Vikan


Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 15

Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 15
konur í haettu, hvað eftir annað; sum þeirra hafði hann sent f dauð- ann. Hann var méira en þrjótfu ár- um eldri en þessi stúlka, aldarfjórð- ungi eldri en Willie Garvin, en allt f einu fannst honum hann vera eins og barn, sem var að horfa á ógn- þrungið leyndarmál fullorðinna. Þannig höfðu sumir séð Modesty Blaise, rétt áður en þeir dóu undir hendi hennar. Þannig höfðu sumir séð Willie Garvin síðustu andartök lífsins. Einn eða tvo þessara manna hafði Tarrant þekkt, aðra vissi hann um. Allir voru drápsmenn, vondir menn og hættulegir. Hann hafði séð, meðal annarra, lík Canalejas í munkaklaustrinu á Kalithos, þar sem Modesty Blaise og Willie Gar- vin höfðu barizt langri og harð- vítugri orustu móti ofurefli liðs. — Hann hafði horft á lík Canalejas, vitandi að hún hafði drepið þessa skepnu, og hann hafði verið glað- ur. Hann var enn glaður. En nú, í fyrsta sinn, sá hann hluta eðlis hennar, sem gerði slíka hluta sál- fræðilega mögulega — ofurmátt viljans, alfullkomnun einbeitingar hennar. Eitt andartak reyndi hann að rifja upp fyrir sér í huganum þá Modesty Blaise, esm hafði sent Lucille til dýragarðsins; sem hafði tekið þátt í brjálæðislegum majórs- leik Willies, og reynt að pota með lokuð augun; sem hafði gengið með honum á Ascot, og snögga brosið, sem hlýjaði honum um hjartaræt- urnar. En myndirnar vildu ekki koma fram í huga hans. Wllie Garvin horfði hvasseygur á hana. Bláu augun f tjáningar- lausu andliti hans bjuggu ekki yfir -'einni tilfinningu. Tarrant vissi, hvílfk orka var fólgin í þessum skrokk; og einn þeirra manna hans, sem sízt var uppnæmur fyrir smá- mununum hafði sagt honum, að Garvin f starfi væri sneggsti mað- ur f hreyfingum, sem hann hefði nikkurn tfma séð. Allt f einu gerðist nokkuð. Árás, vörn, hörkuspark með strigaskó- klæddum fæti Modesty — spark, sem aldrei fór alla leið, því f sfð- ustu andrá gerði hún sér gagnleik- inn Ijósan og varaðist hann. f fullar tvær mínútur gerðist nán- ast ekkert. Meira en tíu leikir voru opnaðir, en aldrei lokið við þá. Með lotningu gerði Tarrant sér Ijóst að þessi orusta jafngilti skylm- ingum eða hnffabardaga upp á líf og dauða, þar sem smávægilegustu mistök gátu haft allt að segja. Hinar formföstu hreyfingar skylm- ingatækjanna, hin formföstu spor og handhreyfingar hnífabardagaað- ilanna, þetta voru aðeins árásar- leikir. Síðan kom andartak ákvörð- unarinnar, hin raunverulega árás, sem annaðhvort hitti þá f mark eða svarið kom vægðarlaust móti hverj- um þeim hluta bolsins eða útlim- anna, sem stefnt hafði verið í voða. Tarrant fékk verk f augun af áreynslunni við að depla þeim ekki. Hann sá Willie sveigja sig til hlið- ar, skipta snöggt um stefnu — og þetta var andartakið. Með vinstri hendinni hratt hann vopnaðri hendi Modesty til hliðar og með hægri sló hann í áttina að öxlinni á henni. Hún hreyfði sig svo hratt, að allt rann út í eitt, í áttina til hans, með hliðina á undan. Tarrant heyrði hold skella á holdi og sá, að hún hafði borið af sér höggið með vinstri framhandleggnum — ekki undir hinn hættulega handarjaðar, heldur innanvert á úlnliðinn. Hægri handleggur hennar beygð- ist, og svo réttist úr honum aftur, snöggt eins og svipu sem slegið er með. Tarrant heyrði hvorki né sá höggið, það hafði ekki verið þungt. Hún hafði sagt honum einu sinni, að kongóvopn væri jafn gott og blýkylfa, væri það rétt notað. Willie stökk fimlega aftur á bak, en nú hékk vinstri handleggur hans máttvana, og hann hreyfði fingurn- ar hægt til þess að reyna að fá aftur líf í liminn. En Modesty gaf engin grið. Willie hörfaði aftur á bak og sneri sér þannig, að hægri handleggurinn vísaði í áttina til hennar, og Tarrant til mikillar undrunar, hélt hann áfram að snúa sér, þar til bakið vissi að henni, en um leið beygði hann sig skyndilega f hnjánum, svo hún varð fyrir aftan hann, ofurlftið ofar og heldur nærri, þegar hún sló með kongóvopninu. Höggið geig- aði, úlnliðurinn straukst um andlit hans og lenti á öxlinni. Um leið beygði hann vinsfri handlegginn, með höndina máttvana um olnboga, og keyrði hann aftur á bak. Oln- boginn hitti hana harkalega ofan til og utanvert á hálsinn, rétt neðan við eyrað. Hún þeyttist til hliðar, að nokkru leyti vegna höggsins og nokkru leyti vegna sinna eigin tilrauna til að forðast það. í sömu andrá og hún lenti á mottunni, var eins og líkami hennar væri beinlaus. Svo velti hún sér hratt frá honum og upp á fæturnar um leið. Tarrant fann til í lungunum og gerði sér óljósa grein fyrir þvf, að hann hafði gleymt að anda. Hann lagði að sér til að setja lamaða þindina í gang aftur, og andar- drátturinn kom í gusum yfir varir hans. Þau voru nú aftur hvort andspæn- is öðru, bæði ofurlftið álút f árásar og varnarstöðu eins og áður — nema hvað vinstri handleggur Will- ies hékk niður með sfðunni og það var kominn nýr, næstum kvíðafullur varfærnissvipur á hann, þegar hann virti hana fyrir sér. Hann rétti úr sér, og steig aftur á bak. — Allt í lagi, Prinsessa, sagði hann þýðlega. Hún sýndist ekki hafa heyrt til hans. Hún nálgaðist hann enn hægt og rólega, steig vel í fótinn og fikraði sig nær. Tarrant sá, að þótt augu hennar væru skýr, voru þau einkennilega tóm. Willie hörfaði og lyfti höndunum aftur f varnarstöðu: — Allt f lagi, Prinsessa, endurtók hann þolinmóð- ur, eins og hann væri að tala við barn. — Það er bara ég. Bara Willie. Hún nam staðar. Tóm augun virtu hann tortryggnislega fyrir sér og svo sagði hún: - Willie ... .? — Það er rétt, Prinsessa. Það er ég — Willie. Það er allt búið. Hendur hennar féllu máttvana niður með hliðunum, og hann flýtti sér til hennar. Hún riðaði og fæt- urnir sviku hana. Hann þreif um mitti hennar og hélt henni uppréttri eitt andartak, meðan hann hélt á- fram að hrista vinstri handlegginn til að fá aflið aftur ( hann. Svo beygði hann sig og lyfti henni upp. Höfuðið féll aftur á bak, þegar hann bar hana að nuddborðinu, við hliðina á baðklefanum. Tarrant var við hlið hans, þegar hann lagði hana niður. — Hún var búin að gleyma sér, sagði Willie, og losaði varfærnis- lega krampakennt takið um kongó- vopnið. — Þá varð ég að fara að gæta mín, eða hún hefði gert alveg út af við mig, án þess að vita hver það var. — Ég vildi óska, að að hún hefði gert það. Rödd Tarrant var þrungin reiði. — Fyrir guðs skuld, þurfirðu endilega að slá hana svona fast? — Við gerum aldrei neitt hálf- vegis, sagði Willie. Hann leit á Tarrant ofurlítið undrandi á svip. — Hún hefði ekki þakkað mér fyrir að leika einhvern mömmuleik hér. Hann tók að nudda hana með öruggum, sterkum höndum frá kvið og upp að hjarta. — Þú hefðir átt að vera hérna f síðasta mánuði, þegar við vor- um að æfa okkur, sagði hann og brosti. — Hún sló mig niður, og ég var meðvitundarlaus í fimm mín- útur. — Áttu við, að þið látið þetta alltaf ganga svona langt? spurði Tarrant yfir sig genginn. Hann var hættur að vera reiður, en nú var honum ofurlítið óglatt af öllu þessu. — Ekki alltaf. Það er undir því komið, hvernig þetta artar sig. Ef hún hefði komizt til að hitta hinn handlegginn á mér, hefði ég orðið að hætta. Þessvegna tók ég áhætt- una og bauð upp á betra mark. Hann lyfti öðru máttvana augna- lokinu með þumalfingrinum. — Hún er að ranka við sér. Hann sneri henni á grúfu, lagði höfuðið út á hlið á harðan, þunnan koddann, og tók að nudda axlirnar og hálsvöðv- ana. Tarrant horfði kvfðafullur á. Eft- ir nokkrar sekúndur fóru kippir um augnalokin. Smám saman opnuðust augun. Þau voru syfjuleg, en ekki lengur tóm. Eftir nokkra stund f viðbót lék ofurlítið bros um varir hennar. — Gott bragð, Willie. Hún hvísl- aði. — Áhættusamt, en gott. Ég skal ekki falla fyrir þvf f annað sinn. Hún leitaði að Tarrant með aug- unum, og hann laut niður að henni: — Hafðirðu gaman að þessu? — Þettá var hræðilegt, sagði hann. — Ég er ánægður með að hafa séð það, en mig langar aldrei að sjá það aftur. Þurfið þið endi- lega að ganga svo langt f þessum æfingum, að annaðhvort hljóti sárs- auka af. — Það er mikilvægt að verða fyrir sársauka. Röddin var farin að styrkjast, en var enn lág. — Ef við tökum þetta ekki alvarlega, verðum við illa úti, þegar til raun- verulegra kasta kemur. Þá hikar maður og missir kannski fimmtungt úr sekúndu, og þá er maður dauð- ur. Ef ég hefði áhyggjur af því að hljóta ofurlftinn sársauka, gæti Willie komið yfir mig eins og skrið- dreki. — Það er ekki satt, sagði Willie með áherzlu. — Hún myndi taka mig með kongóvopninu, eins og bazooka tekur skriðdreka. Hún lifði það kannske ekki af, en heldur ekki ég. Tarrant tók vindil upp úr vasa sínum, hikaði og ætlaði að fara að stinga honum f vasann aftur, svo leit hann á Modesty: — Er þér ami að þvf að ég reyki? — Miklu sfður en að sjá þig standa þarna og skjálfa. Hláturinn glitraði í augum hennar. Um leið og Tarrant kveikti í vindlinum og andaði að sér reyknum, sagði hún: — Allt f lagi Willie. Þökk fyrir töfrafingurna. — Hvernig Ifður þér, Prinsessa? — Allsæmilega. Hún settist upp á nuddborðið, velti höfðinu f hringi. — Betur en ég á skilið, fyrir að ganga f svona gildru. — Ég veit það ekki Var ég ekki heppinn með tfmann? Hún hugsaði sig um, fór aftur yfir allar hreyfingar í huganum. — Ofurlftið heppinn, kannske, viðurkenndi hún og renndi sér of- an að borðlnu. Tarrant sá, að hún var nú full- stöðug á fótunum. — Það er poki með. moluðum fs og áburður í steypibaðinu, Prins- essa, sagði Willie. — Það kemur f veg fyrir, að marblettirnir komi út. — Gott. Hún leit á Tarrant. — Sá, sem tapar, fær alltaf að nota bað- ið á undan. Farðu með Willie og gáðu hvort hann á nokkuð forvitnl- !egt á verkstæðinu. Tarrant kinkaði ofurlftið kolli. Fftir allt það, sem gerzt hafði hér f flúrosentljósi æfingarsalarins, hafði hann um hríð misst allt samband við veruleikann. Vindill- inn var að færa hann aftur nær þessum veruleika, en hugurinn var enn f ofurlftilli óreiðu. — Þakka þér fyrir, var það elna, sem honum datt f hug að segja. — Þú stingur þvf f eyrað, sagði Willie Garvin. — Og hvað svo? spurði Tarrant. Hann var nú ögn að ná sér. — Ja, þá heyrirðu eins og leður- blaka, sagði Willie. — Bíddu and- artak, meðan ég geng frá þvf, og svo skal ég sýna þér. Framhald í næsta blaði. 34. tbi. vnCAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.