Vikan

Tölublað

Vikan - 13.12.1973, Blaðsíða 9

Vikan - 13.12.1973, Blaðsíða 9
frúin á. En þeim leiöist hálf, að búa svona nærri vagnabyggðinni. Ætli þau hafi séð vagnana, þegar þau keyptu húsið, fyrir laufinu á trjánum og runnunum. Ef þau hefðu vitað, að vagnarnir voru svona nærri, hefðu þau aldrei valið þennan stað. — Hvað sagði ég ekki... Við erum ekki nógu fin handa þeim, sagði Gilchrist þungur á brúnina. — Það er ekki alveg ómögulegt, að ég þeyti múrsteini inn um gluggann hjá þeim einhvern daginn. Kannski þau gætu eitt- hvað af þvi lært... En hann lét ekki verða af þvi. Það var eins og hann hefði það á tilfinningunni, að Jonson fylgdist með sér. — En af hverju ætli það sé? Mér er reyndar alveg sama, þvi að ekki hef ég gert neitt af mér, sagði Gilchrist önugur. Lucy gat heyrt á tal elskend- anna á kyrrum kvöldum, þegar hún sat i trénu, og næturgalinn söng undir. — Hvar ertu, elskan? — Hérna vinur. Lucy reyndi að segja „elskan” upphátt. Hvað það hlaut að vera dasamlegt að heyra einhvern segja þetta við sig! Hún sagði það við hundinn um kvöldið, þegar þau voru bæði skriðin undir vagninn. — Góða nótt, elskan litla, hvislaði hún. En honum stóð greinilega alveg á sama. Blómin skinu og glitruðu i sólskini siðsumardaganna og flugurnar sveimuðu kringum þau. Þar kom, að blöðin tóku að fölna og falla, og smám saman sást meira og meira af garðinum. En þá var þar ekkert meira að sjá, þvi að hjónin héldu sig inni við, að baki upplýstra glugganna, og úr reykháfnum liðaðist reykjarsúla til himins. Svo kom hvassviðriskvöldið, þegar ungi maðurinn gekk fram og aftur milli visnaðra blómanna, einn sins liðs. Lucy fylgdist undrandi með honum. Við og við nam hann staðar og horfði upp i gluggana, en aöeins stundarkorn. Hann hélt áfram að rangla um, bara enn órólegri ... Hann var alltaf að lita á úrið sitt og strauk sér óþolinmóður yfir hárið eins og hann hefði áhyggjur af einhverju. Næsta undunarefni Lucy var nýr barnavagn, ljósgrænn og krómaður. Yfir hann var breitt mjúkt blátt teppi. Allt i einu stóð þessi vagn i garðinum og rétt seinna heyrði hún raddir þeirra: — Sefur hann vinurinn?... — Já, elskan min. t fjarska sá Lucy ungu konuna annast litinn bláan snáða, sem var alveg eins og brúða. Hvað það hlyti að vera dásamlegt að hafa svona litinn dreng til að gæta, baða og leika við, hugsaði Lucy. Um kvöldið gat hún ekki haldið aftur af sér: — Æ, mamma, af hverju eignast þú ekki lika litið barn? spurði hún móður sina áköf. Móðir hennar varð hvumsa við. Hún var að þvo þvott i köldu vatni á rigningardegi. Hún rétti úr sér við balann og hristi sápu- löðrið af handleggjunum: — Hvað skyldi þér detta næst i hug, bjáninn þinn, hreytti hún út úr sér. — Láttu ekki pabba þinn heyra svona vitleysu, þvi að þá færðu að kenna á þvi. Við eigum vist einum krakka of mikið nú þegar. Gluggar pósthússins voru skreyttir silfurlitum figúrum og i búðarglugganum voru fallegar leikfangaöskjur milli jólakaka, girnilegra ávaxta, og sælgætis- poka. Gilchrist var i afleitu skapi, þvi að hann átti ekki grænan túskilding og hafði staðið i þrætum á vinnumiðlunarskrif- stofunni. 1 köldu vetrarveðrinu fraus vatnið viða i vatnsleiðslum og honum var sagt, að blikk- smiður hlyti sjálfur að geta út- vegað sér vinnu, þegar svo stæði á. — En ég sagði þeim að passa upp á sina eigin helvitis vinnu, sagði Gilchrist við konu sina. — Kannski þeim finnist þeir gera það, svaraði hún þurrlega. Gling-gló ... Gling-gló.... Kirkjuklukkurnar vöktu enga athygli i vagnabyggðinni. Enginn þaðan fór til kirkju, nema frú Brock, sem var að verða áttræð — Það er hennar liftrygging, sagði Gilchrist háðslega. Gling-gló... Gling-gló... héldu klukkurnar áfram. Engu var likara en þær reyndu að flytja fólkinu boðskap. Kórdrengirnir voru að æfa jólasálmana og tónar þeirra bárust allt til vagna- byggðarinnar. — Uff, þvilikt óþarfa tildur, fussaði Gilchrist. Úti var frost og það herti frekar en hitt. Allar vatnsleiðslur á prests- setrinu sprungu i vikunni fyrir jólin. Lucy lék sér i snjónum, en þegar hún kom inn, sat faðir hennar viðborðiðog reykti vindil. — Farðu strax með þetta bréf á prestssetrið. Þeirsendu eftir mér til þess að gera við vatnslögnina, en það dettur mér ekki i hug að gera. Þú getur sagt, að pabbi þinn sé veikur. — Nei, heyrðu annars, bætti hann við, þegar hann mundi eftir þvi, að þá afsökun hafði hann notað áður. Segðu heldur, að pabbi þinn hafi fengið 'aðra vinnu. Og svo glotti hann undir- förull. Stjörnurnar voru stórar og virtust óvenju nálægar. Lucy hraðaði sér af stað og kærði sig kollótta um kuldann, glöð yfir þvi að komast burtu. Alls staðar, þar sem gluggatjöldin voru ekki dregin fyrir gluggana, sá hún skreytt jólatré, sem skinu og geisluðu. Það hafði lika verið jólatré í skólanum á Litlu- V 50. TBL. VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.