Vikan


Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 12.12.1968, Blaðsíða 33
leysislega, hiklaust; allt í einu fannst henni allt svo einfalt. Hún mundi enn eftir ástríðuheitum kossum hans í Arras, og þegar varir hans snertu hennar, lokaði hún augunum og andvarpaði of- urlítið. Hún vissi ósjálfrátt, að með þessum manni, sem var í senn kaldur og ástríðuþrunginn, var unaður ástarinnar óbrigðull. Hann kunni að koma maka sín- um til að gleyma öllu, stjórn- málum, fólki; öllu, vegna þess að hann hafði lært að stjórna sjálf- um sér. Koss hans var ósegjan- lega mildur, fullkomið sambland af ástríðu og sjálfsstjórn. Hvað ástarleiki snerti var hann meist- arinn, sem allar konur bíða ó- meðvitað eftir, og Catherine lét eftir sér að berast á bylgjum nautna og atlota, sem fljótlega brutu niður alla mótspyrnu. Því Philippe lét ekki staðar numið við einn koss, nú þegar hann hafði náð henni. Áður en langt um leið, bar mildur blærinn, sem laumaðist milli trjánna, burtu með sér andvörp og ástarorð, út yfir sofandi sveitina. Eina vitnið að sigri Philippes var hestur hans. Þegar Catherine skynjaði raunveruleik líkamlegrar ástar í fyrsta sinni, opnaði hún augun og starði upp í laufið yfir höfði sér. Silfurbirta nýs tungls laum- aðist ofan í rjóðrið og varpaði bjarma á alvarlegt og spennt andlit elskhuga hennar, á þeirri stundu fannst henni hann næstum yfirnáttúrulega fallegur; hún vissi ekki, að hennar eigin andlit var gagntekið af ástríðu. Phil- ippe kæfði stutt sársaukaóp hennar með kossi og andartaki seinna varð það að langri unað- arstunu. Á eftir fól Philippe andlit sitt í hári hennar og þakti það með kossum, Catherine strauk um vanga hans og fann að kinnar hans voru votar af tárum. — Ertu að gráta? — Af hamingju, ástin mín, og þakklæti. Ég hafði aldrei ímynd- að mér, að þegar þú gæfist mér, yrði það svo algjörlega og dá- samlega ... að ég yrði sá fyrsti.. Hún lagði hönd sína yfir munn hans til að þagga niður í honum. — Ég sagði þér, að eiginmaður minn hefði aldrei snert mig. Við hverju bjóstu? — Þú ert svo fögur.... Þú hlýtur að hafa orðið fyrir mörg- um freistingum .... — Ég get passað sjálfa mig, sagði Catherine með svo fallegri grettu að með henni ávann hún sér annan koss. Svo, þegar tungl- skinið féll á nakinn líkama henn- ar, reis Philippe upp til að ná í teppi, sem hann hafði bundið við söðulinn, og vafði því utan um hana, áður en hann tók hana í fangið aftur. Hann fór að hlæja. — Ég hugsaði mér, að fyrsta nótt okkar saman skyldi verða með öllum þeim ljóma og íburði, BEIIMT í MARK Húsmœður ! Óhreinindj og blettir, svo sem fítublettir, eggja- blettir og blóSblettir, hverfa á augabragði, ef notaS er HENK-O-MAT í forþvottinn eSa til aS leggja í hleyti. SiSan er þvegiS á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ Entfernt P*t«-. Kakao- SoBen-. Milch-. Eigelb- s°9ar Blutfiecken ' |st^fbssfeitteí s9h)íub-b?íf„rMeii laktn, gegen F^gchccs 49. tbl. É8 iWXIA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.