar samningum og þú ert ný- búin að gera. — Ö-óh-nei! hrópaði hún. — Það er búið að gera samn- ing, og við svíkjum aldrei við- skiptavini okkar, vina mín. Þar sem mér hefur verið falið þetta verk, ætti ég eiginlega eftir samningnum að fremja sjálfs- morð, en ég reikna ekki með að húsbóndinn ætlist til þess. En þar sem samningur er samningur, verðum við að töfra fram lík, á einhvern hátt. Hann stakk hendinni í vasann og dró upp úr honum silkiháls- klút. Hún starði á hann skelfingu lostin, meðan hann í róiegheitum batt hnút á báða enda klútsins. — Þú skalt ekki halda að þetta misheppnist, ég er alvanur. Pen- ingaúttekt þín er ágætis skýring á hvarfi þínu. Það er bersýnilegt að þú hefur hlaupið að heiman, sennilega með einhverjum karl- manni. Það er nú þegar búið að gera ráðstafanir til að fjarlægja lík, og því verður komið að þeim stað sem aldrei verður fundinn. Meðan klúturinn hertist að hálsi hennar, hugsaði Andrea, viti sínu fjær af hræðslu, að ef hún hefði vitað hvaða starf mað- urinn hennar hafði í raun og veru, hefði henni liklega aldrei dottið í hug að láta myrða hann, henni hefði þá ekki fundizt hann svo leiðinlegur. Hvikult mark Framhald af bls. 15. þegar í stað, að þetta var Tagg- ert. Ég blés mæðinni og stakk mér svo aftur. Þegar ég kom upp á ný, var Taggert horfinn. í þriðja sinn fann ég það, sem ég var að leita að, óbrotna svarta skífu, sem var næstum falin í sandinum á botninum, Ég hélt henni upp að bringunni og synti baksund í land. Ég fór með plöt- una inn í steypibaðið, þvoði hana og þurrkaði af mestu natni, eins og móðir ungbarn sitt. Taggert sat á veröndinni fram- an við baðhúsið, þegar ég kom út úr búningsklefanum. Hann sat í sólstól og snéri bakinu að dyr- unum á skjólveggnum, sem lok- uðu veröndinni á tvo vegu, en baðhúsið á þann þriðja. Hann var í flónelsbuxum og hvítri T- skyrtu, mjög brúnn og ungur. Svart hárið var vandlega burst- að. Hann brosti drengjalegu brosi, sem náði ekki til augnanna: — Sæll Harper. Var gaman að synda? II' ' v;. ; ■•'.; ':: ■; ll: LAND VERÐ UM KR. 188,000,00 BENZIN VERÐ UM KR. 208,000,00 DIESEL er Land-Rover afgreiddur með eftirtöldum búnaði: t Aluminiumhús með hliðargluggum— Miðstöð með rúðublásara — Afturhurð með varahjólafestingu — Aftursæti — Tvær rúðuþurrkur — Stefnuljós — Læs- ing á hurðum — Innispegill — Útispegill — Sólskermar — Dráttarkrókur — Gúmmí á petulum — Dráttaraugu að framan — Kílómetra hraðamælir með vegmæli — Smurþrýstimælir — Vatnshitamælir — 750x16 hjólbarðar — H. D. afturfjaðrir og sverari höggdeyfar aftan og framan — Eftirlit einu sinni eftir 1500 km. — Hliðarstig fyrir farþcga — Stýrisdempari. — Land-Rover er nú fullklæddur að innan — í toppi, hliðum, hurðum og gólfi. — Endurbætt sæti; bílstjóra-sæti og hægra fram- sæti stillanleg. Endurbætt mælaborð með læsanlegu hanzka- hólfi. ■jf Ný matthúðuð vatnskassahlíf. 'jkr Krómaðir hjólkoppar. Krómaðir fjaðrandi útispeglar. Ný gerð af loki á vélarhúsi. ---------------AUK ÞESS--------------------------- ENDURBÆTTUR LÁHb^ ^ROVER BENZÍN EÐA DIESEL 28. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.