Vikan


Vikan - 22.04.1970, Síða 31

Vikan - 22.04.1970, Síða 31
5. hluti vegna hafði Jim ekið bílnum svona langt frá hliðinu? Hann hafði heldur ekki sett bílinn í gír eða handbremsuna á. Skyldi hann hafa vitað, að Frank gamli var nálægur? Hafði hann búið þetta allt í hendurnar á Frank? Innst inni fann hún, að hún var ekki sanngiörn gagnvart Jim. Þegar hann stöðvaði bílinn, hafði svipur hans lýst bæði reiði og umhyggjusemi. Ef til vill hefur hann einungis verið grandalaus gagnvart karlinum. Lori horfði snöggvast á snúna stigann, spratt svo fram úr rúminu, gekk að snyrtiborðinu og opnaði neðstu skúffuna. Henni brá í brún: Isagaða þrepið var horfið. Einhver vissi þá um þetta. Var það þá Peggy? Það var hún, sem gert hafði herbergið í stand. Hún gekk hægt upp stigann. Rykið hafði verið þurrkað af öllum tröppunum. Þá gerði hún þá skyssu að horfa niður fyrir sig, og hana svimaði þegar í stað, og þá flýtti hún sér að horfa upp í turninn og sá ekkert annað en dauft Ijósið, sem kom inn um gluggann. Hún fikraði sig varlega niður aftur og lét sig falla ofan á rúmið, dauðþreytt. Allt í einu heyrði hún raddir, meðal þeirra Jims. Hún gekk þá að glugganum og horfði niður og kom auga á þá Jim og Frank. Glugginn var lokaður, en hún vonaðist samt til að geta heyrt til þeirra. Jim var greinilega ekki reiður, og Lori varð bæði undrandi og særð yfir, að hann skyldi masa svona vingjarnlega við karlinn. Hún sá hann Rlappa Frank á aðra öxlina og senda hann burt. Frank var þá ekki læstur inn í herberginu sínu eins og Peggy hafði sagt. Og Frank var eitthvað meira en gamall auli, sem sagði og gerði ýmislegt skrítilegt. Og Jim var hvorki æstur né reiður yfir því, sem komið hafði fyrir. Lori sýndist þetta allt vonlaust. Og sá sem tekið hafði ísagaða þrepið, hafði alls ekki minnzt neitt á það. Nú var hún næstum viss um, að einhverskonar samband hafði verið milli þeirra Jims og Franks og hún var líka viss um, að Peggy hafði alls ekki verið vinsamleg henni. Og Aline hafði heldur ekki dregið fjöður yfir óvild sína í hennar garð. A hina hliðina var þess að gæta, að Aline var komin á gamals aldur og bjó í skuggalegu húsi, og Frank hafði veitt henni eina ástarævintýrið sitt. Hann var líka orðinn gamall og hafði upplifað sitt af hverju. Á yngri ár- um sínum hafði hann borið í brjósti vonlausa ást til Aline, og svo hafði stríðið gert sitt til að eyðileggja hann. Og ekkert þurfti að vera grunsam- legt við, að Jim væri kumpánlegur við Frank. Jim hafði þekkt hann frá barnæsku. Líf Jims hafði verið meini blandið. Allt þetta hugleiddi Lori, og henni þótti kjánalegt að úthella tárum út af þessu, og það sem gerzt hafði undanfarna sólarhringa. Hún átti fremur að vera þessu fólki hjálplegt. Það átti hvorki húsið né peningana til við- halds þess. Það var eitthvað gctt í öllum manneskjum. Galdurinn væri að vera þolinmóður. Þá er Peggy kom upp með miðdagsmatinn, var Jim með henni. ,,Jæja, nú lítur hún betur út," sagði Peggy hálfhlæjandi. „Já, guði sé lof," svaraði Jim ánægður. „Mér þykir leitt, að þú skyldir hafa lent í þessu, Lori. Ég var lengi að jafna mig. Frank segist vera mjög leiður yfir þessu og lofar að láta annað eins ekki henda sig framar." „Það ætti að senda hann burt," sagði Peggy heiftúðlega. „Svona Peggy, hann er ekki verri en fyrir tuttugu árum," sagði Jim. „Hann mundi aldrei dreyma um að gera nokkrum mein viljandi. Hann ætlaði bara að glettast dálítið við Lori, en hann þekkir ekkert til bfla og því fór sem fór. Hann hljóp með mér niður hallann, dauðskelkaður." „Við skulum gleyma þessu," sagði Lori. „Verst er, að veröndin skuli hafa skemmzt." „Já, og bíllinn minn," bætti Jim við. Meðan Lori borðaði spurði hún: „Jim, keyptirðu allt, sem var á listan- um mínum?" „Allt nema það, sem á að fara í eldhúsið. Fyrst þarf að koma því í stand." „Hvað með litla útvarpstækið?" „Ég er með það, en hef ekki fengið það sett upp enn. Hér hefur ekki verið útvarp síðustu fimmtán árin." „Ég vil gjarna fá það hingað upp, Jim," sagði Lori. „Ég hef hvorki heyrt músik né fréttir síðan ég kom hingað. Fékkstu líka Ijósaperur til að setja í bókaherbergið?" „Það mundi frænka ekki vilja," svaraði hann. „Það þætti henni óþarfa útgjöld." „Nú, það má þá bíða. En, Jim, þegar þú ferð til bæjarins næst, væri ekki ráð, að þú pantaðir síma? Ég borga hann auðvitað. Hefði til að mynda ekki verið gott að geta hringt í lækni, hefði ég meiðzt í dag? Finnst þér þetta ekki rétt, Peggy?" ' „Næst dettur þér sjálfsagt sjónvarp í hug?" „Væri nokkuð rangt við það? Jim, viltu nú ekki vera svo góður að segja Aline frænku, að peningar séu ekki lengur neitt vandamál." „Hún veit það vel, en hún er vön að komast af með eins lltið og mögulegt er. Svona hlutir verða að koma smátt og smátt, Lori." Ég held ég liggi í rúminu og hvíli mig eitthvað áfram," sagði Lori. „Ég á eftir að skrifa lögfræðingnum minum í New Haven. Er ekki póst- kassi hér í nágrenninu?" „Jú, uppi með veginum. Ég get sent Frank með bréfið." Enginn simi og Frank notaður til að fara með bréf, hugsaði Lori skelfd. „Ah, það verður ekki annað en góður göngutúr fyrir mig á morgun," sagði hún. „Hvenær tæmir pósturinn kassann?" „Um ellefu leytið," svaraði Jim. Þegar Peggy var farin með bakkann, leit Jim á Lori og mælti: Peggy hefur sagt mér, að þú sért skrámuð allsstaðar á skrokknum. Hefur eitthvað annað komið fyrir þig?" „Fyrir mig?Æ, Jim, ég er svo stirð og klossuð og er alltaf að fá á mig marbletti. Af hverju heldurðu, að eitthvað fleira hafi komið fyrir mig?" Framhald á bls. 50. 17. tw. VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.