Vikan


Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 8

Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 8
therine Sögu Julie.tte Benzoni af Cathcrine verður einna helzt líkt við sögu Serge og Anne Golon af Angelique. Sagan af Catherine gerist að vísu fyrr, eða á 15. öid, en sögusviðið er Frakkland, og eins og Angelique cr Catherine af lágum stigum cn hefst til vegs og virð- ingar af eigin verðleikum: Vegna óviðjafnanlegrar fegurðar. Um þessar mundir kemur út á íslenzku bókin CATHERINE, og birtast hér úr henni tveir kaflar. Kvikmynd hefur ve.rið gerð eftir sögunni og hafa frönsk biöð mikið skrifað um kvikmyndina engu síður en söguna, en hvr-rt tveggja hefur vakið mikla athygli. Með hiutverk Catherine fer franska leikkonan Olga Georges-Picot, sem hlotið hefur mikla frægð fyrir framúrskarandi leikhæfileika. Einn leikstjóra hennar hefur látið svo um mælt, að hann hafi aldrei fyrr kynnzt leikkonu, sem í jafn rikum mæli gefist hlutverkinu á vald. Leikstjóri er hinn þekkti og virti Bernard Borderie. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá, að Catherine sér á unglings- aldri pilt, sem hrífur hana r.'jög. Svo illa tekst til, að hann er af- Iífaður fyrir augum hennar, en hún getur ekki gleymt honum. Síð- ar rekst hún á bróður hans, og hann verður ástíanginn af henni, en kennir henni jafnframt um dauða bróðurins, sem hann hefur svarið að hefna fyrir, og vísar henni því á bug. Philippe hertogi hinn góði Ieggur hins vegar ást á hana og giftir hana féhirði sínum, til að geta umgengizt hana. En þótt Catherine verði ástkona hertogans, gleymir hún ekki þeim sem hún elskar, Arnaud Montsalvy, og gríp- ur fyrsta tækifæri til að segja skilið við auðæfi sín og örugga til- veru en leggja upp í leit að honum. Leiðin liggur til Orléans, þar sem hún kynnist Jóhönnu af Örk, en síðan ná þau Arnaud saman — aðeins til að verða dæmd til dauða. Sagan er hörkuspennandi frá upphafi til enda. arðurinn var hennar kærasti reitur á þessum stað. Iíún gekk um stund undir trjánum, í skuggunum, sem nú voru orðnir langir, vegna þess hve lágt sólin var komin. Það skrjáli'aði í pilsum hennar, þegar faldurinn straukst yfir fallin lauf. Hún gckk með drúptu höfði í áttina að stóra, kringlótta brunninum, sem var frá tímum ltómverja, að sögn, og hallaði sér upp að honum, djúpt hugsi. Allt í einu hrökk hún við. Hún sá dökka fjöður hreyfást meðfram steinveggnmn utanverðum og þessi fjöður gat að- eins verið á karlmannshatti. Hún barst meðfram endilöng- um veggnum og svo til baka aftur. Catherine foraði sér inn á milli runna og hélt niðri í sér andanum meðan hún horfði á þetta. Fjöðrin nam staðar, svo var eins og hún hækkaði. Þá kom í Ijós grár hattur, svo enni, síðan augu, sem Cather- ine gat alls ekki séð í ljósaskiptunum hvernig voru á litinn. Svo hvarf höfuðið og nú sást ekkert nema svarta fjöðrin, sem vaggaði og veifaðist, meðan sá sem bar hana, gekk með fram veggnum. Catherine fikraði sig út undan runnunum, hljóp út að veggnum og klifraði léttilega upp á hann. En þegar hún sá yfir vegginn, kom hún ekki auga á neitt nema karlmann i dökkri skikkju, sem hraðaði sér í áttina að trjáþyrpingu, þar sem hestur stóð og bcið. Þcssi ókunni maður stökk á bak hestinum og keyrði hann ákaft sporum, án þess að líta í áttina til húss Mathieus Gautherins, og J)eysti af stað i áttina til Dijon. Catherine stóð nokkra stund kyrr, þar sem hún var, og horfði út yfir vegginn, á eftir manninum, sem hvarf, og hugsaði um þessa skrýtnu heimsókn. Sennilega var þetta enn einn af njósnurum Jacques de Roussay. Hún gat ekki 8 VIKAN 49-lbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.