Vikan


Vikan - 22.04.1970, Page 26

Vikan - 22.04.1970, Page 26
HUGSAO Á HUNGUR Skírdagur 26. marz 1970; klukkan 13.00 Samkvæmt dagskrá átti að setja Hungurvökuna klukkan 11 í morg- un, en ýmissa hluta vegna dróst það til klukkan hálf tólf. Hér eru um það bil 200 manns, karlar og konur á öllum aldri, en mest er þó að fólki úr menntaskólunum og há- skólanum. Einn af framámönnum hér sagði mér fyrir nokkru að þeir gerðu sér vonir um að fá allt að 400 manns hingað, en bersýnilega hafa það verið gyllivonir. Mér hef- ur skilizt að hér séu ekki nærri allir sem voru hér í fyrra — en þá ku hafa verið eitthvað um það að fólk væri með súkkulaðibita með sér og annað þessháttar. Nú er hádegis- verður í vatni, allir í kringum mig eru að sötra vatn úr pappaglösum, en enginn virðist hafa hug á að draga upp nestið. Fólk gerði tölu- vert af því að hlæja að mér þegar ég sagðist ætla að fara hingað og kvaðst nú aldeilis vita það að menn fengju sér bita þarna sem annars- staðar, en ég hef ekki trú á því. Ef ég kemst að því, þá skal ég viður- kenna að ekki fylgir hugur máli hjá viðkomandi. Við setninguna töluðu Guðmund- ur Alfreðsson, formaður HGH, Ein- ar Magnússon, rektor skólans sem við höfum nú lagt undir okkur, Margrét Guðnadóttir, prófessor, sem hér ætlar að vera allan tímann og æskulýðsfulltrúi, séra Jón Bjarman, sem hér verður líka allan tímann ásamt Hönnu konu sinni. Núna, Þrjú á palli skemmtu ásamt Jónasi Árnasyni á kvöldvöku. klukkan kortér yfir eitt verður sam- koma á sal, þar sem þátttakendum verður skipt í umræðuhópa og um- ræðustjórar kjörnir. Klukkan 15.00 Eg fór í umræðuhóp sem talaði um hjálparstarf kirkjunnar, undir leiðsögn séra Jónasar Gíslasonar, framkvæmdastjóra þess starfs og sóknarprests í Kaupinhöfn. Það fór sem mig hafði grunað, að fólk al- mennt hefur heldur lítinn áhuga á kirkjunni og málefnum hennar og því voru umræður daufar. Hitt er annað mál, að ég hef trú á að kirkj- an sé á fullkomlega réttri braut í þessu starfi og sannast það bezt á Séð yfir salinn í MT á málfundinum. Þarna má meðal annarra sjá biskup- inn ásamt syni sínum, prófessor Jó- hann Hannesson og Geir Vilhjálmsson. því að þeir eru hættir að hiæja sem hæst er gerðu það þegar Flughjálp var stofnað. Okkur var uppálagt að semja ályktun, en þar sem lítið varð um beinar umræður — timinn fór svo að segja allur í það að spyrja séra Jónas út úr — og allir voru ánægðir með það sem gert er í hjálparstarfi kirkjunnar, var engin ályktun samin. Þessar „sessionir" áttu að standa til klukkan fimm eða sex, en við erum hreinlega búin. Húsvörðurinn hér í skólanum er að baka pönnu- kökur í íbúð sinni; pönnukökuilm- inn leggur um allt hús og mér er að detta í hug að pönnukökur með rjóma sé í rauninni ágætis fæða. Góður kunningi minn spurði mig um daginn hvers vegna í ósköpun- um við værum að rembast við að hjálpa þessum „villimönnum" þarna i Afríku; þeir höfðu það einu sinni ágætt, átu hvor annan og lifðu sæl- ir og óspilltir í sinni svörtu fáfræði. Þessi spurning var lögð fyrir séra Jónas og hann svaraði eitthvað á þessa leið: — Spurningin er ekki um það hversu mikinn mat við eigum að senda þessum meðbræðrum okkar, slíkt er heldur óæskilegt nema í neyðartilfellum, heldur er þetta spurning um hvernig við getum bezt kennt þeim að hjálpa sér sjálfir. Okkur er öllum skylt að miðla af þekkingu okkar til þeirra sem hana í hléum lásu menn, lágu, sátu eða sváfu — þessi reynir að gera flest af þessu í einu. hafa ekki. Og það má vel vera að þeir séu ekki ánægðir með það að við viljum vera að troða okkar menningu og lífsvenjum inn á þá, en gerum skoðanakönnun meðal 6 ára barna um það hversu mörg þeirra vilja fara í skóla — þau yrðu ekki svo mörg. Og mér segir líka svo hugur um að það hafi ekki allir þeirra verið ánægðir með lífið þarna áður en við, hvítu mennirnir, kom- um þar — allavega ekki þeir sem voru étnir. Klukkan 17.00 Flestir umræðuhóparnir eru nú að Ijúka störfum og fólk tekur því ró- lega í augnablikinu; situr i smáhóp- um og rabbar saman, les eða syng- ur við gítarundirleik. Biskupinn 26 VIKAN 17- tbI-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.