Vikan


Vikan - 29.06.1967, Blaðsíða 48

Vikan - 29.06.1967, Blaðsíða 48
Þar verða engir þröskuldar Framhald af bls. 11. — Þú ert formaður landssam- bandsins, er það ekki? — Jú. Sigurður Guðmundsson, Ijósmyndari, er hins vegar formaður Reyk|avíkurdeildarinnar. — Og stefnuskráin í stuttu máli? — Það er erfitt að koma henni fyrir í stuttu máli, en það er sama stefnuskráin hjá öllum félögunum á Norðurlöndum. Það er í sem styztu máli að berjast fyrir bættum kjör- um fatlaðra, bættum húsnæðismál- um, tryggingamálum, bifreiðamál- um, atvinnumálum, og jafnframt að berjast fyrir aukinni menntun þeirra og auknu félagslífi. Það sýndi sig fyrstu árin, að fólk sem kom á fundi og skemmtanir í félaginu, hafði margt ekki farið mikið út fyrir hússins dyr, og í fjöldamörg ár ekki á mannfagnaði. — Það er eiginlega útilokað fyr- ir ykkur að fara í bíó, nema í fylgd með einhverjum. — Það fer dálítið eftir bíóum. Það er til dæmis ekki nema ein trappa í Austurbæjarbíói, ef farið er um hliðardyrnar. Hins vegar má segja, að okkar versti staður af kvikmyndahúsum og leikhúsum sé Þjóðleikhúsið. Það er þannig, að ekki er hægt að koma hjólastól inn í sal. Fyrir utan það, að þótt menn geti staulazt eitthvað, er ekkert handrið á útitröppunum til dæmis. Svo er oft hálka á veturna, og þá er þetta mjög erfitt hjá þeim, nema í fylgd með einhverjum. Hins veg- ar hefur Þjóðleikhússstjóri verið mjög vinsamlegur með það, að hann hefur alltaf lánað okkur stúk- una, ef hann hefur verið beðinn og getað komið þvl við. Og það er ekki nema tvær eða þrjár tröppur upp og svo ágætt pláss í stúkunni. — Nú, og svo er það nýbygg- ingin. — Já. Það mál má reka alveg aftur til 1960. Þá gengum við í Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum, og höfum alltaf reynt að sitja með þeim einn fund á ári, og þá oftast nær farið með sumarfríið í það. Hugmyndin að húsinu er komin frá þessu samstarfi. Þessi samtök eru feykilega sterk I Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, og eiga mikið af svona byggingum. Danska lands- sambandið hefur undanfarin ár reist mikið af svokölluðum „koll- ektíf" húsum. Okkar hús er að nokkru sniðið eftir því, sem við höfum séð og kynnzt þar, en svo er Þú fékkst bætur, geturðu gefið til baka af tíkalli? bætt inn í dvalarheimili að norskri fyrirmynd. I Danmörku var áður sama sagan og hér, að þeirra fatl- aða fólk dvaldi á elliheimilum, og þeir hafa nú reist þrjú svona hús og eru með það fjórða. Húsið í Kaupmannahöfn er fjórtán hæðir með fimm eða sex lyftum, og þeir töldu sig hafa fundið lausn á mál- unum. Við rákumst þó á eitt og annað, sem okkur fannst óhentugt, og þeir komust líka að því síðar og hafa nú breytt þvl. En þegar við fórum fyrir alvöru að velta þessu máli fyrir okkur, komum við að máli við Gísla Halldórsson, vor- um öllum sammála um að reyna að fá hann til að teikna okkar hús. Það fyrsta, sem hann gerði, var að kynna sér þessa byggingu í Noregi og víðar. Það er töluvert, sem verð- ur að vera öðruvísi en í venjulegum híbýlum. Það má hvergi vera þrösk- uldur, útidyr þannig að annað hvort sé fótósella eða fjarstýrður takki til að opna þær, innidyr allar breið- ari en gerist, salerni þannig að það sé hægt að snúa þar hjólastól og ýmislegt fleira. Þeir sögðu okkur I Danmörku, að í húsi, sem Kaup- mannahafnarborg ætlaði að láta reisa fyrir fatlaða, var gert ráð fyrir svo mjóum gangi að lyftun- um, að ekki var hægt að komast í þær í hjólastól. Það er nefnilega ekki nóg að hafa ganginn svo breiðan, að hægt sé að fara með hjólastól beint eftir honum, það þarf líka að vera hægt að snúa honum. Svo það er margt að varast. — Þá kemur ykkar hús til með að eiga engan sinn líka á Norður- löndum. — Það verður afar svipað dönsku húsunum. — Það hlýtur þó að vera meira í því, þar sem þið hafið fleira til hliðsjónar. — Já. Það hefur ekki verið reikn- að með, að í þeim húsum væri fólk sem gæti kannski lítið eða ekkert bjargað sér. En okkar bygging verð- ur í tveimur áföngum, og það, sem við látum bíða, er álma, þar sem verða bara herbergi og íbúðir, og vinnusalur á fyrstu hæð ásamt skrifstofum. Það sem við tökum núna, er dvalarheimili fyrir 45 manns, matsalur, æfingastöð, og ( kjallaranum verður bllageymsla. Við buðum þetta út í fyrra og feng- um í það sex mismunandi tilboð. Á grundvelli lægsta tilboðsins gerðum við samning við bygginga- félagið Ok um að steypa upp, setja gler í glugga, ganga algerlega frá þaki, mála allt þrisvar að utan, og steypa grunn og kjallara á þessari álmu, sem við látum bíða, og grunn og plötu á annarri smáálmu, þar sem á að koma vinnustofa og sundlaug. Tilboðið var rúmlega 16 milljónir og 800 þúsund fyrir allt þetta, en við áttum að taka að okkur að sjá um steypustyrktarjárn og gler. Þetta tilboð var töluvert lægra en teiknistofan reiknaði út að hægt væri að gera þetta fyrir. Það var til tekið í tilboðinu, að þetta ætti að taka tvö ár. Og verk- ið hófst 28. október 1966. — Það er farið að sjást vel fyrir því. — Já, betur sést samt fyrir frænd- um okkar næst fyrir ofan. Þar er Oryrkjabandalagið að byggja hús, sem á að verða eingöngu íbúðir, og það er komið mun betur upp úr jörðinni. — Og hvernig aflið þið fjár til húsbyggingarinnar? — Erfðaf jársjóður hefur lagt fram 20% í hliðstæðar byggingar, þar sem ekki eru vinnustofur eða endurhæfingarstöðvar, en meira þar sem slíkt er með. Styrktarsjóður fatlaðra fær 3 krónur af hverju seldu sælgætiskílói innlendu, og við höfum fengið styrk frá Reykjavík- urborg. Sá styrkur nemur á þessu ári tæplega 700 þúsund krónum. Þá höfum við einnig merkjasölu og happdrætti, og nú hafa öryrkja- félögin ákveðið að hafa sameigin- lega fjársöfnunarviku, þar sem leit- ar verður til almennings. Við höf- um einnig ákveðið að leita eftir ríkisstyrk, og skrifa sveitarfélögun- um með beiðni um framlög. Einnig ætla Sjálfsbjargarfélögin úti á landi að reyna að leggja fram nokkurt fé og eiga eitt herbergi hvert handa sínum félögum. — Það er líklega gagnvart at- vinnumálum og eins tryggingum og endurhæfingu. I atvinnumálunum er ástandið þannig, að talsverður hluti hópsins getur ekki fengið vinnu á frjálsum vinnumarkaði og hefur unnið á vinnustofum öryrkja- félaganna, sem eru mörg með vinnustofur svo sem SlBS, Blindra- félagið og fleiri, en þessi félög njóta ekki rekstrarstyrkjar. I Sví- þjóð og Danmörku er lögð á það mikil áherzla, að allir séu í vinnu, og ríkið borgar einn þriðja af kostn- aðinum, bæjarfélagið einn þriðja og framleiðslan einn þriðja. Það þyrfti kannski ekki svo mikið hér, en þetta myndi hjálpa vinnustof- unum mjög mikið, því eins og er eru þær allar reknar með miklum halla og nálægt því að stöðvast. Því þetta er allt á iðnaðarsviðinu og stenzt einfaldlega ekki sam- keppnina. Þar úti hefur líka verið gert mikið að því, og má kannski segja að það sé félögunum hér sjálfum að kenna; að þau hafi ekki leitað nóg eftir þvl; að bæjarfélög og ríki láta öryrkjana vinna fyrir sig öll þau verkefni, sem mögulegt er, á sama verði og hægt er að fá annarsstaðar. Hliðstæð má telja lög um endurhæfingu, sem eru alls staðar í gildi á Norðurlöndum nema hér. í vetur var samþykkt á alþingi þingsályktunartillaga að skora á ríkisstjórnina að skipa nefnd til að undirbúa lög um endurhæfingu. Ef þau lög verða svipuð því, sem er á hinum Norðurlöndunum, verða þau mesta framfarasporið sfðan tryggingarnar komu. Þvl I þeim er bæði þetta um vinnustofurnar og endurhæfingu á fólki og mikil á- herzla lögð á menntun þess, og að koma þvf út í lífið. [ sambandi við tryggingarnar er það mikið áhuga- mál hjá okkur, — og hefur náð fram að ganga I Danmörku — að skilja að elli og örorkulífeyri. Fá örorkulífeyri hærri en ellillfeyri. Þetta er byggt meðal annars á því, að öryrki sé mikið ver settur en sá, sem kominn er á ellilaunaald- ur, því hann hafi I flestum tilfell- um haft mikið meiri möguleika á að búa I haginn fyrir sig og leggja fyrir til elliáranna, en öryrkinn ekki, og maður sem verður öryrki, kannski á bezta aldri, hann þurfi meira til að lifa af heldur en mað- ur um sjötugt. Þetta hefur verið okkur mikið áhugamál. í Norður- landabandalaginu hefur verið mik- ið áhugamál að koma af stað sam- vinnu við Norðurlandaráð um sam- ræmingu á þessum málum á öllum Norðurlöndum, og líka að Norður- landaráð taki upp samvinnu við bandalagið. Það hefur tekið vel I þetta, en lltið orðið af framkvæmd- um enn. — Hvað eru margir félagar I Sjálfsbjörg? — Þeir eru á 9. hundrað. — Eru allir, sem þar gætu verið með? — Nei, kannski svona fjórðungur. — Hvar eru hinir? — í mörgum tilfellum kemur ekki I félagið það fatlaða fólk, sem bezt hefur spjarað sig I llfinu. Það þarf ekki á því að halda. Það er athyglis- vert, að á smástöðum eins og (sa- firði og Sauðárkróki eru milli 60—70 manns I félaginu, en I Reykjavík ekki nema um 330. — Það má náttúrlega segja, að það sé annað viðhorf hjá manni, sem rétt stingur við á öðrum fæti, og hins vegar hjá manni, sem er lamaður upp að mitti. — Það er rétt. En það eru ein- mitt margir af þessum mönnum, sem ekki eru með, sem mest myndu styrkja starfsemina. — En hvernig er svo viðhorf al- mennings til ykkar, sem eruð fatl- aðir? — Ég myndi segja, að það væri mjög gott. — Er fólk sæmilega hjálpsamt og hugulsamt — og þá vil ég gera greingarmun á vorkunnsemi og hjálpsemi? — Já — ég vil llka gera það. Við skulum til dæmis líta á skemmtana- líf hér. Ég fer iðulega á Sögu eða I Lldó og sllka staði, og þar verður maður aldrei var við að það þyki neitt einkennilegt. Það hef ég hins vegar orðið var við erlendis. Land- inn virðist taka þessu miklu skyn- samlegar en bræður okkar á Norð- urlöndum. — En kemur það fyrir, að fólk hefur tilhneigingu til að vera með mærð við ykkur og svona fast að því að klappa ykkur á kollinn? — Jú, svo sem hefur það komið fyrir. En ég held að það fái ekki á menn nema rétt fyrst á eftir. Nú síðari árin hef ég oftast farið að rökræða þessi mál við þann eða þá, sem þannig hafa komið fram, og endirinn gjarnan orðið sá, að ég hef sannfært viðkomandi um, að ég búi við sízt lakari kjör en hann sjálfurl ir 48 VIKAN 28‘ tbl‘

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.