Vikan

Issue

Vikan - 13.12.1973, Page 5

Vikan - 13.12.1973, Page 5
að bréf af þessu tagi eru fyrirlit- leg. En ég hringdi til gamans á skrifstofu biskups og ræddi við Erlend Sigmundsson, biskups- ritara, og hann var ekki seinn til svars: svona bréf ætti fólk bara að rifa og henda i ruslakörfuna. Þetta ósmekklega hótunarbréf hefur vist gengið árum saman, og hef ég spurnir af mörgum, sem hafa fleygt þvi i þann eina rétta stað, ruslakörfuna, og eru þeir hinir sömu ennþá við góða heilsu og hafa ekki frétt af neinum glötuðum happdrættisvinningi. Þvi miður eru þó margir svo hjá- trúarfullir, að þeir þora ekki að rjúfa keðjuna og heldur hún stöðugt áfram. Vonandi hafa skrif okkar I.M. áhrif á einhverja. Hugsar um „eitthvað annað" Elsku Póstur! Mig langar að spyrja að þvi, hvað ég á að gera til að geta ein- beitt mér við nám,.Þannig er mál með vexti, að ég er alltaf að hugsa um eitthvað annað en það, sem ég á að læra um, og i fyrra- vetur var þetta fyrir neðan allar hellur, og i vetur hefur þetta alls ekkert batnað. Ég hef prófað að lesa eitthvað spennandi, en ekkert hefur gagnað. Jæja, Póst- ur minn, ég vona að þú gefir mér gott ráð, og helzt vildi ég hafa það fleira en eitt, en ég hef reynt svo mörg ráð. Viltu svo nefna fyrir mig nöfn á bókum um kynferðis- mál. Ég vona svo, að þú svarir þessu fyrir mig, og hvernig er svo stafsetningin og skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Heyrðu, er eitthvað minna blóð i þeim, sem hafa litlar blæðingar en þeim konum, sem hafa miklar? Ég vona svo, að svaramaðurinn verði ekki i vondu skapi, þegar hann les þetta bréf og hann birti það sem fyrst, þvi mér liggur á svari við fyrstu spurningunni. Vertu svo ævinlega blessaður og sæll Úrsúla Vandamál þitt er augljóslega fyrst og fremst það, að þú hefur iitinn áhuga á þinu námi. En þar sem þér finnst þú samt verða að læra, gætirðu reynt að fá ein- hvern til þess að lesa með þér. Það er oft gott ráð til þess að halda sér við efnið, og áhuginn kemur á eftir ef þú nærð tökum á efninu. Liklega hvila á þér ein- hver unhugsunarefni, sem taka alla þina athygli. Þú ert greini- lega ung að árum, sennilega 14 ára eða svo eflaust á kafi i vanda- málum lifsins, sem á þessum aldri virðast einkum flókin i kyn- ferðismálum. Þú gætir til að byrja með lesið bókina „16 ára eða um það bil” eftir Lizzie Bund- gaard. Ódugnaður þinn gæti vel stafað af blóðleysi, láttu athuga i þér blóðið og ráðgastu við lækni, ef þér finnstblæðingar óeðlilegar. Skriftin er hroðvirknisleg og bendir til óþolinmæði og skorts á einbeitingarhæfileika! ! Staf- setning er ekki gallalaus með öllu. Og svo vona ég, að þú sért I jafngóðu skapi og „svaramaður”, þegar þú lest þetta svar. JC7T MEÐ LJÓTA VALBRA Kæri Póstur! Ég er fimmtán ára og hef ljóta valbrá á hálsi, sem ég hef mikla minnimáttarkennd af. Er ekki eitthvað til frá öllum þessum snyrtivörumerkjum annað en make, sem hylur þetta lýti? Kæri Póstur, svaraðu mér fljótt og vel um þetta vandamál mitt. Hvað lestu úr skriftinni? Með fyrirfram þakklæti, ein fimmtán ára. Ef þcssi valbrá er ekki á þeim stað, að þú getir einfaldlega látið hárið hylja það, þá verðurðu að leita ráða hjá sérfræðingi. í fyrstalagi ættirðu aö hafasamráö við lækni, þvi þú getur gert illt verra með einhverri vanhugsaöri meðhöndlun. En útlærður snyrti- sérfræðingur ætti svo að geta hjálpað þér. Skriftin bendir til at- hafnasemi. HVAÐ KOSTAR JACKIE? Við erum hér tvær, sem langar að vita, hvort ekki sé hægt að fá blaðið Jackie, sem fæst i Eymundsson, sent út á land og hvað það muni kosta. Svo langar okkur lika að vita, hvað sé hægt að gera við feitu hári. Hvernig er skriftin, og hvað erum við gamlar? H.ogA. i Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar fengum við þær upp- lýsingar, að blaðið Jackie kostaði 1!) kr„ póstkröfugjald væri 55 kr. og burðargjald væri 20-35 kr. eftir þyngd, og væru ýmist send 2 eða 4 blöð f einu út á land. Það mundi sem sagt kosta ykkur 93-109 kr. að fá Jackie — sendingu. Fáið ráð við feitu hári hjá hárgreiðslu- konu. Annars stafar feitt hár oftast af röngu mataræði og lé- legri umhirðu, hár þarf að hiröa vel, þvo um leið og það er farið að fitna og ekki hylja það of mikið undir húfum. Skriftin er skýr, og þið eruð varla meira en 14 ára. ☆ BRENNANDI ÁSTARÞRÁ er eftir BODIL FORSBERG höfund bókanna Ég elska að- eins þig, Vald óstarinnar, Hróp hjartans, Ást og ótti. Hrífandi og spennandi bók um óstir og örlagabaróttu. Francis Clifford Æðisgenginn flótti Eftir höfund metsölubókarinnar NJÓSNARI ÁYZTU NÖF ÆÐISGENGINN FLÓTTI er enn ein snilld- arbókin eftir FRANCIS CLIFFORD, höf- und metsölubókanna Njósnari á yztu nöf, Njósnari í neyð, í eldlínunni. Franc- is Clifford hlaut 1. verðlaun Crime Writ- ers’ Association 1969. HÖRPUÚTGÁFAN 50. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.