Vikan


Vikan - 22.04.1970, Page 23

Vikan - 22.04.1970, Page 23
Jack London lét þaS ekki á sig fá, þótt Japanir gerðu þaS sem þeir gátu til aS bægja öllum frétta- riturum frá víg- völlunum... Larsen“, ef liann færi ekki til sjós. Hann lét skoða „The Spray“ og sendi vini sínum, Cloudsley Johns rithöfundi, ferðapeninga. Þeir héldu svo tveir á haf út og tóku stefnu á mynni Sacramento-árinn- ar. Á morgnana unnu þeir að ritstörfum, en eftir hádegi syntu þeir, skutu villiendur eða fiskuðu. Jack gleymdi brátt áhyggj- um sinum og skrifaði 1000 orð af „Úlf Larsen“ á hverj- um morgni. En dag nokkurn fékk hann bréf frá Bessie um að eldri dóttir lians, Joan, hefði fengið taugaveiki. Hann sneri undir eins heim á leið og sat sleitulaust við sjúkra- beð dóttur sinnar, af ótta við að hún mundi deyja. Þegar henni elnaði stöðugt sóttin, varð Jack sannfærður um, að stund reikningsskilanna væri komin. Hann sór við allt heilagt, að hann skyldi fórna ást sinni og snúa aftur til heimilis síns, ef barnið yrði frískt aftur. Blöðin til- kynntu, að þau hjónin hefðu sætzt heilum sáttum við sjúkraheð dóttur sinnar. En þegar Joan fór að batna, gleymdi hann eiði sínum, og skömmu siðar er hann aftur kominn um borð í „The Sprav“. í lok október var „Þegar náttúran kallar“ sú þriðja á listanum yfir þær bækur, Stríðsfréttaritarar vcrða að gcta unn- ið við hin erfiðustu skilyrði — og það gat Jack svo sannarlcga. Sitjandi inn- an um ferðatöskur og alls konar dót skrifaði hann grelnar sinar. Jack London sýnir hermönnum frá Kóreu vegahréf sitt, Jicgar hann kcmur til Ping-yang. Engum öðrum fréttaritara tókst að komast svo langt norður. I’ar var honum varpað f fangelsi, af því að hann hafði komið til vfgstöðvanna f leyfisleysi. sem bezt seldust í 'Ameríku. f nóvember lcom „1 djúpum stórborgarinnar" út og fékk næstum einróma lof. Bitdóm- ararnir fullyrtu, að þótt Jack London hefði aldrei skrifað annað, ætti hann skilið að verða frægur. .Tafnvel ensku blöðin viðurkenndu, að eng- um hefði tekizt að komast i svo náin kynni við fátækra- hverfi Lundúnaborgar, þó að þau jafnframt ásökuðu hann um ýkjur. Jack hafði sent Brett út- gefanda sínum fyrri lielm- inginn af „Úlf Larsen“. Brett varð svo hrifinn, að hann sendi hann strax til „The Century Magazine“ með beztu meðmælum. Þegar Jack frétti hvað Brett hafði gert, hristi hann liöfuðið. Honum fannst óliugsanlegt, að „The Century“ mundi þora að birta eins bituryrtar raunsæisbókmenntir og „Úlf Framhald á bls. 49. 17. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.