Vikan


Vikan - 27.07.1967, Qupperneq 2

Vikan - 27.07.1967, Qupperneq 2
r /•/////> •//«« '"S//////SS*' bifreiðaeigendur hafa hlotið 10 ára verðlaunamerki. Ki^ hafa þeir sparað í tryggingarið - gjöldum sl.5 ár. Jill R ,'561211 60 I ' 'ió " SamvinnUtryggingar heiðra þá bifreiðastjóra sérstaklega, sem tryggt hafa bifreiðir sínar samfleytt í 10 ár, án þess að hafa valdið tjóni. Þetta er heiðursmerki, ásamt ársiðgjaldi af ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar. 1648 bifreiðastjórar hafa þegar hlotið þessi verðlaun og með því sparað sér kr. 4.237.843.00 í tryggingariðgjöldum s.l. 5 ár. Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir þeim árangri, sem þessir bifreiðastjórar hafa náð, og hvetja alla bifreiðaeigendur til að keppa að þessum verðlaunum. SAM'VI rVNUT RYGGINGAR □S: ARMULA 3 SÍMI38500 I FULLRI HLVÖRU M biBiaríbritt Leiðsögumenn, sem ferja er- lenda ferðamenn um föðurland- ið okkar og ekki eru of hátíðlegir til að gera góðlátlegt grín að eig- in landi og þjóð, geta drepið á sitt af hverju, sem útlendingum finnst kyndugt. Án efa hafa þeir oft sagt þeim, að á íslandi sé annar hver maður skáld, geti sett saman vísu á augabragði, rétt stuðlaða og rímaða í bak og fyrir. Þótt fullyrðing sem þessi sé að sjálfsögðu mest sögð í gamni, er ekki ýkja langt síðan mikill sann- leikur var í henni fólginn. En hljómar hún ekki nú á dögum sem einbert háð? Ósköp finnst þeim, sem þessar línur skrifar, langt síðan hann hefur heyrt góða vísu mælta af munni fram í dagsins önn. Ætli örlög stök- unnar verði ekki þau, að aðdá- endur hennar rúmist fyrir rest í einni baðstofu — nokkrir gamlir karlar og fáeinir sérvitrir ungl- ingar með skegg? í staðinn mætti segja hinum forvitnu ferðamönnum, að annar hver maður á íslandi fáist við að mála myndir. Slík fullyrðing væri nær sanni eins og nú standa sakir. Áhugi íslendinga fyrir myndlist hefur farið hraðvax- andi undanfarin ár. Það eru ó- trúlegustu menn sem fást við að mála í tómstundum sínum, og málverkasýningar eru sennilega fleiri haldnar hér árlega en í nokkru öðru landi — miðað við höfðatölu. Það er fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum, sem heldur málverkasýningar. Flest- ir sýningarsalir, sem hægt er að kalla því nafni, eru teknir í notkun og beztu sýningarsalirn- ir eru upppantaðir langt fram í tímann. Þessi víðtæka myndlistariðk- un er ánægjuleg og vekur vonir um að slík gróska sé einmitt sá jarðvegur, sem fæði af sér fleiri snillinga en áður. Það er engin ástæða til að amast við henni. Megi sem flestir íslendingar mála og þroskast af þrotlausri glímu við liti og léreft. En guð gefi, að smekklegir menn og kjarkmiklir veljist til að veita sýningarsölum okkar forstöðu, — menn, sem séu þess megnugir að hafa einhvern hemil á, hverjir haldi málverka- sýningar og hverjir ekki. G. Gr.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.