Vikan - 14.05.1969, Blaðsíða 23
var Katarunk ekki lengur til og um þrjátiu manns or tveir hestar yrðu
að þrauka af veturinn hjá Silfurvatninu.
Til þess þurftu þau skjói, yl og mat. Þau yrðu að byggja, veiða og
fiska og koma sér upp birgðum af eldiviði og fæðu.
Veturinn er langur á þessum slóðum. Angelique háði kapphlaup við
fuglana um siðustu ber haustsins. Þau ætlaði hún að nota til að sigr-
ast á hitasótt, bronkítis, verkjum og stingjum, nýrnaverkjum ....
Hún sendi Elviru og börnin af stað til að hirða allt sem ætilegt kynni
að finnast á eða í runnunum eða opnum svæðum, meira að segja villt
epli og kyrkingslegar villiperur.
Þetta virtist allt saman mjög lítið, þegar henni varð hugsað til þess
mannfjölda, sem hún Þurfti að fæða, en jafnvel þetta litla magn af
ávöxum var töluvert mikils virði, Því þegar það hafði verið þurrkað,
þyrfti ekki nema öriitið af því til að bjarga þeim frá skyrbjúgi allan
veturinn. Skyrbjúgur var hrelling sæfarendanna, en líka þeirra, sem
þurfa að Þreyia langan vetur á ókunnum slóðum. Savary hafði kennt
Angelique, meðan þau voru 'ferðafélagar, að tigna jafnvel minnsta rifr-
ildi af ávaxtahýði og treina það eftir beztu getu. Það var ekki mikið
af ávöxtum ihér um slóðir og myndi verða langt þangað til nýtt sprytti
af þessum trjám, en þurrkuð berin kæmu að góðu gagni.
Næst tíndu börnin kúmen, sveppi úr rökum gjótum, heslihnetur og
akörn handa grísunum. Því næst fengu þau það verkefni að safna hnött-
óttum völum af holtinu fyrir ofan vatnið handa múrurunum, sem unnu
að því að hækka miðreykháfinn með eldstæðunum fjórum og gera ann-
an reykháf með eldstæði hinum megin í skálanum.
Þau voru ennfremur beðin að fylgjast með vatnsbökkunum og koma
í veg fyrir að farifuglarnir rótuðu ,þar öllu upp, svo hestarnir hefðu eitt-
hvað ósnert og órifið eftir. Þau skálmuðu meðfram vatninu meiri hluta
dags og æptu að fuglunum, auk þess sem þau grófu eins konar sætar
kartöflur upp úr sandbökkunum — góðgæti, sem þau urðu að keppa
við villigæsina um.
Madama Jonas hafði tekið að sér að elda ofan í allan skarann. Dag
eftir dag sauð hún maís, beinamerg, kjöt og fisk í þremur risastórum
kötlum, sem héngu yfir frumstæðum eldstæðum. Til þess að hræra í
þeim þurfti hún sleif, sem var jafn há henni sjálfri. og á henni varð
hún að taka með báðum höndum af öllum kröftum. Hún lét manninn
sinn gera gjallarhorn úr gömlu púðurhorni, til að kalla menn til matar
með. Þess á miili var hún á þönum milli verkamannanna, þeirra sem
voru að höggva við, saga og múra, til að færa þeim öl og smáhressingu.
Kinnar hennar glóðu og augun brunnu, hún var síhlæjandi og sagði, að
sig hefði alltaf langað til að vera matselja.
Mestur hluti fisksins og -kjötsins, sem veiðimennirnir fluttu heim,
þeirra á meðal Plorimond og Cantor, fór í reyk.
Gerðar höfðu verið víðáttumiklar ristar, og undir þeim logaði dag og
nótt. Mest var reykt við sinueld.
Angelique tók að sér umsjá þessa verks, ásamt þeim Kouassi-Ba og
Eloi Macollet. Hún lá stundum daginn út á hnjánum i grasi, sem blautt
var af bióði og innyflum veiðidýranna, með ermarnar brettar upp fyrir
olnboga, önnum kafin að hluta sundur kjötskrokka, eða rista það i fín-
ar sneiðar sem Macollet hafði útbeinað, en síðan raðaði Kouassi-Ba
sneiðunum á reykristarnar. Störfin i námunni höfðu verið stöðvuð um
hrið til að sinna þvi, esm meira lá á, og gamli svertinginn. vék aldrei
frá hlið Angelique. Eins og í gamla daga, lét hann dæluna linnulaust
ganga, rifjaði upp minningar um löngu liðna daga og sagði henni frá
ævintýrum þeirra Peyracs á Miðjarðarhafinu og í Súdan, frá þeim tíma
í ævi eiginmanns hennar, sem hún hafði aðeins getið sér til um.
— Hann var ekki hamingjusamur án Madame, sagði svertinginn. —
Ojú, hann vann, hafði námur, gull. ferðalög og viðskipti við soldána,
eyðimörkina, iá, og hann hafði nóg um að hugsa og sýtti ekki. En hvað
konur snerti . . . tómt hjóm....
— Hm . . . varla trúi ég því....
—n Ó, jú, þér skuluð trúa mér, Madame. Konurnar, sem hann hafði
— það var bara líkamlegt. Hvað hjartað snerti — ekkert!
Hún hlustaði á Kouassi-Ba halda áfram i þessum dúr, meðan hún
hélt áfram að hluta sundur kjöt og sneiða það niður, jafn fimum hönd-
um og þegar hún rak krána Rauðu grímuna, útbeinaði fimlega læri
eða bóg eða hreinsaði kjöt a,f rifjum.
Eloi Macollet gaf henni hornauga út undan sér. Hann dauðlangaði
að geta gagnrvnt aðferðir hennar, en sá enga gilda ástæðu til þess.
—i Ekki veit ég hvað skal halda, sagði hann. — Maður skyldi halda,
að þú hefðir alla ævi alið manninn í wigwam.
Angelique laut yfir verk sitt, augun rauð af reyk en hendurnar af
blóði; hún lét ekkert glepja fyrir sér við störfin. Hver stakkurinn eftir
annan af reyktum kjötsneiðum, hvarf ofan í körfur fléttaðar úr birki-
berki og grasi og hver karfa táknaði einn málsverð enn, einn dag enn
sem þau myndu lifa....
Hindir, hirtir og rábukkar voru dregnir yfir slétturnar þaðan sem
unnið var á þeim, og þegar heim kom var þegar brugðið beittum hnífum.
Eitt kvöldið var komið heim með bjarndýr, sem Florimond hafði
drepið með því að hlauna upp á bakið á því og keyra í það hníf sinn.
1 fyrstu stungunni hafði hann misst af banakringlunni og en reyndi
hann aftur og framar. Þá skar hann sundur hálsslagæðina og varð það
bani bangsa.
—• Aldrei hef ég heyrt, að neinn hafi áður drepið bjarndvr á þennan
hátt, sagði Nicolas Perrot. En Florimond gerði yfirieitt fátt á venju-
legan hátt. Eh hann slapp með rifna treyju og yfirborðsskrámur á
bringunni eftir klær bersa.
Angelique lagði kaldan bakstur á óharðnaða bringuna. meðan Flori-
mond sagði henni ævintýri sitt í smáatriðum og hakkaði i sig steiktan
kalkúnvæng. Ótrúlegt afl Florimonds hafði þegar gert hann að eins
konar goðsagnaveru á þessum slóðum. Nýlendubúarnir dáðu vfirburð-
ina, og Florimond var i þann veginn að verða „sterkasta ungmennið í
Norður-Ameríku“. Angelique leit á hann stoltum móðuraugum og flaug
i ;hug, hvað hann var pasturslítið ungbarn.
Þau bræddu bjarnarfituna til að eiga á lampana, og sútuðu hjarnar-
feldinn til að eiga eina ábreiðu í viðbót, þegar veturinn gengi fyrir al-
vöru í garð.
Nú nálgaðist hann óðum. Stundum gerði hörkulegar rokgusur, sem
þutu yfir trén, hristu þau til og tættu af þeim siðustu, rauðbrún laufin.
Skógurinn hafði breytzt úr rauðu í bleikt, úr bleiku i rauðblátt, og nú
var hann orðinn grár. Ávalir tindar Appalachianf jalla, klæddir eikum og
furum, bjuggu nú y.fir daufum bjarma síðhaustsins.
Skógurinn ilmaði ekki lengur af brumberjum og villtu lífi. Loðdýrin,
birnirnir, refirnir og múrmeldýrin voru tekin að skríða í hýði, ekkert
var eftir annað en daunninn af sveppum og mosa, af dauðu laufi og
berki, fyrsta, beiska vetraranganin lá í loftinu.
Á hverju kvöldi varð sífellt meira og meira um farfugla, einkum end-
ur og gæsir, sem settust á tjarnir og vötn. Allan daginn var himinninn
dimmur af þeim, og og þessir fuglar höfðu allt látæði slóðans, sem á
síðustu stundu reynir að vinna upp glataðan tíma. Það var ómögulegt
að hrekja þá burt af graslendinu lengur, og einn daginn varð Angeli-
que, með staf að vopni, að verja Honorine fyrir árás hrikastórrar,
hvítrar, svartrar og grárrar helsingjagæsar.
Hún var djúpt hugsi, meðan hún dró hræið af fuglinum til Madame
Jonas, svo hún gæti matreitt það handa fólkinu. Hún hugsaði um það,
hve gæsafita gæti komið sér vel ef einhver veiktist yfir veturinn; úr
henni mátti gera bakstra við lungna'veiki, smyrsl til að leggja við bruna-
sár, og henni varð hugsað til þess, hve gott væri að fá gómsætt villi-
fuglakjöt við og við til tilbreytingar frá þurrkaða kjötinu. Gátu þau
ekki veitt eitthvað af þessum vatnafuglum, sem þau höfðu i svo ríkum
mæli fyrir augunum, og varðveitt þá til komandi daga? Hvernig átti
hún að fara að því? Hún velti þessu mikið fyrir sér. Hún átti ríkulega
af bjarnarfitu. Smám saman datt henni í hug, að hún gæti þakið hvern
fugl með bjarnarfitu á sama hátt og gert var heima í Charentes og
Perigord í Frakkiandi til þess að varðveita gæsakjöt.
Joffrey de Peyrac varð ánægður með hugmyndina, og staðfesti, að
fitan myndi vernda fuglana frá skemmdum af völdum andrúmsloftsins.
Til frekara öryggis ráðlagði hann að reykja Þá örlítið, áður en þeir
væru kaffærðir í fitunni. Til að geyma þá i voru teknar þvagblöðrur
í elgskúm og birnum, en þvílík ílát voru mikið notuð meðal veiðimanna
vegna Þess, hve mikið rúmaðist í þeim. Gerður var kofi til að geta
reykt fuglana i meiri flýti og hann fylltur af einiviði.
Á hverju kvöldi fór hópur manna með lurka að vopnum niður að
vatninu og þá varð mikið fall í liði fuglanna, þvi með þeim hætti ein-
um getur maðurinn tryggt sér líf, að hann taki líf dýranna.
Þegar heim kom með veiðina, settust konurnar við að reita af þeim
fjaðrirnar, þangað til þær voru orðnar sárar á fingrunum, fara innan
í fuglana, binda þá upp og höggva af þeim hausa og lappir. Börnin voru
á hlaupum til og frá, komu fuglunum fyrir á ristunum í reykkofanum,
en morguninn eftir voru þeir teknir þaðan aftur, hæfilega reyktir, sett-
ir i hinar dýrmætu blöðrur og bráðinni fitu rennt yfir. Þegar ekki voru
lengur til blöðrur, voru notaðar skálar gerðar úr berki, viði eða tágum.
Þegar Þær voru ekki lengur fyrir hendi, voru meira að segja saumað-
ar litlar skjóður úr hindarhá.
Börnin höfðu safnað saman svo miklum einiviði, að þau voru blóð-
risa um allar hendurnar, og Angelique vogaði ekki að líta á sínar eigin
hendur. Þær voru hörmulegar; grófar, grómteknar og sárar.
Ilmurinn af reyktu kjöti grúfði yfir dalnum og blandaðist saman við
angan nýhöggvins viðar.
Að fjarlægustu bökkum vatnsins barst þefurinn af trjákvoðu, grasi
og þyrnirunnum, af blóði og kjöti villtra dýra.
Þarna var maðurinn augljóslega setztur að.
Fáeinir Indíánar, sem áttu leið um Appalaohian slóðina, veðruðu þessa
óvenjulegu lykt og stefndu í áttina til hennar.
Þetta voru hirðingja-Indiánar, ferðuðust farangurslaust, einmana fjöl-
skyldur á leið til einhvers vatns, þar sem veiða mætti ,fisk og bifur yfir
veturinn. Þeir þræddu hæðaslóðina o,fan við vatnið og áður en þeir
héldu áfram suður af. gægðust þeir forvitnir fram á milli furanna,
störðu niður á mannabyggðina við Silfurvatn, sem endurómaði af axar-
höggum. undir blárri reykjarmóðu, sem liðaðist upp úr litlum kofa.
Ætluðu fölandiitin að reyna að dvelja þarna um veturinn? spurðu
Indíánarnir hver annan. Þau voru of mörg. Þau hlutu að vera vitstola.
Þau mundu deyja. Staðurinn var tabú. Og þau voru með furðulegar
skepnur með sér, sem reikuðu um vatnsbakkann. Ekki voru þau elgs-
dýr, og ekki voru það vísundar. . . . Eitthvað þyrftu skepnurnar líka að
éta. Og hvað ættu þær að éta um veturinn? Indíánarnir urðu smeykir
og flýttu sér í burtu. af þessu gat ekkert gott hlotizt....
Svo einn morguninn, þegar Angelique var sem oftar að skera kjöt,
fann hún þungan hramm lajgðan á öxl sér. Hún leit upp. og þekkti að
þar var kominn Mopuntook, höfðingi Metallakkarna.
Hann var tígulegur sem ætíð fyrr, en hálfnakinn þrátt fyrir napran
kuldann, og hann gaf henni merki um að rísa á fætur og fylgja sér.
Fyrst leiddi hann hana með sér niður á bakka fyrsta vatnsins. snert.i
sandinn, smakkaði nokkrum sinnum á vatninu rétt við bakkann og sömu-
loiðis lít.lu lindinni, sem myndaði lón við bakkann áður en hún rann út
í vatnið. Kristalstært vatnið var brúnleitt, iikt og sumar gerðir stein-
kristalia sem eru dökkar, þótt þær séu algagnsæjar. Þetta var vatn of-
an úr fenjunum, og kallað jarðvatn, enda vatn sem heíu- síazt gegnum
jörð.
Þetta var ákjósanlegt vatn til fataþvotta.
Angelique skildist, að Mopuntook væri að leita eftir því, hvort hún
væri ánægð með það vatn. sem hún hafði yfir að róða. Hún kinkaði
kolli nokkrum sinnum til að sýna, að svo væri.
Þá leiddi hann hana lengra í burtu, upp á hæð og niður hinum meg-
in, en nam staðar í hvert skipti sem á vegi þeirra varð tjörn. lækur
eða lind.
— Ware. ware, sagði hann, og átti við vatn. Það fór ekki hjá því, að
Angelique lærði að minnsta kosti þetta orð af Abenakamáli!
Þegar lengra kom, rákust þau á mjög tært vatn, sem bar miög sterk-
an kalkkeim. Slæmt vatn. Angelique hristi höfuðið og lézt skyrpa, til
merkis um, að þetta væri ódrekkandi. Enda þurfti ekki annað en sjá
það. til að þekkja að svo var.
Mopuntook lét ánægiu sina i Ijósi svo ekki varð um villzt. Hvíta kon-
an hafði vatnssmekk! Þau héldu áfram göngu sinni og rákust á rauð-
leitt mvrarrauðvatn. gruggugt að visu og ófélegt, en sérlega bragðgott.
Þau héldu lengi áfram, og siðla daes sýndi hann henni næstum ósýni-
lega lind í litlu rjóðri; vatnið gusaðist fram undan kletti, en hvarf
næstum þegar I stað ofan í gljúpa jörð. Þetta var hljóðlát. sírennandi
uppspretta úr iðrum jarðar. lind með vatni, sem minnti á grængresi.
FramhaM á bls. 47.
»• tbl- VTKAN 2f5