Vikan


Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 13

Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 13
SMÁSAGA ÍEFTIR PETULA COATE Duglegt auglýsingafólk getur gert allt að markaðsvöru, jafnvel sig sjálft. Hl'iómplatan þagnaði, með svolitlu urgi. Ég ýtti fótum Jónasar fró mér og stóð upp til að fylla glösin. í þögninni, sem fylgdi eftir hljómlist Wagners, sagði ég glaðlega: Ég er að hugsa um að gifta mig. Ég varð vonsvikin. í staðinn fyrir að rjúka á fætur og hrópa „hvaðl", sat Jónas rólegur og tottaði pípu sína, I bezta hægindastólnum mínum. — Er það einhver sem ég þekki? Hvenær verður sú hátíðlega athöfn? spurði hann. — Ég veit það ekki, sagði ég, stuttaralega. — Það er undir þér komið. Þetta hristi svolítið upp I honum. Hann settist upp. — Heyrðu mig nú, Katrín, sagði hann uppgerðarlega. — Þú veizt að ég trúi iekki á hjónabönd. Ég yrði alveg hræðilegur eiginmaður, og . . . . — Rólegur, sagði ég kuldalega. — Ég á ekki við að ég ætli að giftast þér. Þó íþað væri ekki nema það að hugsa um götin á sokkunum þínum, þá er það nóg ,til þess að ég myndi hugsa mig tvisvar um. Ég saup á glasinu. Jónas hló, honum ilétti sýnilega og hann hallaði sér aftur á bak. — Það hlaut að vera að þú værir :það skynsöm, sagði hann blíðlega. — En hvað meinarðu með þessu þvaðri? — Það er auðvitað ágætt að hafa góða atvinnu. Ég hefi íbúð, ég á bíl og ihefi engin veruleg peningavandamál. Ég hlustaði af áhuga á alla fyrirlestra um stöðuval í skólanum, og forstöðumaðurinn talaði sig hásan um það hve nauðsyn- legt það væri fyrir konur að velja llfsstarf sem þær hefðu áhuga á, ekki einungis eitthvað til að skapa sér atvinnu, þangað til þær giftust. En hvað hefur orðið iúr mér? — Ég geri ráð fyrir að þig langi til að hafa rósabeð fyrir utan dyrnar hjá þér, Ihóp af æpandi krökkum og geltandi hundum í kringum þig. Ég þóttist ekki heyra til hans. — Mig langar til að finna öryggi og umhyggju, svona til tilbreytingar, sagði ég æst. Ég er orðin þreytt á að berjast upp á eigin spýtur. Ég vil eiga mann sem tekur af mér ómakið við að reyna að leysa úr erfiðum vandamálum. — Aumingja forstöðumaðurinn, honum hefur ekki tekizt vel með þig, tautaði Jónas. — Jæja, sagði ég, — ætlarðu að hjálpa mér? — Hægan, hægan, sagði Jónas, — hvar kem ég inn í málið? — Þú átt að finna eiginmann handa mé, sagði ég. — Þú ert arkitekt og hittir ifjöldann allan af mönnum. Komdu bara með fórnardýrið, svo sé ég um hitt. Þegar allt kom til alls, hugsaði ég, var menntun minni ekki á glæ kastað. Ég vissi þó alltént hvernig átti að skipuleggja auglýsingaherferð. Reyndar hafði ég ihingað til notað reynslu mína til að auglýsa niðursoðinn hrísgrjónagraut, varalit ■og hreinsikrem.... — En þú hittir marga karlmenn í sambandi við vinnu þína, sagði Jónas. — Já, sagði ég, óþolinmóð. — En þeir líta ekki á mig sem konu. — Það finnst mér skrítið, sagði Jónas, og horfði á mig með aðdáunarsvip. — Asni! Ég meina það nú samt. Þeir vilja gjarnan hitta mig, einstaka sinnum, ■en þeir hafa ekki hjúskap í huga, það er af og frá. Jónas leit á mig. — Segðu mér meir, sagði hann og stríðnin skein út úr andlit- inu á honum. — O, Jónas, vertu ekki svona asnalegur, sagði ég og var orðin ofsareið. — Líf mitt er í veði. Ég hellti aftur Martini í glasið hans. — Ég skal svo hjálpa þér, þegar þar að kemur. — Já, sagði hann, og sneri giasinu milli fingranna, — en þess þarf ekki, ég ætla aldrei að kvænast. Þetta gat verið satt.Jónas var dæmigerður piparsveinn. Hann bjó í íbúð, sem var á hæðinni fyrir neðan mig. Þegar ég var nýflutt, bauð ég til mín gestum til að vígja íbúðina. Jónas kom þá upp og kvartaði yfir hávaðanum. — En við erum ekki byrjuð ennþá að hafa hátt, sagði ég undrandi. — Vitlaust svar, sagði Jónas hlæjandi. — Ég hafði hugsað að mér yrði boðið inn. Mér fannst sniðugra að kvarta strax, þ>á losna ég við að koma hingað um miðnættið, I náttfötum og slopp. Auðvitað hló ég líka og bauð honum inn, og þannig byrjaði innileg vinátta milli okkar. Jónas hvolfdi allt í einu í sig úr glasinu, og stóð upp. — Allt í lagi, sagði hann, — ég leita að lömbunum og þú étur þau. En ég set Framhald á bls. 33. 34. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.