Vikan


Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 44

Vikan - 24.08.1967, Blaðsíða 44
MeS hverju fægirðu geislabauginn? eiginlegt, að bezt varð séð. Sára- fáir nenntu nokkuð að standa í því að grufla og neyta háleitra, andlegra hæfileika til að skilja það, sem fyrir augun bar. FólkrÖ þyrpt- ist um, að mestu í fljótheitum, og ef eitthvað lá ekki í augum uppi, var það látið eiga sig og rásað að næsta atriði, ef það væri eitthvað auðmeltara. Svo mátti það ekki gleymast að fá sér bækling, ef hann var einhvers staðar á boðstól- um, og stimpil skálans á hann eða í sérstaka passa, sem hægt var að kaupa við hliðin og giltu þá um leið sem aðgöngumiðar nokkrum sinnum. Og ef eitthvað var sýnt á skermi, eða einhverju sem líktist skermi — var þar óðara komin mik- il þvaga með starblindu. Eftir að hafa fylgzt með fólkinu á Expó '67 í nokkra daga, er mér stórlega til efs, að nokkurt vit sé í háfleygri listsýningu sem þjóðar- kynningu, og þess vegna er rétt að fjalla um hlut íslands á Expó í næstu grein. Stjarnan sem aldrei gleyrnist Framhald af bls.. 7. Henni var boðið nýtt hlutverk, — en hún þurfti að léttast um sjö til átta kíló. Þetta sinn hélt hún velli í þrjár vikur. — Félagið sagði henni upp, — hún stóð í skilnaðarmáli, hún var peningalaus, einmana og dauðþreytt. Þá reyndi hún að fyr- irfara sér, en varð bjargað á síð- ustu stundu. Þriðji maður hennar, Sid Luft, sem hafði verið tilraunaflugmaður, var stoð og stytta hennar, þegar hún aftur kom fram á Palace í New York. Þau eignuðust dótturina Lornu, og í kvikmyndinni „Stjarna er bor- in", slær hún að nýju í gegn. Það er almennt álitið að hún muni fá Oscar verðlaun fyrir leik sinn í þeirri mynd. Kvöldið sem verðlaun- in voru afhent, lá hún á fæðinga- heimili, var nýbúin að eignast son- inn Joey. Hún hafði sjónvarp í her- berginu, en var ein og einmana, — barðist við vonbrigðin yfir því að það var Grace Kelly, en ekki hún sem fékk verðlaunin. Eftir tíu ára hjónaband skildu þau hjónin. Það varð taugastríð út af börnunum, hver ætti að hafa foreldraréttinn yfir þeim. Judy þoldi ekki þetta stríð, og svo varð hún hræðilega feit. Þegar hún loksins lét verða að því að leita læknis, kom það í Ijós að hún gekk með hættulegan lifrasjúkdóm, og henni var tæplega ætlað líf. En Judy reis upp aftur. Hún var aftur nefnd f sambandi við Oscar verðlaunin fyrir hlutverk sitt í mynd- inni „Dómurinn í Nurnberg". Svo giftist hún og skilur einu sinni enn- þá. f þetta sinn er það leikarinn Mark Herron, sem hún á samleið með. Hún leikur svo í nokkrum sjónvarpsþáttum, og það eru þeir, sem nú er farið að sýna. í haust ætlar hún að giftast í fimmta sinn, umboðsmanni sínum Tom Greene, en hann er aðeins tuttugu og níu ára. — Ég hefi ekki vitað það fyrr, hvað hamingja er, sagði hún, þeg- ar hún kynnti hann fyrir vinum sínum. í blaðaviðtali sagði hún að hún hefði aldrei á ævinni verið svo ró- leg og heilbrigð, eins og nú. Viku síðar fékk hún taugaáfall að nýju. En alltaf hefur hún sömu tökin á áhorfendum og heyrendum. — Mesti sigur hennar hingað til, var þegar hún söng í Carnegie Hall, — þá hvíslaði hún feimnislega til á- heyrenda, sem voru með tárin í augunum af hrifningu: — Ég elska ykkur! Og það er ábyggilegt að sú ást var endurgoldin.... —rtr-r / T*—W\ i 11 h ‘TZT' ii d fl í 1 r i n t //' i' /11 O'l 1/ Jk\ \ xx ^ , /i' ^ \v % I 44 VIKAN 34-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.