Vikan


Vikan - 22.04.1970, Side 49

Vikan - 22.04.1970, Side 49
Frú Edwards sneri sér frá vaskinum, þar sem hún stóð og var að þvo upp. Blóðið hljóp í kinnar henni, ög hún virtist yngjast upp — það fannst Taskett að minnsta kosti. — Já, það vil ég, sagði hún og brosti, eins og þetta væri ósköp venjuleg spurning. Og úr því þú ert nú kominn, máttu þurrka af glösunum fyrir mig. Taktu þurrkuna þarna og þurrkaði af glösun- um, þangað til þau ljóma öll. — Já, elskan mín, sagði Taskett hamingjusamur og teygði sig eftir þurrkunni. ☆ Verkir, þreyia í baki ? DOSI beltin hata eytt þrautum margra. Reynið þau. P\EMEDIAH.F. LAUFÁSVEGI 12 - Sílnl 16510 Jack London Framhald af bls. 23. Larsen“. En ritstjóri „The Cenlury“ skrifaði, að ef mað- urinn og konan gerðu ekki neitt, þegar þau væru orðin ein eftir á eyjunni, sem hneykslað gæti lesendur hans, skyldi hann borga hon- um 4000 dollara fyrir tíma- ritsréttinn. Fjögur þúsund dollara! Og ]>að aðeins fyrir tímaritsrétt- inn! Jaelv símaði ritstjóran- um samstundis, að hann „væri sannfærður um, að seinni helmingur bókarinnar gæti ekki hneykslað jafnvel hina ströngustu siðferðis- postula Ameríku". Samning- urinn var gerður og Brett fékk því til leiðar komið, að „Tlie Century“ borgaði 2000 dollara fyrirfram og aðra 2000 dollara, þegar helming- ur sögunnar væri kominn út. Þetta fæíði Jack aukna starfsgleði og lifsþrótt, og liann lauk við bókina á þrjá- tiu dögum. „The Century“ var þegar byrjuð að auglýsa nafn hans með stórum stöf- um. Á nýársdag 1904 var öll- um ljóst, að Rússland og Japan mundu fara i slrið. Sem jafnaðarmaður var Jack á móti striði. En ef striðið var byrjað, vildi hann vera áliorfandi að því. Hann liafði kynnt sér hernaðartækni og gert sér ýmsar hugmyndir um gulu hættuna, sem hann gjarnan vildi sannprófa. Þarna var ævintýrið, sem gat bjargað lionum út úr erfið- leikunum. Jack fékk tilhoð frá fimm fréttastofnunum og tók því bezta, sem var frá Hearst- blöðunum. Sjöunda janúar, fimm dögum fyrir tuttugasta og áttunda afmælisdaginn sinn, lagði liann af stað til Japan. í Yokohama voru saman- komnir fréttaritarar frá öll- um álfum heims, sem biðu eftir að fá leyfi til að fara til vígvallanna. En japönsku yf- irvöldin virtust álíta, að ekk ert lægi á, og sáu þeim i stað- inn fyrir nægum skemmtun- um. En eftir tveggja daga kurt- eislegar vífilengjur var Jack búinn að fá nóg. Honum varð ljóst, að Japanir höfðu alls ekki i hyggju að hleypa fréttariturunum út á vígvell- ina, og þess vegna fór hann frá Tokio til Nagasaki og bjóst við að fá skipsferð það- an til Chemulpo á Kóreu. Á meðan hann beið eftir skipinu, fór liann út í hæ að taka myndir, og samstundis komst hann í kynni við fyrstu herfangabúðir Japana af þeim mörgu, sem hann álti eftir að gista í þessum leiðangri sinum. Hann var tekinn fastur sem rússnesk- ur njósnari, og þegar hann var látinn laus aftur, var skipið löngu farið. Eftir langa bið tókst hon- um að komast með japönsku skipi til Fusan. Þar komst hann í annað skip, en þegar það kom lil Mokpo, gerði stjórnin það upptælct og setti alla farþegana á land. Þá tók .Tack til sinna ráða. Hann leigði sér opna jullu með ldnverskri skipshöfn og sigldi á henni yfir Gulahaf- ið, meðfram strönd Kóreu, þangað til hann kom til Chemulpo. „Þetta er sú glæfralegasta ferð, sem ég hef nokkru sinni farið!“ skrifaði hann einum vini sinum. „Þú ættir að sjá mig núna sem skipstjóra á jullu með þrjá Kínverja sem háseta, sem ekki skilja orð í ensku. Við komum til Kus- an um kvöldið með ónýtt mastur og brotið stýri. Það var hellirigning og nítsandi kaldur stormur. Þú hefðir átt að sjá, hvernig stjanað var við mig — fimm jap- anskar blómarósir klæddu mig úr fötunum, böðuðu mig og lögðu mig í rúmið!“ Enskur fréttaritari, sem sá hann, þegar liann lcom til Chemulpo úr þessari svaðil- för, skrifaði þannig um liann. „Þegar hann kom til Clie- muipo, þeklcti ég hann ekki. Hann var kalinn á eyrum, höndum og fótum. Hann sagði, að lionum væri sama um það allt, ef liann aðeins kæmist á vígstöðvarnar... . .Tack London er það mesta karlmenni, sem ég lief nokkru sinni kynnzt. Hann er eins nrikil hetja og nokk- ur af söguhetjum hans.“ .Tack útvegaði sér hesta, þjónustufólk og hestasvein og liéit norður á bóginn, þangað sem rússnesku her- sveitirnar voru. I margar vikur ferðaðist Jack þannig, ýmist eftir aurblautum eða ísilögðum vegum, og varð að þola hinar ótrúlegustu mann- raunir. Loksins kom hann til Pingyang, og var það norð- ar en nokkrum öðrum frétta- ritara tókst að komast. Þar var hann settur í fangelsi í eina vilcu, af þvi að frétta ritararnir, sem japanska stjórnin synjaði um farar- leyfi, sendu kæru yfir því, að Jack skyldi liafa fengið að fara til vígstöðvanna. Hann var fluttur til Söul og settur þar i fangelsi, af þvi að hann liafði farið í leyfisleysi. En þetta varð til þess, að stjórnin ákvað að lina á ferðabanninu gagnvart fréttariturum annan-a þjóða. „Fjórtán af fréttariturum þeim, sem eklci liöfðu sætt sig við að sitja aðgerðai’laus- ir í Tokio,“ skrifar Jack, „fengu leyfi lil að fara með hernum, en ferðin var einna líkust skemmtiferðalagi, þar sem Tiðsforingjarnir voru leiðsögumenn. Við fengum ekki að sjá annað en það, sem þeir vildu, að við sæj- um. Við fengum þó að sjá hluta af orrustunni við Yalu af veggjum Wiju, en þegar eitt japanskt lierfylki var brytjað niður, var okkur sagt að snúa aftur til her- húðanna.“ Jack gramdist þessi með- ferð mjög, og í maimánuði liélt liann heim á leið aftur. Hann var sannfærðnr um, að Charmian Kittredge mundi taka á móti sér opn- um örmum, þegar hann kæmi til San Francisco, en i stað þess stóð þar stefnu- vottur með skilnaðarkröfu frá Bessie. í kröfunni segir liún, að Anna Strunski eigi sök á ósamlyndi þeirra hjóna, og sýnir það, að henni hefur verið ókunnugt um samdrátt þeirra Jacks og Charmian. Bréf beið Jacks frá Charmi- an, þar sem hún segir, að liún hafi farið til Iowa — af ótta við að lenda í hneykslis- máli! Jack var ekki Tengi að sannfæra Bessie um, að Anna Strunski væri ekkert viðrið- in þetta mál. Hann Tofaði að hyggja hús handa henni og börnunum i Piedmont, og í staðinn breytti hún orðalagi kröfunnar þannig, að aðeins stóð í henni, að hann hefði yfirgefið hana. I júlí fór hann upp tii Glen Ellen, leigði þar kofa af Ni- netta Eames og beið eftir, að Charmian kæmi til sin. Þeg- ar hún skrifaði, að hún yrði að fá ferðapeninga, sendi hann henni ávísun á fjöru- tíu dollara. En hún hélt áfram að skrifa, að hún væri lirædd um að flækjast i hneykslis- máli, ef hún kæmi. Loks missti Jack þolinmæðina og skrifaði: „Þú hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart mér. Þú þarft eklc- ert að óttast af hendi Bessie- ar. . Framhald i næsta blaði. 17. tbi. vikAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.