Vikan


Vikan - 22.04.1970, Qupperneq 19

Vikan - 22.04.1970, Qupperneq 19
henni tóninn. Hún heyrði ekki einu sinni hvað þeir sögðu. Milly hugsaði aðeins um eitt: Hverju átti hún að klæðast annað kvöld? í huganum sá hún skrautklæddar greifafrúr, alsettar skart- gripum, — og hún bar það saman við fá- tæklega kjóla sína. Við eina Dónárbrúna heyrði hún karl- mannsrödd bak við sig: — Millý, heyrðu Millý! Bíddu svolítið! Hún nam staðar og leit aftur. Ungur, grannvaxinn maður kom til hennar. Hann var klæddur svörtu slái, með barðastóran hatt á höfðinu, og lét börðin slúta fram yfir andlitið. Þetta var dr. Ernö Buday. Hann var blaðamaður og einn af forsprökkunum í hópi byltingarmanna. Eftir því sem Milly vissi bezt, var dr. Bu- day foringi í hóp sem stóð fyrir baráttunni um aðskilnað Austurríkis og Ungverjalands, og vildu afnema konungdæmið. En Milly hafði engan áhuga á stjórnmálum. — Ég verð að tala við þig Milly. Buday greip í handlegg hennar. — Hvað er það, Ernö, hvað viltu? Milly hafði alltaf einhvern beyg af Ernö Buday, vegna þess hve æstur hann var og ósveigjanlegur í skoðunum. Hún hafði þekkt hann lengi. Hann var fastagestur í vínstofunni, sem móðir Millyar rak og var kölluð „Tokaytunnan“, og þar var mótstaður byltingamannanna. Milly vissi að hann var ástfanginn af henni, en hún vildi láta sem hún vissi það ekki. Hún var ekki hrifin af honum. — Komdu, félagarnir bíða, tautaði Buday og dró Milly með sér. — Ég sá þig í leikhús- inu. Það er nú meiri viðbjóðurinn að koma fram svona hálf nakin, fyrir framan þetta pakk; letingja og sníkjudýr! Skammastu þín ekki? — Þér er ekki sjálfrátt, sagði hún fok- vorid. — Hversvegna ætti ég að skammast mín? Ég er dansmey! --- Dansmey, o, svei! Hann hló hæðnislega. ■— í hinum alræmda dansflokki Bertu Lindt, með stúlkum sem koma fram jafnt í rúmum aðalsmannanna og á sviðinu. Átt þú heima meðal þeirra? Hvað ertu þá sjálf? Hún rauk upp. — Ég er sama Milly Stubel, sem þú hefir þekkt! Ég geri ekki neitt ósæm- andi! Og hvað hinar gera, kemur mér ekki við. — Þú. verður að hætta þarna, urraði hann milli þunnra varanna. — Annars verður þú eins og þær! Stúlkur eru venjulega dæmdar eftir þeim sem þær umgangast! — Nei, hættu nú! Ég haga lífi mínu eftir eigin viid. Hugsaðu um byltinguna þína og láttu mig í friði! Þau voru nú komin að vínstofunni. Milly reif sig af honum og þaut í gegnum veitinga- stofuna, sem var dimm af reyk. Þetta var ferköntuð stofa í ungverskum stíl. Neðan í loftbjálkunum héngu þurrkaðar maísstengur, fléttaðir hálmkransar og þurrk- aðir, rauðir paprikubelgir. Fléttur í ung- verskum litunum prýddu veggina. Móðir Millyar sat við skenkiborðið og gluggaði í reikninga sína. Dökkur hárlokk- ur hékk fram á ennið. Hún var mjög dökk yfiriitum og ákveðin á svip. Hún leit upp og brosti til Millyar, en hélt áfram vinnu sinni. Milly lyfti hendinni í kveðiuskyni, en flýtti sér inn á herbergi sitt, við hliðina á skenki- borðinu. Smám saman sljákkaði reiðin í Milly. Hún lá í rúminu og horfði upp í loftið. Herbergið hennar var lítið en vinalegt, með rósóttu veggfóðri og snotrum húsgögnum. Hún ákvað með sjálfri sér að hugsa ekki meira um Ernö Buday. Svei, hve þetta var heimskulegt. Hversvegna gat hann ekki séð hana í friði. Það hlaut að vera eingöngu vegna þess að hann var heimagangur hjá móður hennar, sem hélt mikið upp á hann. Líklega var honum hlýtt til hennar á sinn hátt. En hugsunin ein um að giftast slíkum manni var henni mikið á móti skapi, jafnvel þótt hún vissi að móður hennar var það hugleikið. Hugur Millyar hvarflaði að samkvæminu hjá Makart; hún gat ekki skilið hversvegna henni var boðið. Hvernig gat frægri dansmær dottið í hug að bjóða svona ungri stúlku með sér? Berta Lindt hafði yfirleitt aldrei skipt sér neitt af Milly. Hún sá fyrir sér um- sagnir blaðanna: ... greifafrú Czernin, kon- ungleg hirðleikkona Charlotte Wolter, frök- en M'illy Stubel, ballettdansmær við Vinar- leikhúsið. En svo heyrði hún rödd Ernö Budays gegn- um vegginn, bitra og ákveðna. Milly talaði ungversku og pólsku jafnvel og þýzku. Hún var alin upp í austurrískri fjölskyldu, þar sem meðlimirnir voru af mörgum þjóðar- brotum. Hún hafði lítinn áhuga á málefnum þeirra og tók aftur til við að hugsa um hvað hún ætti að fara í annað kvöld. Hún heyrði að Ernö Buday sló í borðið. — Ef þetta skeður, vinir mínir, ef Rudolf krónprins verður kóngur í Ungverjalandi, þá hefir margra ára barátta okkar verið til einskis. Þessi stjórnarbylting mun hafa í för með sér visst frelsi, sem ungverska þjóðin lætur sér nægja. En þetta má ekki ske, vinir mínir! Við höfum ekki þörf fyrir frjálslynd- an konung í Ungverjalandi. Við þurfum á óánægðu fólki að halda, annars fáum við aldrei raunverulegt frelsi! Hinir mennirnir, sem þarna voru saman komnir, litu á foringja sinn. Flestir voru greindir, en öfgakenndir stúdentar, en þó voru nokkrir eldri menn meðal þeirra, og tveir voru Dónárskipstjórar, — að minnsta kosti voru þeir í einkennisbúningi þeirra. — Krónprinsinn er rola, sem ekki hugsar um neitt annað en konur, sagði einn, þybb- inn og skeggjaður náungi. — Ég get ekki imyndað mér að þessi úrkynjaði drengur þori að stofna til byltingar gegn föður sínum. Ernö Buday rauk upp. — Láttu ekki glepj- ast, Istvan! Það getur verið að hann sé úr- kynjaður kvennamaður, eiturlyfjaneytandi og ýmislegt annað! Hann sjálfur er ekki svo hættulegur. En að baki hans stendur Jóhann Salvator erkihertogi, frændi hans og vinur. Greindasti maðurinn í allri Habsborgar fjöl- skyldunni. Það er hann, sem er driffjöðrin í þessu öllu. Framhald á bls. 41 17. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.