Vikan


Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 7

Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 7
Judy Garland og sá tilvon- andi. ÞAÐ ER JUDY GARLAND, sem átt er við. Bráðum kemur hún fram í siónvarpsþáttum aftur. Grönn, falleg, svolítið hengslisleg og beina- ber, með óveniustór, svört augu, sem hrópa á aðdáun. Það er þó nokkur tími síðan hún kom fram í sjónvarpinu síðast, slúðurdálkahöfundar hafa iafnt og þétt talað um hana, um skilnað hennar og ný hjónabönd, taugaáföll og siálfsmorðstilraunir. Hún hefur samt alltaf verið dáð sem listakona. Nú er hún komin yfir fer- tugt og ætlar að gifta sig í fimmta sinn. — Það má segia, að ég sé fædd í bakpoka, segir hún. Fcreldrar hennar störfuðu við umferðaleikflokk; sjálf var hún aðeins þriggja ára, þegar henni var í fyrsta sinn ýtt inn á leiksviðið, þar sem hún söng ,,BjölIuhljóm". Þegar hún var fimm ára var hún farin að leika að staðaldri. Hún hafði yndi af því að dansa, syngja og hlusta á gleðilæti áhorfenda. Þá hætti mamma hennar að leika sjálf og yfirfærði þær vonir um leikfrægð, sem henni sjálfri hafði aldrei hlotnazt vfir á dóttur sína, fór í leikferð með Judy, auðvitað með Hollywood fyrir augum. Faðirinn kevpti lítið kvikmyndahús, til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Hann var aldrei hrifinn af því hve móðirin rak Judy áfram, og heilbrigð glaðværð hans var Judv ómetanleg. Þá kom hinn voldugi Louis B. Maver, forstjóri Metro-Goldwyn/Mayer, auga á Judv, og hún var sett í leikskóla. Þar voru fvrir m. a. Mickev Rooney og Deanne Durbin. Þá dó faðir hennar. Það varð fvrsta sorgin sem varð á vegi hennar. Eftir að hún var búin að vera eitt ár í leikskólanum, fékk Judy fyrsta stóra hlutverk sitt. Það var í Andy Hardv myndunum, með Mickey Rooney, sem var hinn dæmigerði prakkari og Judv var sú sem hann var alltaf skot- inn í. Kvikmyndirnar gerðu gevsimikla lukku, og Judy og Mickey urðu að þræla eins og skepnur, til að kreista fram eins margar mvndir og mögulegt var. Þá fór hún að lenda í erfiðleikum með þyngdina. í hvert sinn sem hún stakk upp í sig súkkulaðimola eða aukabita komst herra Mayer að því, og svo sagði hann ósköp rólega við Judy: — Þú ert að verða eins og vatnahestur, og ef þú grennist ekki, færðu ekki fleiri hlutverk. Judy vann af kappi og svelti sig. Hún sló algerlega í gegn í hlutverki sínu í „Galdrakarlinum í Oz". En stuttu eftir að hún lauk við bað fékk hún taugaáfall í fyrsta sinn. Hún átti bágt með svefn. Þá fékk hún pillur til að geta sofið. Hún varð máttlaus af næringarskorti og alltof mikilli vinnu. Þá fékk hún pillur til að hressa sig. Og svo fékk hún pillur til að megra sig. Og alltaf varð hún að vinna fvrir móður sinni og fvrir félagið, sem hafði verið svo ,,gott" við hana. Hún var líka látin vita það, að ef hún gæfist upp, þá væru nógar aðrar til að taka við af henni. Þegar hún var 19 ára revndi hún í dauðans ofboði að slíta sig lausa. Hún gftist Pavid Rose, sem var tónskáld og mörgum árum eldri en hún. Það hjónaband endist ekki nema í nokkra mánuði. Nokkru eftir skilnaðinn giftist hún í annað sinn, leikstióranum Vincente Minelli, og þá voru bæði kvikmvndafélagið og móðir hennar ánægð, og lögðu blessun sína á ráðahaginn. Hún eignaðist dótturina Lizu og lék f nokkrum kvikmyndum, þar sem maðurinn hennar var leikstjóri. En taugar hennar urðu æ verri. Hún var hrædd við kvikmvndaverið, hrædd um að gera einhverja vitleysu, hrædd um að missa hylli áhorfenda. Þegar hún var 27 ára, var henni boðið eftirsóttasta hlutverk ársins, hlut- verk Annie í „Annie get your gun". Kvikmyndatakan hófst og Judy gerði allt sem henni var unnt til að standa sig, og gekk fyrir pillum. En einn dag- inn kom hún ekki í kvikmyndaverið, og félagið tilkynnti að Betty Hutton hefði verið falið hlutverkið. Judy varð veik, vinnulaus og missti peninga sína, — móðir hennar hafði farið óvarlega með fé hennar. Félagið greiddi sjúkrakostnaðinn, og þegar hún kom af sjúkrahúsinu fannst henni að hún hefði aldrei verið hressari. Framhald á bls. 44. Eldhúsborcf á einum fæti STALHUISG'O'GN meira gölf pláss ■ lett ■ gott verff ■ allar gerffir og stærffir ■ ■ stólar bekkir kollar ■ ■ greiffsluskilmálar ■ m betra ad sitja betra ad hreinsa betra ad rada Ödinstorg sfmi 10322. Fást í næstu búð LOXENE - og flasan fer 34. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.