Vikan


Vikan - 27.07.1967, Síða 33

Vikan - 27.07.1967, Síða 33
inn í matsalinn og læsa. þar að sér. Þar beið hann þar til skip- stjórinn kom á vettvang og hræddi Kínverjana á brott með skammbyssu. En engum tveimur þjóðernum vissi ég koma svo illa saman á þessum árum sem Norðmönnum og Svíum. Það var varla ein- leikið. Mestu mun þó hafa ráðið að Noregur var þá hernuminn, en sagt var að Svíar veittu Þjóð- verjum ýmis hlunnindi og leyfðu þeim til að mynda herflutninga gegnum land sitt. Mátti heita að sjómenn af þessum þjóðum not- uðu hvert tækifæri sem bauðst til rifrilda og slagsmála. Eitt sinn var ég í landi í New York með norskum kunningja mínum, sem hafði verið hvalfangari. Á einum barnum hittum við Svía, sem við könnuðumst við. Hvalveiðar komu eitthvað til umræðu á milli okkar, og lagði Svíinn þar sem aðrir orð í belg. Norðmaðurinn sagði þá við hann: „Du har ikke forstand pá hvalfangst, din flat- benede bondekarl.“ Svíinn anzaði engu, en renndi sér á Norðmann- inn eins og hrútur og skaliaði hann á augabrúnina, svo hún sprakk frá og féll ofanyfir augað. Það var hroðaleg sjón. Við ók- um með hann í skyndi til læknis, sem gerði að sárinu, svo að það greri smámsaman til fulls. Ég ætti kannski að segja þér meira frá Suður-Ameríku. Ég kom þangað ótal sinnum á þess- um árum mínum erlendis, bæði meðan ég sigldi frá Kaupmanna- höfn fyrir stríðið og frá New York meðan það stóð yfir. f hafnarborgunum þar var ótrú- legur urmull af gleðikonum, meiri en nokkursstaðar annars- staðar. En það mega þær eiga, að þótt þær væru auðvitað fyrst og fremst með sjómönnunum í ábataskyni, þá var þeim ekki sama hver var. Og ef þeim geðj- aðist vel að manni, áttu þær til að elta hann eins og þægir hund- ar. I HANDTEKINN í VENESÚELU. Lögreglan í þessum löndum er heldur verri viðskiptis. Yfirleitt nægir henni ekki að setja menn í fangelsin, sem þarna eru engir sælustaðir, heldur lúber hún þá í ofanálag, og skiptir þá litlu máli hvort sökin er mikil, lítil eða alls engin. Þetta reyndi ég einu sinni í hafnarborg einni í Vene- súelu. Ég var þá inni á bar ásamt fleiri mönnum af skipinu. Einn þeirra, sem sjátfur var ættaður þaðan úr landinu, var þá orðinn svo fullur, að eflir stutta stund skall hann á gólfið og lá þar sem dauður. Bartenderinn bar þá upp á mig að ég hefði hrint manninum, sem var lýgi. Ég bar þetta auðvitað af mér, en sem við vorum á leiðinni til skips, ég og danskur félagi minn, komu að okkur nokkrir lögregluþjónar. Þeir uppástóðu að ég hefði barið • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smoked Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • Spring Vegetable Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbraqð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar til eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGI SÚPUR FRÁ SVISS Umboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran þennan drykkfellda landa þeirra í höfuðið með flösku, og hefði það orðið honum að falli; væri slíkt brot á landslögum. Daninn félagi minn, sem kunni talsvert í spænsku, reyndi að tala um fyrir þeim, en þeir handtóku hann þá bara líka. Ég neitaði að taka mark á þessari vitleysu, en þá dró einn lögreglumannanna sverð úr slíðrum og lamdi því flötu á herðar mér, af slíku afli, að ég kiknaði í hnjáliðunum. Var síðan farið með okkur báða í svartholið. Þar var svartamyrk- ur inni, raki og fúkki, svo að' við tókum þa'ð ráð að standa frammi við dyr, því þar var svalast. Eftir tvo tíma var okkur sleppt, en fyrst urðum við að greiða tuttugu dollara sekt hvor. Það er víða fallegt í Suður- Ameríku. Rio de Janeiro er ein- hver sú fallegasta borg, sem ég hef nokkru sinni komið til. San- tos er einnig viðliunnanleg borg. Þar snýst allt um kaffi. Á hæð fyrir ofan borgina er einskonar skemmtigarður, og þangað fara margir um helgar. Þar voru þrjár kyggjingar: kirkja, næturklúbb- ur og hóruhús. Þessar þrjár stofn- anir virtust mér öðrum algeng- ari í kaþólskum löndum og sjald- an langt á milli þeirra. Dvöl minni á Belgíu lauk með slysi, sem átti eftir að draga slæman dilk á eftir sér. Þá vor- um við í Halifax. Ég datt þá um olíuslöngu, sem var úti við borð- stokkinn, og skall niður á bryggj- una allhátt fall. Ég brákaðist á hrygg og mjöðm og eitthvað fór maginn í mér úr skorðum líka. Það var farið með mig lil Boston, og þar lá ég í ár á Marine Ho- spital. Eftir að ég losnaði þaðan, var ég um stund á fiskiskipum sem gerð voru út þaðan úr borg- inni. Mér líkaði vel í Boston. Þar er mikið af írum, og þeir eru ótrúlega líkir íslendingum, sérstaklega kvenfólkið. Þaðan lá leið mín svo heim til íslands. Ég var um hríð á togur- um, en svo fóru gömlu meiðslin að taka sig upp aftur og urðu nú sízt betri viðskiptis en fyrr. Um tíma var ég svo þjáður að ég gat ekki einu sinni fest hugann við lestur mér til dægrastytting- ar. En nú er þetta smámsaman að lagast, þú sérð að ég geng 30. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.