Vikan


Vikan - 19.04.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 19.04.1972, Blaðsíða 12
Um kvöldið símaði hann heim til min og kvaðstfyrir alla muni þurfa að hafa tal af mér. Hann ætti svo bágt með að tala um einkamál sín á opinberri lögfræðiskrifstofu. Svo kom hann og sat sem fastast, en steinþagði. £g sá ekki annað ráð vænna en gefa honum í staupinu ... Við vorum að ræða um hjona- skilnaði. Þá sagði málaflutn- ingsmaðurinn: — Þess háttar mál eru nú oft illa flókin, það er víst óhætt að segja. En samt eiga þau sér nú sín ákveðnu lögmál. Þegar fólk er búið að uppgefa sig á því að sýna hvert öðru ástúð og blíðu, og því finnst eftirtékj- an of rýr, þá hefnir það sín. Fái það að minnsta kosti ekki sex af hundraði í vexti af því, sem það hefur í té látið, þá borgar þetta sig blátt áfram ekki. Og þegar því verður hugsað um, hvað það hafi verið gott og nær- gætið, þá botnar það að lokum ekkert í því, hvað það eigi til bragðs að taka til þess að geta jafnað reikningana. Þetta er svo sem þokkalegur hlutfalla- reikningur. En hérna um daginn fékk ég kyndugt mál til meðferðar — það nær auðvitað engri átt að segja frá svona nokkru, og við málafíutningsmennirnir gerum það aldrei. Jæja, en hvað um það: Það kemur maður í skrif- rtofuna til mín og vill fá skiln- að, og við spjöllum stundarkorn um þetta fram og aftur ,en það var ómögulegt að toga út úr honum, hvaða snurður hefðu hlaupið á þráðinn. Konan var afbragð, og hann hafði ekki heldur neitt út á sjálfan sig að setja. Barnlaus voru þau reynd- ar. — Nú jæja, sagði ég, — séuð þið ásátt um þetta, þá á það að nægja. — Já, það var eins og hon- um vefðist tunga um tönn — jú, hann hélt sig vita, að konan myndi fallast á þetta. Það var bara svo erfitt að færa þetta í tal við hana. Nú stóð svo á, að ég var í önnum, svo að ég sagði honum bara, að hann yrði að tala við hana, svo gæti hann komið aftur. En um kvöldið símaði hann heim til mín og kvaðs fyrir alla muni þurfa að hafa tal af mér, hann hann ætti svo bágt með að tala um einkamál sín í opin- berri skrifstofu. Já, svo kom hann og sat sem fastast, en steinþagði. Nei, hann hafði ekki ennþá komið sér að því að tala við konuna. í fyrsta lagi myndi hún ekki skilja þetta, og i öðru lagi, ja, satt að segja vissi hann ekki, hvað hann ætti að segja við hana. Það væri blát't áfgam einungis það, að það væri ó- mögulegt fyrir hann að halda þessu áfram. Hann þyldi það ekki lengur. Ég sá ekki annað ráð vænna en gefa honum í staupinu, og svo fórum við að spjalla saman um allt annað. Hann var maður viðförull, og nú var hann ný- kominn heim. — Ekki alls fyrir löngu, sagði hann, — var ég staddur suður í Tíflis. Ég þurfti að afla mér sérleyfis og átti í margvísleg- um samningum við hin og þessi stjórnvöld. Það tók sinn tíma. Svo var það einu sinni síðari hluta dags rétt upp úr nýári, að ég fór út að skoða mig um í borginni. Það tók að rigna; en samt kunni ég mér ekki geð til að fara heim, og svo hafnaði ég í sal, þar sem mannfjölbi var saman kominn. — Þetta er ein- hvers konar opinber samkomu- staður, kvikmyndahús eða upp- boðsstaður eða leikhús, hugsaði ég með mér. Inngangur kostaði ekkert, svo að mér datt í hug, að þetta væri einhvers konar ókeypis skemmtun fyrir al- menning, en hvað um það, ég fór þarna inn og fékk mér sæti. Við urðum að bíða þarna góða stund. Fólk í Rússlandi er gætt mikilli þolinmæði. Það myndi hvá, ef maður segði því, að tíminn væri peningar; það hef- ur aldrei orðið annars visara en dagarnir væru hver öðrum líkir — og að margir væru þeir. Þar kom að lokum. að salur- inn var orðinn troðfulluj af íólki. Það var bætt við bekkj- um, og þó stóð fólk meðfram veggjunum. Mér lék talsverð forvitni á að vita, hvað úr þessu í ætlaði að verða. En svo var þá tjaldið dregið frá. Vinstra megin á leiksviðinu ' var stórt og viðamikið borð, og þar sátu nokkrir menn klæddir einkennisbúningum — og á bak við var minna borð með rit- 'I föngum á. Þar sátu líka nokkr- ir menn og virtust bíða eftir þvi, að byrjað yrði. Við vegg- inn hægra megin var bekkur. Utbúnaðurinn var allur óbrot- inn, leiktjöldin óvönduð og gömul. Væri hurðinni lokað, léku veggirnir á reiðiskjálfi. Svo kemur inn á leiksviðið ungur maður í fylgd með tveimur lögregluþjónum. Hann 12 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.