Vikan


Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 48
t-----------------------------------------------------------------------------------------------------\ KARLMANNAFÖT STAKIR JAKKAR TERYLENEBUXUR FRAKKAR SKYRTUR OG ALLSKONAR HERRAVÖRUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI FATAMIÐSTÖÐIN Banæastræti 9 L_____________________________y r------------------- LltlO f gluggana V clag ALLT VERÐ ÓBREYTT Fjölbreyttara úrval lelkfanga en áður Barnaskfði Alpesnjóþotur Aöalstræti 8 - Laugavegi 164 V______________________________________________) vegna þess að ég hefi ekki rétt til að kyssa hana? Nei, ég verð að brjótast undan þessari ánauð! Ég verð að gera það núna á sunnu- daginn! En ég veit að það sækir alltaf í sama farið ..... Sunnudagsmorguninn mættust þau í sýningarsalnum, fyrir fram- an málverk af Evu, þar sem hún andar að sér ilmi af blómunum í Paradís. Wilfrid Desert var hinn háttvísi aðalsmaður, skemmti- lega málsnjall og fágaður, — Fleur, fölleit og greinilega nokkuð þanin á taugum. Á annarri hringferð um salinn námu þau staðar fyrir framan málverkið af Evu. Þá sagði Wilfrid: — Ég skil ekki hversvegna þú baðst mig að koma hingað, Fleur. Mér finnst ég vera asni...... Ó, ég skil svo sem hvað fyrir þér vakir; ég er eins og ein styttan þin úr Ming-postulíni, stytta sem þú vilt ekki missa. En þetta er mér ekki nóg, Fleur, ég verð að fara burt. — Þú ert hræðilegur Wilfrid að tala svona. Ég verða að fá tíma til að hugsa um þetta. Farðu ekki af landi burt. — Ef þú elskar mig ekki, þá krefst ég einskis af þér, en ég bið þig um að rétta mér höndina og árna mér heilla að skilnaði .... Fleur lagði höndina aftur á bak. Þetta var auðmýkjandi. Hann áleit hana þá vera tilfinningalausan kött, sem hjó klónum í mús- ina, sem hann nennti ekki að éta, — og lék sé að henni. — Þér finnst líklega að ég sé kaldrifjuð, sagði hún og beit á vörina. — En ég er það ekki ....... Hún sneri sér við og starði á myndina af Evu, sem stóð þarna meðaumkunarlaus og kærulaus og gleypti í sig ilminn af blóm- unum. Ja, því ekki að reyna að njóta þess sem verður á vegi manns? Það var víst ekki svo mikið um ást í heiminum, að nokkur mann- eskja hafi ráð á að slá hendinni á móti. Átti hún að yfirgefa Michael og fara með honum? Auðvitað gat hún ekki gert neitt slíkt. En minna mátti nú gagn gera ....... Var ekki sama hverjum mað- ur fórnaði ást sinni, þegar hvorugur þeirra átti hana alla? — Það er heimskulegt af þér að taka þetta svona hátíðlega. Ég bið þig um að bíða Og án þess að segja eitt orð til við- bótar eða líta á hann, fór hún leiðar sinnar, og skildi Wilfrid undrandi eftir fyrir framan myndina af hinni gráðugu Evu ........ Soames stóð á gangstéttinni og horfði upp í loftið. Kúpulinn á Sankti Páls kirkjunni bar við þokufullan kvöldhimininn. Hann var í mikilli þörf fyrir að tala við einhvern, en hitti engan, svo hann hraðaði -sér gegnum mannþröngina. Hann ætlaði að vera í bænum og gista hjá Fleur og Michael. Hann var ákveðinn í því að tala alvarlega við dóttur sína .... En um kvldið var hann svo ráðvilltur að hann frestaði samtal- inu þangað til komið var að, háttum. Michael hafði farið á stjórn- málafund hjá verkamannafélaginu. Það var þá líka dægrastytting- in, gat hann ekki fundið upp á einhverju skárra að taka sér fyrir hendur? Framhald í næsta blaði. Framhald af bls. 17. gróðurinn sáu þau i svip til vinstri víðáttumikinn sjóndeildarhring bryddaðan svörtum fjöllum. Þetta voru fyrstu fjöllin sem þau höfðu séð, því þótt þau hefðu fram að þessu virzt vera að fara upp og ofan brekkur, síðan þau íóru frá ströndinni, höfðu þau í rauninni aðeins verið á leið yfir mishæðótt láglendi, þar sem á skiptust hæðir og lægðir, vatnsfarvegir og vötn. Fjöllin, sem þau sáu virt.ust ekki fjarska há og þau voru mörg og sýndust endalaus, hurfu út i buskann eins og thver tindurinn tæki við a.f öðrum, þau voru biá á gráu og grá á bláu, þar til þau hurfu út í eitt við jafnlit ský á himninum. Við fætur þeirra í forgrunni lá dalurinn útbreiddur, bleiklitaður und- ir hitamóðunni. Þetta var griðarmikið land, rólegt, kyrrt og hörmu- lega eyðilegt. Allt i einu þrúgaði þessi sjón Angelique, þvi hún fann allt í einu hve gríðaxstór sá heimur var sem hún var stödd í. Þetta var svo að segja uppgötvunin, sem skilur allt liðið eftir og slær striki yfir það, stundin þegar manninum verður ljóst hið ómögulega hlut- skipti sitt. Hún tók að efast um að hún hefði nokkru sinni verið annars staðar, að hún hefði nokkru sinni verið í hópi fólks, miðjum hópi annarra kvenna við hirðina í Versölum, hvort það væri mögu- 48 VJKAN 49. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.