Vikan - 14.05.1969, Blaðsíða 36
*■
RAFHA-HAKA 500 er bérstak-
lega hljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
*
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum börnum og
unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytivindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin að tæma
vélina.
V________________________________
ingjuna. 1931 hitti hún á Frönsku
rivierunni mann, sem varð þriðji
elskhugi hennar. Hann var
brezkui' og af geysi tignum ætt-
um. Hann bar titilinn hertoginn
af Westminster og var frændi
Viktoríu drottningar. Auk þess
var hann í hópi ríkustu manna í
Evrópu. Hann átti stórar lóðir og
byggingar í hjarta Lundúnaborg-
ar og höll úti á landsbyggðinni.
Skemmtisnekkja hans „Flying
Cloud“ lá ár hvert í Monte Carlo.
Á sumrin dvaldist hann í fleiri
vikur á Malta, en á vetrum var
hann í Cap Martin, þar sem hann
átti einbýlishús með 40 herbergj-
um.
Hann hafði verið kvæntur
tvisvar sinnum, en skildi við
báðar konurnar. Hann varð svo
ástfanginn af Coco, að hann gat
varla afborið einn einasta dag,
án þess að heyra eitthvað frá
RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aðeins gœtið þess að nota rétt þvcttakerfi,
þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottakerfin eru:
1. Ullarþvottur 30°
2. Viðkvæmur þvottur 40°
3. Nylon, Non-Iron 90°
4. Non-Iron 90°
5. Suðuþvottur 100°
G. Heitþvottur 60°
7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°
8. Heitþvottur 90°
9. Litaður hör 60°
10. Stífþvottur 40°
11. Bleiuþvottur 100°
12. Gerviefnaþvottur 40°
Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu.
henni. Venjulegar póstsamgöng-
ur voru alltof hægfara fyrir hann.
Hann var svo óþolinmóður, að
hann réði til sín fjóra sendimenn,
sem hann lét fljúga með bréfin
fram og aftur.
Þrátt fyrir auðævi sín var hann
lítillátur og sparsamur á sumum
sviðum. Hann ók til að mynda
aldrei í nýja Rolls Roysinum
sínum, af því að honum fannst
hann „alltof nýr og gljáandi".
Hann klæddist ekki litríkum
sportfötum, þótt hann færi til
Monaco eða Cannes. Og þjónarn-
ir urðu að fara með skóna hans
til skósmiðs til að láta gera við
þá.
— Hvers vegna skyldi ég kasta
þeim, fyrst hægt er að gera við
þá, svo að þeir verði næstum
jafngóðir aftur, sagði hann eitt
sinn við Coco.
Hún var hamingjusöm með
honum. Henni hafði aldrei geðj-
ast að mönnum, sem gerðu í því
að vera glæsilega klæddir. Hún
kallaði þá „menn sem klæða sig
eins og konur“. Þessi þöguli og
hógværi Englendingur féll henni
betur í geð en nokkur annar
maður, sem hún hafði kynnzt í
seinni tíð. Hún talaði við hann á
blendingi af ensku og frönsku.
Hann vildi ekki að hún lærði
ensku.
— Það er gott, að þú skulir
ekki skilja mikið í ensku, sagði
hann eitt sinn hlæjandi við hana.
— Þér mundi blöskra, ef þú
skildir allt það sem blaðrað er
um okkur.
Og fólk blaðraði meðal annars
um það, að hann væri alveg bál-
skotinn í henni og vildi kvæn-
ast henni, en hún vildi það hins
vegar ekki og útskýrði það á
þennan hátt:
— Það hafa verið til margir
hertogar af Westminster, en bara
ein Coco Chanel!
En þessi saga er uppspuni frá
rótum.
— Svona smekkleysu gæti ég
aldrei hafa sagt, segir hún. —
Þetta er argasta slúður og hel-
ber ósannindi.
Hún elskaði hann, en tízku-
drottningin vildi ekki gera her-
togann að kóngi sínum. Hún gift-
ist honum aldrei og leiðir þeirra
skildu, því að hertoginn vildi
eignast barn og konu, sem helg-
aði sig því og heimili þeirra.
— Hann skildi mig ekki, segir
Coco. — Hann gat ómögulega
skilið, hversu starf mitt er mér
lífsnauðsynlegt. Hann var of rík-
ur og vildi eignast barn með
mér. En ég átti þegar mitt barn
fyrir: tízkuhúsið Chanel.
Tízkuhúsið hennar var orðið
fremst í sinni röð í öllum heim-
inum. Frá Bandaríkjunum barst
henni boð um að koma og veita
Oscarsverðlaununum viðtöku
fyrir starf sitt.
■—■ Guð minn góður! Og ég sem
á ekkert til að vera í, hrópaði
Coco upp yfir sig, þegar henni
barst boðið. Og í fyrsta skipti í
langan tíma teiknaði hún nokkra
kjóla handa sjálfri sér. Síðan
flaug hún til Los Angeles til að
taka við verðlaununum. Greta
Garbo tók á móti henni og henni
var mikill sómi sýndur hvar sem
hún kom í Bandaríkjunum.
Þegar síðari heimsstyrjöldin
brauzt út, varð Coco að hætta
starfsemi sinni. Hún bjó í mörg
ár í Sviss. Og jafnvel, þegar
stríðinu var lokið, fór hún ekki
aftur til Parísar. Var ferill henn-
ar þar með á enda?
Það tók hana fimmtán ár að
ákveða, hvort hún ætti að hefja
starfsemi sína að nýju og taka
aftur upp þráðinn þar sem frá
var horfið. Það var ekki fyrr en
1954, sem hún opnaði aftur gamla
tízkuhúsið sitt í Rue de Cambon.
En nú var hún ekki lengur ein
í tízkuheiminum. Nú þurfti hún
að hefja samkeppni við unga og
dugmikla menn: Balenciaga,
Schiaparelli, Givenchy, og síðast
en ekki sízt Christian Dior, sem
hafði komið fram með beinu lín-
una sína. Coco hafði megnustu
fyrirlitningu á allri framleiðslu
Diors.
— Hann klæðir konurnar, eins
og þær séu hægindastólar, sagði
hún eitt sinn við blaðamenn.
Hún fordæmdi harðlega tízku
Diors og allir biðu með óþreyju
eftir að sjá henanr eigin nýju
og endurvöktu tízku. Þegar hún
leit loksins dagsins ljós, sætti
hún harðri gagnrýni. Hún fékk
hraklega útreið hjá sumum gagn-
rýnendum. Þeir sögðu, að sýning
Coco Chanel hefði ekki verið
annað en „allir þessir kjólar, sem
við höfum séð svo oft áður“.
Hin slæma gagnrýni varð að-
eins til þess, að Coco var ákveðn-
36 VIKAN 20- tbl-