Vikan


Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 17

Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 17
þessum stöðum hafði verið staflað upp, íerðamörmum til þæginda, söimuleiðis birgðir af þurrum maís. Þetta var frumstætt en fullnægjandi. Hvítu konunum þrem, Angeli- que, Madame Jonas, Elvíru frænku hennar og börnunum þrem, sem voru í fylgd með þeim, var reist topptjald. Jörðin var þakin með furugreinum og bjarnarskinnum, sem einnig voru notuð fyrir teppi. Það var afar notalegt i þessum tjöldum og þar gátu þeir notið góðrar næturhvildar, sem ekki voru allt of vanir fjaðradýnum og dúnsæng- um og það var sannarlega ekki svo með Angelique og dóttur hennar, sem höfðu orðið að láta sér nægja langtum ógeðlegri vistarverur á löngum ævintýraferli sinum. Þetta óumbreytanlega veður gerði ferð þeirra auðveldari. Að minnsta kosti þurftu þau ekki að þurrka regnvot föt. Þíða og fiskveiðar sáu þeim fyrir nægum og góðum mat á hverju kvöldi, í viðbót við birgð- ir þeirra af þurru kexi og beikoni, sem þau höfðu haft með sér frá Gouldsboro. En eftir því sem dagarnir og síðan vikurnar liðu tók ferðalagið að einkennast af Þreytu. Angelique fann þetta sérstaklega einn morg- uninn, þegar hófar hryssunnar glumdu við grýtta jörð. Það var eins og holii' eikarbolirnir margfölduðu hljóðin og undirstrikuðu með því þögnina, sem áður hafði ríkt. Hún hafði veitt því athygli að gitar Cantors hafði virzt hljóður nú í nokkra daga, sömuleiðis glaðlegar raddir Maupertuis og Perrots, sem sögðu skrýtlur á báðá bóga og skiptust á kátlegum ráðleggingum. Hópurinn hélt áfram jafnt og þétt, en enginn talaði ótilneyddur lengur. Ef til vill var þetta þreyta eða ósjálfráð viðbrögð þeirra, sem skynja yfirvofandi hættu, sem eru á verði við hvert fótmál og reyna að láta fara eins lítið fyrir sér og mögulegt er. Þennan morgun hafði Honorine beðizt leyfis að fá að sitja á hryssunni fyrir aftan Angelique, í fyrsta sinn síðan þau lögðu af stað. Fram til þessa hafði hún verið stund og stund hjá reiðmönn- unum einum eftir annan, og reyndar mjög eftirsótt því hún var skemmtilegur ferðafélagi. Hún hafði jafnvel látið Indíánana bera sig á háhesti og taldi sig hafa átt við þá hinar athyglisverðustu samræð- ur. E'n í dag vildi hún vera hjá móður sinni. Angelique fann að Honorine svaf við bak hennar. Þegar landslagið var erfitt átti barnið á hættu að detta af baki, en Honorine var alin upp á hesti, frá því að hún var hvítvoðungur höfðu hestar dillað henni á leið sinni i gegnum þykka skóga og ósjálfrátt herti hún í svefninum takið um mitti móður sinn- ar, ef eitthvað bjátaði á. Skógurinn hvarf í gráan sand, stráðan barrnálum og þetta mjúka undirlag þaggaði niður öll hljóð undir eins. Andardrátturinn, brakið i hnökkunum, frísið i hestunum, þegar þeir blésu írá sér flugunum, var eina hljóðið sem heyrðist, fyrir utan hvíslið i vindinum Þegar hann gældi við barrtrén eins og fjarlægur sjávargnýr. Trén voru nú mjög hávaxin; beinir, fölgráir bolir sem teygðu sig hátt i loft upp og teygðu út láréttar greinarnar með stakri nákvæmni arkítektúrs. Þessi tré voru jafn fögur og stóðu jafn skipulega og hefði þeim verið plantað af mannahöndum og stöðugt fylgzt með þeim. Þau minntu jafnt og þétt á dómkirkjur og á hina stóru og fögru garða á Ile de France og Versala. En þetta var aðeins garður, sem hin ótamda náttúra hafði búið til sjálf, villtir vindarnir höfðu séð um sáninguna og í fyrsta sinn frá upphafi heimsins bergmálaði nú þessi staður af hófataki. Og hin hávaxna, ameríska fura horfði á hestana ganga hjá, slíkt höfðu hestarnir aldrei áður séð. Dýrin bergðu af þessu ilmandi lofti. Skilningarvitin sögðu þeim að eitthvað væri óvenjulegt við þennan fyrsta fund hesta og risanna í ókönnuðum heimi, en þetta voru skynsamir og þróaðir og göfugir hestar af ensku og írsku bergi brotnir og þeir unnu bug á kvíða sinum. Greniköngull losnaði efst í tré og datt grein af grein, þar til hann skall á jörðinni, þar sem hann opnaðist og varð eins og vatnalilja, glansandi af hvítri trjákvoðu. Angelique hrökk við, þegar hún heyrði þennan hávaða, hryssan hneggjaði og Honorine vaknaði. — Það er ekkert, sagði móðir hennar. Hún talaði lágt. Það voru íkornar uppi í trjánum sem horfðu á þau fara hjá. Þau höfðu nú verið nærri klukkustund á ferðinni á þessu flatlendi milli endalausra, hávaxinna greni og furutrjáa. Landið tók að halla afliðandi ofan í dalinn, fyrst voru furutré, síðan greni, en eftir því sem þau komu neðar var meira og meira af virki. Síðan aspir og lauf þeirra enn næstum grænt, þá álmur, þegar orðinn gullinbrúnn, þá gildar eikur með brúska af stórum brúnum eða vínrauðum laufum og að lokum öll hlynafjöldskyldan, en af henni hafði Angelique aldrei séð jafn margar tegundir áður. Það voru þessir hlynir, sem sýndu fegurstu liti haustsins, frá hunangsgulu yfir i skarlatsrautt og gullin- brennt. Skömmu áður en þau lögðu af stað inn í purpurarauðan lág- Framhald á bls. 48. 49. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.