Vikan


Vikan - 19.04.1972, Qupperneq 17

Vikan - 19.04.1972, Qupperneq 17
 o. lalt farmannsskirteini. hitt hafði ég allt svikið og falsað, eins og algengt var, en það kom mér í koll núna að ég hafði bæði verið svikull og latur. Hroðalegt öskur rauf allt i einu þögnina; mér varð fyrst. litið til Geira, síðan leit ég út á sjóinn og sá þar í gegnum þokuna mikinn hvalablástur og heyrði hávaða af buslu- gangi rétt utan við borðstokk- inn. Karlinum hafði þá skotið upp þar og trjónaði löppunum til himirts; sem ég sá þó ekki til sökum þokunnar. Á næstu mínútu var ég kominn til Geira og hélt nú aftur um skaft- ið á krókstjakanum báðunt höndum. Geiri halaði inn slak- ann á handfærinu og dró karl- inn að borðstokknum, hann greip annarri hendi í mig og hinni um reiðann um leið og ég keyrði krókstjakann á kaf í brókina karlsins, þegar hann kom að borðstokknum. Við Tóti gripum nú dauðahaidi í karlinn og eftir augnablik lá hann spriklandi inni á þilfari með lúðuna í fanginu, sjógus- urnar stóðu út og UPP úr hon- um, eins og gufustrókur úr heitum hver. Ég sótti brenn- heitt kaffi niður í lúkar. og ætlaði að gefa karlinum, en í flýtinum og ákafanum hellti ég mestöllu niður á hann. Hann rak upp skaðræðis öskur og þaut á fætur, en við hentumst út á dekkið, eins og hráviði og lágum þar, en karlinn skopp- aði afturá, ræsti vélina og greip stýristaumana. Það væri synd að segja, að ég hafi ekki komið lífi í karlinn, sem hróp- aði, um leið og kollann tók við sér: ,,Takið þið tii á dekkinu, strákar, og færið honum Tóta sprökuna um leið. Hann á hana.“ En það þurfti ekki að kalla á Tóta. Hann var á dekk- inu enn og var farin að skera rafabeltin af lúðunni, kátur og brosandi. „Hann stóð þó við orð sin, karlinn,“ sagði Tóti og veifaði rafabeltinu kringum sig. ÞEGAR ENGLEND- . INGURINN FÉKK SÉR GRÚTARBAÐ Það var ekki hægt að segja að kollan ylti mikið. Hún lyft- ist og seig hægt og rólega á lygnri undiröldunni langt norð- ur í hafi eða norður á Langa- nesbanka innan um fjölda fær- eyskra skipa, er við höfðum verið sendir til að kaupa lifur af, því heimsstyrjöldin var skollin á fyrir nokkru og Eng- lendingar og Þjóðverjar bók- staflega rifust um lýsið og stöðvuðu öll skip og rannsök- uðu þau, eða þau voru færð til hafnar í Leirvík á Hjaltlandi af enskum herskipum. Þjóð- verjar skutu oft skipin hrein- lega í kaf, svo að á ýmsu gat maður átt von, en Englending- ar voru aftur hræddir um að við flyttum þýzku kafbátunum vistir og olíu og gættu okkar því vel og til þess að ekkert færi óleyfilega úr landi, höfðu þeir sett norska Olsen sem njósnara á Seyðisfirði. En hann gat nú ekki haft augun alls staðar í einu, maðurinn sá, þótt rangeygður væri. Vegna þessa höfðum við heldur and- styggð á Englendingum, þótt lítið bæri á því og við vorum heldur Þjóðverjasinnaðir, enda fyrir skömmu búnir að fá raf- al og vatnstúrbínu frá Þýzka- landi og hjálpaði það okkur mikið á þessum þrengingar- og hörmungartímum íslenzku þjóðarinnar. Að vísu höfðum við nú eignazt alíslenzkt eim- skipafélag, en annað skip þess, Goðafoss, hafði þá nýlega strandað á Straumnesi, svo að við vorum litlu betur staddir, en meðan Danir sáu um ís- landssiglingarnar. Jæja, við höfðum nú flækzt á milli fær- eyskra fiskiskipa og keypt lif- ur af þeim í næstum viku. Við áttum bara eftir að hafa tal af Kristjáni á Westvard Ho og vita hvort hann væri búinn að fylla sínar tunnur. Þær voru sem sé keyptar, en ekki full- ar. Eftir sólsetur, sem var seint um kvöldið, veifaði Kristján okkur og ég fór til hans á létt- bátnum. Þeir höfðu þá fyllt allar tunnur, tappað þær vel og fest þær á streng, áður en þeir skutu þeim fyrir borð. Ég reri með strenginn yfir í kolluna okkar og tunnurnar voru tekn- ar um borð, reistar upp á enda, blikk neglt yfir sponsið, tunn- urnar bundnar niður á dekkið og haldið heim á leið. Ég var lengi frameftir á dekki að Framhcild á bls. 43. 16. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.