Vikan - 19.04.1972, Blaðsíða 13
nemur staðar fyrir framan stóra
borðið.
Sá, sem situr fyrir miðju,
rpyr hann einhvers. Hann svar-
ar, mjög lágri röddu, snýr hálft
í hvoru baki að áheyrendum.
Ég skil ekki í því, að nokkur
maður í salnum heyri til hans.
En sá, sem forsætið skipaði,
var ágætur. Ekki þar fyrir: ég
skildi heldur ekki orð af því,
sem hann sagði. En þvílíkt and-
lit! — Eitt af þessum breiðleitu,
stórskornu rússnesku andlitum,
auðvitað ófrítt, en svo fullt af
lífi, augnaráðið svo festulegt,
svipurinn svo logandi af alvöru-
þrungnum áhuga, að það var
ekki hægt að misskilja mann-
inn. Mér varð hugsað til leikar- '
anna okkar hérna heim — jæja,
sleppum þvi.
Þetta var réttarsalur. Það var
rannsóknardómarinn, sem var
að yfirheyra unga manninn.
Hann hlaut að vera ákæráur
fyrir eitthvað; það leyndi sér
ekki.
Hann var svo renglulegur og
svo mikið úrræðaleysi í höfuð-
burðinum og baksvipnum, að
það var eins og hann hefði allt
frá barnæsku orðið að sæta
þungum aga og refsingu fyrir
uppreisnartilraun, sem farið
hefði út um þúfur. Manni varð
illt bara af að horfa á hann.
Ég fékk hugboð um, að í
rauninni hlyti hann að vera
saklaus, hvað svo sem honum
befði nú annars orðið á — að
það væri sennilega einhver
annar, sem ætti að hljóta refs-
inguna. Ég sat þarna blátt
áfram og hafði samvizkubit út
af piltinum.
Samt sem áður var dómarinn
ekkert illmenni. Hann var bara
svo alltof alvarlegur til þess
að ungi maðurinn gæti þolað
það. Liklega var það sjálfur
sannleikurinn, sem nú rann
loksins upp fyrir honum.
Nú kom ung kona fram á
sjónarsviðið, dökk yfirlitum og
gullinbleik — gædd þessum
makindalega ambáttarþokka,
sem í raun og veru gerir það
einungis sjálfsagt, að karlmenn
beri vopn. — Skyldi þetta vera
ástmey hans? Það gneistaði af
henni, þegar hún sneri sér að
honum; en það var ómögulegt
að sjá, hvort því olli ást eða
batur. Trúlegast, að hvort
tveggja hafi verið.
Hún talaði líka mjög lágri
röddu. Það vottaði fyrir skjálfta
í rómnum. Við einni spurningu
dómarans fnæsti hún af bræði.
Hún leit á sakborninginn. bara
benti á hann með augnaráðinu,
og svo fnasaði hún eins og
hryssa!
En það fór illa fyrir unga
manninum. Hann var dæmdur.
Öðru hvoru fór þung stuna
um salinn, sameiginlegt and-
varp frá öllum áheyrendunum,
sem sátu þarna — og stóðu á
öndinni. Kyrrðin var svo mikil,
að það mátti greinilega heyra í
pennum réttarskrifaranna. Já,
víst voru þetta réttarskrifarar!
Guð minn góður, þetta var alls
engin leiksýning, þetta var blá-
kaldur, áþreifanlegur raunveru-
leiki, þetta gat ekki verið leik-
hús! Þetta var ekki sýning,
þetta var raunverulegt réttar-
hald — þetta hafði enginn sam-
ið og fært í letur, svona gat
enginn leikið!
Það var farið út með stúlk-
una. Nú komu ný vitni fram á
sjónarsviði vitni, sem skiptu
auðsýnilega mun minna máli;
ég hætti að fylgjast með því,
sem fram fór; mér var orðin
kvöl að því að sitja þarna.
Það var stytt upp; en loftið
var mettað af vætu. Boglamp-
arnir á gangstéttinni voru sveip-
aðir bláleitri bensínmóðu, sem
fól efri hæðir húsanna. En niðri
við gangstéttina blöstu ljósa-
auglýsingarnar við manni eins
og fyrirheit um blygðunarlausa
hamingju.
Ég reikaði niður þvergötu,
sem varð æ skuggalegri, ó-
hreinni og þrengri og lá í kröpp-
um bugðum, svo að ómögulegt
var að halda áttum. í portun-
u.m og inni í opnum búðum
og skúrum loguðu gulir, ós-
andi lampar yfir blóðugu keti.
Mér skrikaði fótur i slimkennd-
um saur á götuhellunum. Hor-
aðir hundar snuðruðu í götu-
ræsinu og gengu þar að mat
sínum.
Jæja þá .. .
Daginn eftir keypti ég mér
blað, en auðvitað gat ég ekki
lesið orð af þvi, sem þar stóð.
Hefði það nú verið rússneska,
hugsaði ég með mér — eins og
það hefði breytt nokkru. Þar
var ekkert að sjá, nema furðu-
legasta pirumpár. En ég bauð
einum af viðskiptavinum min-
um að borða með mér hádegis-
verð og spurði hann út úr eftir
því, sem við varð komið. Og
síðar fékk ég nánari upplýsing-
ar.
Þannig var þá mál með vexti,
að sá var siður að nota gamalt
leikhús til réttarhalda, þegar
búizt var við mörgum áheyr-
endum.
Þetta var morðmál.
Það voru bræður tveir, sem
komu við sögu. Þeir áttu heima
uppi í hálendinu við herflut-
ingaleiðina yfir Kákasusfjöllin,
ahlangt norðan við borgina. Og
sá yngri þeirra var í þingum við
stúlku í næsta þorpi, lítið eitt
lengra norður frá, í Dsútu eða
Dsjútu eða hvað það nú hét, —
og hann fór til fundar við hana,
þegar þvi varð við komið — al-
veg eins og bændurnir gera hér
heima.
Þessu hafði eldri bróðirinn
gefið gætur, því að hann var
sömuleiðis ókvæntur. Honum
fannst, að ef annarhvor þeirra
íastnaði sér konu, þá yrði það
að vera hann, því að ekki gat
hann gert strákinn að húsbónda
á heimilinu.
Yngri bróðirinn, Benja hét
hann, fann það líka, að honum
iórst illa, og hann vildi helzt
halda atferli sínu leyndu, — og
hann laumaðist burtu, þegar
hann fór til fundar við unnust-
una. Þá tók Rami, eldri bróð
irinn, upp á þvi að hafa vak-
andi auga á honum, lét hann
sýsla við hitt og þetta eða sendi
hann til borgarinnar með osta
og húðir.
Þegar hann kom heim aftur,
var Ramí aldrei langt undan.
Oftast voru þeir saman allan
daginn, unz skyggja tók; þá
fóru þeir inn og settust að
snæðingi. Að loknum kvöld-
verði sátu þeir við arininn og
höfðu vakandi auga hvor á öðr-
um. Þannig sátu þeir iðu-
lega langt fram á nótt. Jafnvel
eftir að þeir voru háttaðir, lágu
þeir og hlustuðu eftir hvor öðr-
um.
En kvöld nokkurt hafði Benja
ákveðið að fara, hvað sem öllu
liði. Hann héU, að bróðir sinn
væri sofnaður; en þegar hann
kom út úr dyrunum, stóð Rami
þar við hlið honum eins og
svartur skuggi.
Hann snarstanzaði, en fékk
sig ekki til þess að fara inn
aftur. Þeir stóðu þarna um
stund hlið við hlið. Ef til vill
beið Benja þess, að bróðir hans
segði eitthvað eða færi leiðar
sinnar. Rami hreyfði sig ekki.
Neðan úr dalbotninum barst
þungur sogniður elfarinnar.
Hann jókst og dvínaði í nætur-
kyrrðinni, hann fjaraði út og
féll aftur, æ eftir æ.
Benja steig nokkur skref,
hægt og hikandi.
— Ég ætla að huga að uxun-
um, sagði hann.
Honum fannst Ramí glotta úti
í myrkrinu.
Það varð úr að þeir fóru báð-
ir. Og sömu leið.
Þeir mæltu ekki orð frá vör-
um; þeir voru aldrei orðmargir,
þeir bræður. Þeir gengu sinn á
hvorri vegarbrún: Benja á und-
an, Rami nokkrum skrefum á
eftir. Það var varla, að djarfaði
fyrir veginum framundan. Þeir
Framhald á bls. 41.
16. TBL. VIKAN 13