Vikan


Vikan - 21.10.1971, Page 8

Vikan - 21.10.1971, Page 8
MESTA UNDRABARN í HEIMI Kim Ung-yong er aðeins átta ára og liann hefur hæstu greindarvísitölu sem mæld hefur verið. Hann talar reiprennandi sex tungumál og veit meira um stærðfræði en nokkur prófessor. En hvernig fer fyrir þessu undraharni, litlum, einöngruðum dreng, sem aldrei hefur átt jafnaldra leikfélaga? Þau eru fædd á sömu klukku stund. Kim Ung-yong er frá Se- ul í Suður-Kóreu og hef- ur verið heimsfrægur í sjö ár. Það lítur líka út fyrir að liann verði það áfram, svo lengi sem hann lifir. Hann var farinn að ganga þegar liann var níu mán- aða, en þá þekkti hann kín- verska myndaletrið og var búinn að lesa sina fyrstu hók. Þegar hann var ársgam- all kom hann fram í sjón- varpsþætti og gat sér frægð fyrir að tala reiprennandi ensku, skrifa 1000 merki í kínversku letri og svara einföldum stærðfræði- spurningum. Að sjálfsögðu kunni hann lika móðurmál sitt, tungu Kóreumanna. Þegar hann var þriggja ára rak hann marga pró- fessora á gat í stæi-ðfræði, efnafræði, bókmenntasögu og heimspeki. Sex ára gamall teiknaði hann geimfar, sem átti að ganga fyrir sólarorku, sér- staklega hugvitssamt, eft- ir þvi sem bandariskir sér- fræðingar sögðu. Síðastliðið vor lauk liann prófi frá Kongukháskólan- um í Seul, og auðvitað með hæstu einlcunn. Átla ára prófessor . . . Og nú fyrir nokkru hóf hann nám við háskólann i Colorado í Bandarikjun- um. Námsgreinar hans eru hagnýt aflfræði, afstæðis- kenning og klassisk lieim- speki. Lifandi gatavél. Hinn kornungi Kim (það er revndar eftirnafnið) Ung-yong er að öllum lík- indum eitt mesta undra- barn sem um getur. Fvrir fjórum árum var greind hans mæld og reyndist vera 210 stig. Kentaro Yano, prófessor i Tokyo, sem mældi greind hans, segir: — Mér fannst ég svo fá- kunnandi að ég roðnaði, þegar ég talaði við þetta fjögurra ára barn. Hann er lifandi gatavél. Þeir einu sem virðast koma næst greindargráðu drengsins, eru systkin hans þrjú. Chang-yong, sem er 5 ára, fór líka til Colorado, þar sem liann á að ljúka stúdentsprófi í vor og fara siðan í háskóla. Ye-yon systir han:, er fjögurra ára og liún talar ensku, þýzku, frönsku og liún les stærð- fræði. Sú yngsta, Myong- yong, sem er rétt eins árs, er að læra kínverskt mynd- letur og yrkir Ijóð. Faðir barnanna, Kim Su- son og móðir þeirra, Yu Myong-hvum, eru bæði prófessorar. Hún segir: — Aðalvandamálið er að hörnin eru of greind til ]>ess að við þorum að ala þau upp sjálf. Við getum það hreinlega ekki . . . Barnanna vegna hafa foreldrarnir orðið að breyta lífsvenjum sínum. Þau eru á stöðugum flótta, til að verja börnin fyrir ágangi forvitinna, sérstak- lega hlaðamanna. Síðan sá elzti fæddist hafa þau skipt 17 sinnum um íhúð! Við þorum eklci að ala Ung-yong upp sjálf, segja foreldrarnir. — Þess vegna komum við drengn- um fyrir hjá ættingjum í Colorado. Þar umgengst liann aðeins prófessora og annað fullorðið fólk. Hann þekkir enga jafnaldra og kann ekki að leika sér. 8 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.