Vikan


Vikan - 29.06.1967, Page 45

Vikan - 29.06.1967, Page 45
f huga fyrir staðnum, losaði ég mig við plöturnar .hennar. Þú veizt, hve óútreiknanleg lögregl- an getur verið, út af ótrúlegustu hlutum. — Reyndu ekki að slá ryki £ augun á mér, á sama hátt og þú hefur slegið ryki í augun á sjálf- um þér. — Saklaus maður hefði aldrei látið sér detta í hug að kasta þessum plötum. Eru þessar plötur ekki í eigu þúsunda manna, hér og þar um landið? — Það er einmitt það, sem ég meina. Það er ekkert glæpsam- legt við að eiga þær. — En þú áleizt það samt, Tagg- ert. Þú hafðir enga ástæðu til að álíta þær sönnunargagn á móti þér, ef þú værir ekki flækt- ur í þetta ásamt Betty Fraley. Og það vill svo til að þú kastað- ir þeim í sjóinn nokkuð mörg- um klukkustundum áður en þú heyrðir símtalið mitt — áður en Betty var nokkurn tíma nefnd í sambandi við þetta morð. —Ef til vill, sagði hann. — En þú átt erfitt með að sanna nokkuð á mig út af þessum plöt- 7-1 um. — Ég ætla ekki að reyna það. Þær bentu mér á þig og þjónuðu þannig sínum tilgangi. Svo við skulum sleppa þessu með plöt- urnar og tala um það, sem mik- ilvægara er. Ég settist £ stól gengt honum á veröndinni. — Hvað langar þig að tala um? Hann hafði enn fullkomna stjórn á sjálfum sér. Drengjalegt brosið var eðlilegt og röddin óþving- uð. Aðeins vöðvamir komu upp um hann. Þeir voru herptir um axlirnar og titruðu á lærunum. — Mannrán, sagði ég. — Við skulum geyma morðið þangað til seinna. í þessu ríki er mann- rán hvort sem er nokkumveginn jafn alvarlegur hlutur. Ég skal segja þér mína útgáfu á mann- ráninu, og svo hlusta ég á þína. Ég veit um fjölda manns, sem mun hlusta á þína með ákefð. — Það var slæmt. Ég hef enga útgáfu. — Það hef ég. Ég hefði komið auga á hana fyrr, ef ekki hefði viljað svo ólíklega til að mér geðjaðist vel að þér. Þú hefur haft fleiri tækifæri en nokkur annar og meiri ástæður. Þú varst illur út í Sampson, vegna þess hvemig hann meðhöndlaði þig. bú öfundaðir hann af peningun- um, sem hann átti. Þú áttir ekki mikið sjálfur...... — Á ekki enn, sagði hann. — Þú wttir að vera sæmilega stæður þessa stundina. Helming- urinn af hundrað þúsund dollur- unum eru fimmtiu þúsund. Það er allnokkuð. Hann baðaði glaðlega út hönd- unum. — Ber ég þá á mér? — Þú ert ekki svo vitlaus, sagði ég. — En þú ert nógu vit- laus. Þú hefur látið snúa á þig, Taggert. Borgarrotturnar tróðu sér innundir hjá þér og notuðu þig. Þú færð sennilega aldrei að sjá þinn helming af hundrað þús- und dollurunum. — Þú lofaðir að segja mér sögu, sagði hann léttilega. Það yrði erfitt að brjóta hann niður. Ég sýndi honum bezta spilið mitt. Eddie Lassiter hringdi til mín kvöldið áður en þú flaugst til Las Vegas. — Segðu mér ekki, að þú sért miðill, Harper. Þú sagðir að mað- urinn væri dauður. Það vottaði fyrir herkjum umhverfis munn- inn á honum. — Ég er nógu mikill miðill til að geta sagt þér hvað þú sagðir við Eddie. Þú sagðir honum, að þú hringdir í hann frá Burbank- klukkan þrjú næsta dag. Þú sagð- ir honum að taka á leigu svart- an fólksbíl og bíða eftir því, að þú hringdir í hann frú Burbank- flugvelli. Þegar Sampson hringdi til Valerio og bað um að bíllinn yrði sendur, afturkallaðir þú far- ið og sendir eftir Eddie í stað- inn. Símastúlkan í Valerio hélt að það væri Sampson, þegar sím- talið var afturkallað. Þú hefur þjálfað þig sæmilega í að herma eftir honum. — Áfram, sagði hann. — Ég hef alltaf gaman af hugmynda- flugi. — Þegar Eddie kom til flug- vallarins í hílaleigubílnum, steig Sampson þegar í stað upp í, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Hann hafði enga ástæðu til að gruna eitt eða neitt. Þú gættir þess líka að hafa hann svo drukkinn, að hann tæki ekki eftir að skipt hafði verið um ökumann — svo drukkinn, að jafnvel smásnáðar á borð við Eddie gætu ráðið við hann, þegar þeir kæmu á tiltek- inn stað. Hvað notaði Eddie á hann, Taggert? Klóróform? — Þú ert að segja söguna, sagði hann. — Er hugmyndaflugið á þrotum? — Við eigum báðir þessa sögu. Afturkallaða símtalið var mikil- vægt, Taggert. Það var í fyrsta lagi það, sem tengdi þig við þessa sögu. Enginn annar gat vitað, að Sampson ætlaði að hringja til Valerio. Enginn ann- ar vissi, að Sampson var að koma frá Nevada. Enginn annar hafði aðstöðu til að segja Eddie frá því kvöldið áður. Enginn annar gat hafa skipulagt allt þetta og hagað því svo til, að allt féll sam- an við áætlaðan tíma. — Ég hef aldrei neitað því, að ég hafi verið á flugvellinum á- samt Sampson. Það voru nokkur hundruð manns þar um það leyti. Þú dregur óskaályktanir af tilvilj- unum, eins og allar aðrar lögg- ur. Og þetta með plöturnar er ekki einu sinni tilviljun. Þú hef- ur enga sönnun á Betty Fraley og þú hefur ekki sannað nokkurt samband milli hennar og mín. Hundruð plötusafnara eiga plöt- urnar hennar. Framhald í næsta blaði. Heimsfræg japönsk vélhjól með beinni olíuinnspýtingu, svo ekki þarf_að blanda olíu og bensín fyrirfram. Eftirtaldar gerðir eru nú fóaniegar: YAMAHA 250 TWIN SPORT YAMAHA 180 TWIN YAMAHA 80 SPORT Japanska BifreiOasalan hf. ÁRMÚLA 7, REYKJAVÍK. SÍMAR: 34470 og 82940. 26. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.