Vikan


Vikan - 19.04.1972, Qupperneq 22

Vikan - 19.04.1972, Qupperneq 22
Lykillinn hliðar rennihurð og þá kom í ljós vel búinn bar. — Hvað vilj - ið þér drekka? Kannski einn Martini? Jú, ég vildi gjarnan fá einn. Martini, eða hvað sem var, að- eins ef það væri nógu sterkt. Ég var ótrúlega taugaóstyrkur. Hann talaði um daginn og veginn, meðan við tæmdum glösin og ég hafði allan tímann á tilfinningunni að hann væri að athuga mig. Hádegisverðurinn var að' sjálf- sögðu eftir umhverfinu, fyrsta flokks. Fyrst fengum við hum- ar með sérlega góðri sósu og á eftir steikta önd. Það var eig- inlega áhittingur, en þessi önd var borin fram á allt annan hátt en hjá Alice. Ábætirinn var einhverskonar búðingur. Með matnum voru tvær vin- tegundir og með kaffinu var borinn líkjör, sem ég hafði al- drei áður bragðað. Hann tók eftir því. — Þetta er Strega, það er ítalskur líkjör, sem ég hefi mikið dálæti á, sagði Montez. Lenny stóð upp, þegar við höfðum lokið við að drekka kaffið og við Montez risum líka úr sætum. — Þér ætlið þó ekki að yfirgefa okkur? sagði ég, skelfingu lostinn og það var mesta mildi að ég þéraði hana ósjálfrátt. — Við þurfum að ræða við- skiptamál, herra Camber, sagði Montez. — f mínu heimalandi ræðum við aldrei viðskipti í viðurvist kvenna. — Við sjáumst síðar herra Camber, sagði Lenny brosandi. Ég horfði á eftir henni og tók þá eftir því að ég hafði drukkið meira en ég þoldi, svo ég ákvað að halda mig eingöngu að kaff- inu, láta líkjörinn eiga sig. — Já, það er þessi lykill, sem við verðum að tala um. Ég reikna með að þér hafið hann í yðar vörzlu? — Já, ég hefi hann. — Eruð þér með hann á yður? — Nei, ég er ekki með hann á mér. Montez hló. — Það er snið- ugt, herra Camber, sagði hann i viðurkenningartón. — Shlak- man karlinn hefir þá sett yður stefnumót á járnbrautarstöð- inni? — Nei, sagði ég, — ég hafði aldrei séð hann áður. Hann virti mig fyrir sér með hálflokuðum augum og daufu báðsglotti og mig langaði helzt til að skvetta úr likjörglasinu framan í hann. — Ég trúi yður, herra Camb- er. Viljið þér ekki svolítið meiri líkjör? Hann helti í glas- ið, en ég snerti það ekki. Það rann upp fyrir mér að hann hafði haldið drykkjarföngunum að mér og það hafði hann ábyggilega gert að yfirlögðu ráði. Þessi maður gerði ábyggi- lega ekkert nema að yfirlögðu ráði. En nú var ég á verði. Kaffið var sterkt og það hafði skýrt hugsun mína. — Segið mér nú hvernig Shlakman kom yður fyrir sjón- ir, sagði hann. — Mér fannst sem hann væri bæði veikur og taugaóstyrkur; ákaflega aðlaðandi, gamall maður, en þreyttur, sjúkur og óttasleginn. — Ákaflega aðlaðandi! Hann hló kuldalega. — Hann var auð- virðilegur þjófur! Ég skal vera ppinskár við yður, herra Camb- er. Reyndar er ég varla rétti maðurinn, þvi að ég lét hann Jíka blekkja mig. Af öryggis- ástæðum hefi ég neyðst til að leigja bankahólf á annars manns nafn, til að varðveita leyniskjöl. Eins og þér uitið þarf alltaf að framvisa tveim lyklum til að opna þessi hólf. Shlakman hafði annan lykil- inn, ég hinn. Það eru vissir að- iJar, sem myndu vilja greiða hvað sem er, til að ná í skjöl- inn, sem geymd eru í þessu hólfi. Það var atriði sem gamli refurinn hafði í huga, þegar hann stal lyklinum. Hann var ekki annað en ómerkilegur. þjófur. ■— En hinn lykillinn? spurði ég. — Hvar er hann. — Hann hafði hann líka í fórum sínum og lögreglan hefir hann í sinni vörzlu nú. — En þá hafa þeir líklega o.pnað hólfið? — Síður en svo. Þér hafið kannski séð að lykillinn er merktur með litlu f. Það er merki City National Bank. Til að finna rétta lykilinn verða þeir að þreyfa sig áfram og hólfin eru að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund. Það tekur sinn tíma og það veitir mér líka frest. Það yrði ákaf- lega örlagaríkt fyrir mig og föðurland mitt, ef einhver ó- viðkomandi kemst í hólfið. Þér skiljið þá vonandi að það er lífsnauðsyn fyrir mig að fá lykilinn. Mér var ekkert um hljóm- fallið í rödd hans gefið, svo ég svaraði engu. — Að sjálfsögðu mun ég sjá til þess að þér fáið eitthvað fyrir þau óþægindi, sem þér hafið orðið fyrir. Þér skuluð fá tíu þúsund dollara í reiðufé. Skattfrjálst. Tíu þúsund! Ég varð alveg dolfallinn. Hann sá auðvitað undrun mína, hló vingjarnlega og klappaði mér á öxlina. — Jæja, þá er það samkomu- lag. Ég skal senda einn af starfs- mönnum mínum með yður til að sækja lykilinn og þá af- hendir hann yður peningana. Hann hringdi og sagði, þegar þjónninn kom: — Biðjið herra Cambosia að koma hingað. Eftir stundarkorn opnuðust dyrnar og ég starði undrandi á manninn sem kom inn. Það var skuggalegi maðurinn frá neðan- jarðarlestinni, sem hafði hótað að ganga af mér dauðum. . — Þetta er Angie Cambosia, sagði Montez. — Hann fylgir vður heim . .. Billinn var Cadillac í ein- hverjum lúxusflokki, með síma og öðrum þægindum og milli fram og aftursætis var þykk rúða. Ég sat í aftursætinu við hlið Cambosia og í framsætinu, við hlið bílstjórans sat annar mað- ur, sem var lifandi eftirmynd Cambosia. Ég hafði búizt við að Cam- bosia yrði þögull og skugga- legur, en það var síður en svo. Hann blaðraði um alla heima og geima, eins og við værum beztu vinir og ég lét sem ég hefði gleymt okkar fyrri fund- um. Síminn hringdi og meðan Cambosia talaði við einhvern á framandi tungumáli, tók ég dag- blað, sem stungið var í grind við símann. Ég fann fljótlega það sem ég leitaði að. Þar var fyrst gerð grein fyrir slysinu og svo stóð: „Sá hópur fólks, sem hefir lýst sig vitni að slysinu, segir sitt á hvað. Þrír áhorfendur segja að hann hafi gripið í ein- hvern mann, sem hafi hrint honum frá sér, svo hann hafi fallið niður á teinana. Aðrir segja að hann hafi sjálfur hörf- að frá manninum, sem hann greip í og dottið aftur á bak. Enginn hefir getað gefið lýs- ingu af manninum, en flestum kemur saman um að hann hafi verið milli þrjátiu og fimm og fjörutíu ára. Lögreglan hefir ekki ennþá getað haft upp á því hver hinn látni var. En það hefic fundizt lvkill að bankahólfi í vasa hans, svo það er von um að eitthvað skýrist með hjálp lykilsins.“ Cambosia leit á blaðið og hló. — Hvernig finnst yður að vera eftirlýstur af lögreglunni, Camber? — Ég er ekki eftirlýstur. — Það hefir engum tekizt að þekkja yður, en það er samt Jýst eftir yður. Þeir hafa upp á yður, verið viss! Eg svaraði ekki. Viman var liðin hjá. Mér var kalt, mér leið illa og ég var hættur að láta mig dreyma um þúsund skatt- frjálsa tíudollaraseðla. Þeir þekktu leiðina. Þeir hefðu ekki þurft að spyrja mig um heimilisfangið og hvernig hægt væri að komast þangað. Og þegar við beygðum inn í götuna, sagði ég: — Akið ekki alveg upp að húsinu, ég vil ekki gera konuna mína órólega. Svörtu augun urðu hvöss og iJlileg. — Þér fáið tíu mínútur. Reynið að koma til baka með ! Jvkilinn í tæka tíð og þér skul- uð ekki gera neinar kúnstir. — Ég skal sækja hann. Ég steig út úr bílnum. Þetta var j fagur og sólríkur dagur og vor ? lofti. Yfir öllum limgerðunum var dauf, grænleit blæja og litlu garðarnir voru nýklipptir I og vel hirtir. Þetta var líka | hljóðlátur tími, áður en börnin komu heim úr skólanum. Eg gekk ínn 1 garðinn og að eJdhúsdyrunum, sem aldrei voru læstar á daginn og kallaði: — AJice! Alice! Ég er kom- , inn heim. Ég fékk að fara heim < ' fyrra lagi. Hvar er lykillinn, | sem ég bað þig að geyma? Alice! Ekkert svar. Ég gekk gegnum alJt húsið. Það var allsstaðar snyrtilega Jagað til, en á gólfinu í her- bergi Pollýar, voru leikföng út um allt gólfið. Ég var næstum dottinn um brúðuhúsið, sem ég hafði gefið henni í jólagjöf. Ég fór út um bakgarðinn og Jenny Harris, sem bjó í næsta Framhald á bls. 42. 22 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.