Vikan


Vikan - 22.04.1970, Page 30

Vikan - 22.04.1970, Page 30
RflUOD HERBERGID Eftir nokkurt málhlé hélt lögfræðingurinn áfram: „Pabbi sagði mór, að Aline hefði stillt sig inn á að verða piparjómfrú, og þótt um væri að ræða eign stjúpföður yrðar tók hún heimilið að sér. Frank var endurráðinn á búgarðinn. Tveir bræður Aline bjuggu þar líka, en samkomulagið var víst ekki sérlega gott. Svo kvæntist stjúpfaðir yðar, og sama gerði Leland Kensington, og eins og þér vitið, er Jim fæddur í þessu húsi." „Og svo dó Georgia, systir Jims? Ég hef heyrt, að hún hafi fæðzt bækluð og sé nú dáin." „Ég þekki lítið til þess arna. Kensington-fókið talar ekki um það, og ég var ungur á þessum árum. Það var rétt eftir að Georgia fæddist, að stjúp- faðir yðar stofnsetti sjóðinn. Jim fæddist fimm árum seinna. Þegar mamma hans gekk með sitt þriðja barn dó hún af slysförum. Og nokkrum árum seinna dó pabbi Jims." „Mér hefur skilizt, að fyrri kona stjúpföður míns hafi framið sjálfsmorð með því að kasta sér niður úr turni eða svölum," sagði Lori. „Ég hélt þér hefðuð ekkert heyrt um þetta. En það er rétt. En ástæðuna get ég ekki sagt yður. Aline var sú eina, sem heima var, þegar það gerðist. Var að æfa sig á píanóið. Oll fjölskyldan er mjög músikölsk." Ottalegri hugsun sló niður í Lori: Það gat þá hafa verið Aline sem lék á píanóið, þegar Mary féll niður af svölunum, það þurfti ekki að hafa verið Jim. „Eruð þér að reyna að leika leynilögreglumann, Lori? Það er enginn lagalegur vafi á, að Mary Kensington datt vegna slyss. Það hefur aldrei verið gerð nein rannsókn varðandi dauða Louise Kensington ellegar konu Lelands, Helenar." „Jim lætur sér detta f hug annað og hryllilegra," svaraði Lori. „Og hann er mjög hugdapur. Það er eins og hann hafi samvizkubit af ein- hverju. En ég er sannfærð um, að hann þarf ekki að kenna sér um neitt. Ég hélt, að ef ég fengi vissar upplýsingar, gæti ég hjálpað honum, — gefið honum vonina aftur." „Eruð þér hrifin af honum, Lori?" Lori drúpti höfði og féll í lágan grát. „Já .... en hvað á ég að gera? Þér vitið, hvað hann varð sinnulaus eftir að Mary dó." „Jim er eins og margir af þeirri ætt, gjarn á að dylja hug sinn. En ég er viss um, að vilji hann ekki endurgjalda ást yðar, hefur hann ástæðu til þess. Ég vildi óska að ég gæti hjálpað yður Lori." „Það er ein spurning enn: Hvernig kona er Peggy Seldon?" „Mér datt í hug, oð þér munduð minnast á hana," svaraði hann. Hún er mjög geðfelldur kvenmaður. Hún hefur ekki baðað f rósum, og það er raunar henni sjálfri að kenna. Það eina, sem sagt er jákvætt um hana í þorpinu, er að hún komi vel fram við Aline, — og Jim eftir að Mary dó. Því ekki að láta þar við sitja?" Eftir þetta töluðu þau lítið eitt um sjóðinn, áður en Lori kvaddi. Það hafði tekið styttri tíma að tala við Joel en hún hafði talið, svo hún ákvað að skoða sig um í Ardmore til að jafna sig. Hún kom að kirkju- garðinum og gekk þar inn. Fljótlega sá hún grafreit Kensingtonættarinnar, grafir þeirra Lelands og Helenar og einnig Louise Kensington, en hvað mikið sem hún leitaði, sá hún engan stein sem á stóð Georgía Kensington. . Þegar hún hitti Jim aftur við leigubflinn, sagði hún honum ekki frá heimsókn sinni til krkjugarðsns, því hann var í svo góðu skapi. Er þau voru komin gegnum hliðið, sagðist hann vilja loka því, ekki væri vfst, að Frank hefði heyrt í „Gömlu Betsy", en svo nefndi hann bíl- inn. A meðan Jim skrapp út lagaði Lori til pakkana, sem hún var með, en allt í einu kom hreyfing á bílinn og hún sá skeggjað andlit Franks gegnum afturrúðuna. Hann glotti illskulega og bíllinn rann af stað. Hún æpti upp af hræðslu. En bíllinn rann að vegarbrúninni. Hún heyrði Jim hrópa bak við bílinn. Henni tókst að stöðva vélina, en bílinn hélt áfram móti trjánum. Hún greip þá í stýrið og einhvernveginn tókst henni að sveigja bílnum frá trjánum, en nú stefndi bíllinn á húsið. Lori sleppti stýrinu og brá höndunum upp að andlitinu til verndar sér. Svo heyrðist brestur, og Lori kastaðist tii. Loks stanzaði bíllinn. Sn Lori sat kyrr og í hnipri, og þegar Jim kom sprengmóður og reif upp hurðina, var hún hvumsa og góndi á hann. Hann greip hana í sterka armana. „Hann gat hafa dauðrotað þig, gamli skröggurinn!" stundi hann upp „O Lori, segðu ekki, að þú sért meidd." „Nei, en ég held, að öll eggin hennar Aline hljóti að vera brotin," svaraði hún bæði í gamni og alvöru. Jim varð glaðari við og hló, en hætti ekki að strjúka vanga hennar. 9. KAFLI Eftir nokkrar mínútur komu áhrif hræðslunnar betur fram á Lori, og hún tapaði stiIlingunni. Þegar Jim bar hana inn, sá hún þær Aline og Peggy og heyrði þær spyrja spurninga, sem Jim svaraði stuttaralega. Lori sá líka fyrir framan sig gamlan, glottandi manninn, þegar hann sendi hana af stað f þessa glæfraferð. „Reyndu nú að scfa," heyrði hún Peggy mumla. „Það lítur ekki út fyrir, að þú sért neinsstaðar brotin, en þú þarft svefn. Það er von þú hafir orðið hrædd." Lori langaði til að spyrja um Jim, þegar hún heyrði bílinn fara f gang. Jim var án efa að leggja af stað eftir lækni. Hún mundi, að hann hafði horft á hana af mikilli ástúð, er hann bar hana í sterkum örmunum, svo honum hlaut að vera annt um hana. En nú stanzaði vélin, svo hann var ekki að huga að læknisferð, nema bíllinn væri þá bilaður. Vegna þessarar- óvissu setti að henni grát. Fljót- lega kom Peggy aftur með te og aspirin. „Hvernig líður þér," sagði hún af samúð. „Hérna kem ég með te handa þér. Jim er að gera við bflinn, svo hann geti ekið til Carters og hringt f lækni." Er Lori var setzt upp, hélt Peggy áfram: „Þú hefðir átt að heyra, hvernig Aline skammaði Frank gamla. En hann sagði, að þetta hefði allt verið í gamni, hann hefði ekki haldið, að bíilinn mundi renna svona langt. Nú er Aline búin að loka hann inni í herberginu sínu og segist ekki hleypa honum út fyrr en hann hafi beðizt afsökunar. Hann fær engan mat. Mikið er maðurinn hræddur við hana!" „Hann gerði þetta viljandi, Peggy," sagði Lori. „Ég sá framan í hann, þegar hann ýtti á bílinn af öllum kröftum og glotti vonzkulega. Ég er viss um, að þetta var banatilræði." ,,Æ, elskan," svaraði Peggy, „hann veit ekki einu sinni, hvaða dagur er, og á morgun verður hann búinn að gleyma öllu. Auðvitað gat illa hafa farið, en hann hefur ekki vitað, hvað hann var að gera. Taktu nú þrjár aspirintöflur og reyndu að sofna. Svo kem ég með matinn seinna." „Peggy, viltu biðja Jim að koma hingað upp? Segðu honum, að hann þurfi ekki að ná í lækni. Mér líði ágætlega." Peggy stóð upp og gekk að glugganum. „Ég skal skila því til hans. Aline er bálreið yfir að bfllinn skyldi skemma tröppurnar. Það er alveg eins og að hún eigi húsið. Viltu meira te?" „Nei, takk, þetta var alveg mátulegt. Þú hefur verið góð við mig, Peggy." „Ég vildi óska ég gæti gert eitthvað meira fyrlr þig," svaraði hún og gekk burt með bakkann. Enn braut Lori heilann um sitthvað, sem henni þótti kynlegt. Hvers Spennandi framhaldssaga eftir Carolyn Farr 30 VIKAN 17-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.