Vikan - 19.04.1972, Qupperneq 15
V\
f yL . í .4
Drottningin eignaðist átta börn, en Albert var alltaf efstur í huga hennar, éstin til hans var henni nóg
Freulein Siebold. Skömmu síð-
ar fór hún aftur til Þýzkalands,
til að annast annað furstabarn.
Hertogafrúin af Koburg, mikil
fegurðardís, átti von á barni.
Það varð drengur og var skírð-
ur Albert. Móðuramma Vikt-
oríu, hertogafrúin af Sachen-
Koburg, lýsti í bréfum sínum
Albert litla frænda, sem varð
fallegri með hverjum degi sem
leið. Þessi tvö börn voru ná-
skyid og hin þýzka móðir
Viktoríu, hertogafrúin af Kent,
vildi óð og uppvæg ganga frá
því strax að trúlofa þau. Þau
voru reyndar heitin hvort öðru,
áður en þau fengu málið.
Viktoría prinsessa átti ömur-
lega sésku. Faðir hennar dó rétt
eftir fæðingu hennar og móðir
hennar var síður en svo nota-
leg. Viktoríu var aldrei neitt
um hana gefið. Salirnir i
Kensington Palace voru bæði
leiðinlegir og kaldir. Litlu, við-
kvæmu prinsessunni var alltaf
kalt og henni leiddist. Eina
huggun hennar var spaniel-
hundurinn Dash. Hún skrifaði:
„Þegar ég er veik, víkur
hann ekki frá rúminu mínu . ..“
En á sautjánda afmælis-
degi Viktoríu komu frændurn-
ir, Ernst og Albert. Albert
hafði strax mikið dálæti á
Dash. Ari síðar varð hún
drottning, barnsdrottning. Eft-
ir krýninguna tók hún upp
pilsin og þaut upp stigana í
Buckinghamhöli. Það var kom-
inn tími til að baða Dash.
Henni fannst líf sitt ekki
skána neitt, þótt hún væri orð-
in drottning. Viktoría var orð-
in mjög þreytt á móður sinni,
sem að sjálfsögðu flutti með
henni til hallarinnar. Það var
útilokað að láta svo unga stúlku
búa eina, sagði móðir hennar.
Hún tók það ekki með í reikn-
inginn að drottningin hafði um
sig mannmarga hirð. Viktoría
sá að eina leiðin til að losna
við hertogafrúna var „þrauta-
lendingin", sem sé að gifta sig.
Og hún sendi eftir . . . Albert.
Það var innileg ást.
Hann kom til Windsor, hall-
ar drottningarinnar fyrir utan
London, klæddur dökkum
ferðafötum og náfölur, því að
hann hafði verið mjög sjó-
veikur yfir sundið. Prinsinn
gekk inn, en á efsta stigapall-
inum stóð Viktoría í felum og
virti hann fýrir sér, titrandi
af eftirvæntingu. Þetta var
maðurinn, sem hún átti að
elska, það var ákveðið fyrir
löngu síðan. En hvernig voru
viðbrögð hennar sjálfrar. Um
kvöldið skrifaði unga drottn-
ingin í dagbók sína:
„Það var með sérstökum til-
finningum sem ég virti Albert
fyrir mér og hann er svo fal-
legur.“
Daginn eftir hafði hún tæki-
færi til að virða hann betur
fyrir sér. Og hún skrifaði:
,, . . . svo falleg blá augu,
einstaklega fallegt nef, fagur-
lagaðan munn og fínlegt yfir-
skegg, vel vaxinn, axlabreiður
og mittisgrannur."
Um kvöldið heyrði hún Al-
bert leika á flygilinn lög eftir
Haydn, þau voru bæði hrifin
af Haydn. Hún varð strax yfir
sig hrifin af honum. Hann og
enginn nema hann skyldi verða
drottningarmaður, Albert prins
af Koburg. En hvernig átti
bónorðið að fara fram? Hann
gat ekki beðið hennar, það var
auðskilið, slíkt var alls ekki
sæmandi. Það var hún sem var
drottningin. Viktoríu var ljóst
að hún varð að taka málið i
sínar hendur.
Eg sagði við hann að ég
byggist við að honum væri
ljóst hvers vegna ég hefði gert
boð eftir honum, og að ég
yrði mjög hamingjusöm, ef
hann samþykkti óskir mínar
Albert svaraði játandi í lág-
um rómi og svo féllust þau í
faðma svo undarlegir eru
vegir ástarinnar.
Viktoría tók unnustann með
sér til að kanna hersveitirnar
i Hyde Park. Það var kalt. Al-
bert lagði blíðlega loðfeld yfir
axlir hennar. Sjálfur skalf
Framhald á bls. 39.
16. TBL. VIKAN 15