Vikan


Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 24
Vikan f Marokko Á SÖGUSLÖDUM ANGELIQUE Texti; Sigurður HreiSar „Þegar þau nálguðust Fez, sáu þau ýmis merki um þá orrustu, sem þar hafði þá átt sér stað. Hrossskrokkar og mannahræ lágu þar sem þau voru komin í grábleikum sandinum. Flokkar flögrandi hrægamma köstuðu skuggum á borgina. Á gylltum borgarmúrunum draup enn blóð ð úr þrjú þúsund hausum, sem þar höfðu verið settir upp á spjótsodda, og á þremur röð- um tuttugu krossa voru enn mis- þyrmd lík óvina Mulais Ismails. Nádaunninn var svo kæfandi, að Osman Faraji kaus að halda ekki inn í borgina heldur búast til næturinnar í jaðri hennar.“ Á þessa lelð segir í annálum af Angelique hinni fögru, sem lengi hefur verið fylginautur VIKUNNAR. Aðkoman til Fez var öll á annan veg hjá okkur þremur, Elínu Tómasdóttur frá Sauðárkróki, sem vann Marokkó- ferð fyrir tvo í getraun í VIK- UNNI fyrir vænu ári, Steinunni Gísladóttur frá Vestmannaeyj- um, og þeim er þetta ritar, er okkur bar þar að garði í septem- ber síðastliðnum. Við komum frá Marrakesj, og ég sagði frá því í síðustu frá- sögn, hvað bílstjórinn okkar, Qosmane Brahim, var slakur til geðheilsunnar, þegai' við lögð- um af stað. Hann hresstist þó allur, þegar leið á morguninn, og þegar við komum í hádegisstað, sem hét Beni Mellal, var hann búinn að ná sér t'l fulls. Hann byrjaði á að aka okkur upp í fjallið fyrir ofan, að dýrðlegum reit, gerðum að mestu af manna höndum, að vísu, með fossi og fögrum gróðri. Það var óskap- lega heitt þetta hádegi, eitthvað um 46 stig, en þarna var svali frá skoppandi fjallalæknum, kyrrð og litadýrð, sem á varla víða sinn líka. Hefði ekki hann Guðmundur okkar verið svona óþolinmóður að komast í mat, hefði ég kosið að vera þarna lengi. Nú, Hótel de París var ágætur matstaður og maturinn snyrti- legur og bragðgóður. Vífilfellið þeirra þarna í Marokkó hefur sjálfsagt verið rekið með gróða þann tíma sem við vorum þar, því þrjár flöskur á mann af guða- drykknum kóka kóla dugðu tæp- ast undir þessari einu máltíð, og þjónninn, sem gekk um beina hjá okkur, var farinn að gá und- ir borð í undrun sinni yfir því, hvað yrði af öllu þessu kóki. Loftkælingin þarna inni blekkti okkur, svo við fórum út, þegar máltíðinni lauk. Það hefðum við ekki átt að gera. Hitinn inn á milli hvítmálaðra húsanna var kæfandi, eftir nokkra stund var ég orðinn veikburða í hnjá- liðunum af öllum þessum hlta. Sem betur fór, kom Guðmundur skömmu seinna, og þótt vinyl- klædd sætin í Renónum væru eins og upphituð eldunarhella viðkomu, var þó ofurlítil kæling í bílnum. Og áfram var haldið, dagleið- in þennan dag var 630 ldlómetr- ar. Við þræddum okkur norð- ur eftir vesturbrún Atlasfjalla áleiðis til Fez. Víða sást sveita- fólk á ferli eða við vinnu sín;- vinnubrögðin flest fornalda að okkar mati, en inn á ■ vélvæddir búgarðar reicnir stórmannlegu sniði. Alhyglisvert h'.'.u oóndani 1 mér að sjá, hvernig sveitafólkið á þessum slóðum gengur frá uppskeru sinni: heyið setur það í typpta galta og smyr með mykju, sem síðan þornar og verður ákjósanleg vörn fyrir vatninu, sem hér dengist ofan á regntimanum. Þegar kemur að gjöf, er mykjuskán:n rofin en búpeningurinn gengur í galtann og étur hann niður. Hálm eða korn stakka þeir í ferköntuðum knippum þannig að stakkurinn verður í laginu eins og stórhýsi með risi, það er haglegur frá- gangur. Flúsakynnin eru aftur á móti ekki ýkja beysin, leirkofar og leirkögglakofar og strákof-- eins og mannætur í teiknimyr.J- um hafast við í. Á einum stað sáum við leirkögglafrr, n: ] o;ðsiu í fullum ,i.r stungu nokkr:r na og Sniðu þá tiJ, -ag nu likasta múrstein- ’ u'-. • orikki — en aðrir drógu .t úr flaginu og röðuðu þeim i urrt til að sólbakast. Guð- i ur ,ur var furðu drjúgur að ■egia ckkur frá því sem fyrir au.^u bar hann sagði „sukr“ þegar \ fóium fram sjá sykur- 24 VIKAN 49-tbJ'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.