Vikan

Útgáva

Vikan - 13.12.1973, Síða 24

Vikan - 13.12.1973, Síða 24
— Islenzkar konur eiga við ná- kvæmlega sömu vandamál að striða og enskar, þ.e.a.s. þessar sifelldu hitabreytingar. Umskipt- in eru bara enn stórkostlegri hér, loftslagið kaldara, og hitinn innan húss ennþá meiri. Svo eru Islend- ingar eins og Englendingar vit- lausir i sólskin og æða til sólar- landa, jafnvel um miðjan vetur, og baða sig þar hömlulaust i sterku sólskininu. Það er ekki hægt að gera húðinni neitt verra. Hún þornar og skorpnar og eldist miklu fyrr. Þetta sagði Doreen Swain, enskur snyrtisérfræðingur, sem hér var nýlega á ferð að kynna snyrtivörur Helena Rúbinstein fyrirtækisins og kenna notkun þeirra. Ég spjallaði aðeins við hana, rétt áður en hún fór héðan á leið til Möltu, elskulega og aðlað- andi konu, sem bar það með sér að hafa fylgt settum reglum um meðferð húðarinnar. Ég kunni ekki við að spyrja hana að aldri, svoleiðis leyfir maður sér vist ekki við konur, en sjálfsagt hefði henni verið sama, ég reiknaði það út eftir starfsaldri hennar, að æviárin hefðu a.m.k. tuginn fram yfir það, sem útlitið sagði til um. Doreen Swain kynntist flestum duttlungum islenzkrar veðráttu þá viku, sem hún dvaldist hér. Það var ýmist sól, frost eða rign ing, aðallega rigning. Enda kvaðst hún skilja, að það væri dá- litið erfitt fyrir islenzka konu að halda sér til. Einkum hlyti rokið að vera þreytandi. — Hvernig er yfirleitt hægt að vera vel greidd hér? sagði hún. — Annars finnst mér islenzkar konur, einkum yngri kynslóðin, fylgjast afskaplega vel með tizk- unni, klæðast samkvæmt nýjustu tizku og snyrta sig yfirleitt vel. Og varðandi hirðingu húðarinnar, þá eruð þið ákaflega heppin með vatnið, þó ég mæli reyndar aldrei með vatni til andiitsþvotta. Vatn- ið hérna er hreint og gott, og það er ekki litils virði að vera laus víð alla megnun, bæði i vatni og lofti. Hitabreytingarnar eru raunveru- lega eina vandamál ykkar. Og svo vil ég sérstaklega vara við óhóflegum sólböðum. — Ég var nýlega i Japan um hálfs árs skeið, og þar kynntist maður þvi vel, hvað sólskinið get- ur gert húðinni. Þær skilja það, japönsku konurnar, og þær verja sig gegn sólinni með öllum ráð- um. Þær vilja vera sem hvitastar á hörund, og frekna er i þeirra augum aldeilis voðalegur hlutur. Enda hafa japanskar konur mjúka og góða húð. Þær snyrta sig ekki ólíkt evrópskum konum, en litaval þeirra er dálitið annað, þær kjósa meiri andstæður i lit- um. — Gilda fullkomlega sams kon- ar snyrtivörur, hvar sem er i heiminum? — Nei, alls ekki. Helena Rubin- stein fyrirtækið rekur 32 verk- smiðjur viða um heim, og á hverjum stað fyrir sig verður að taka tillit til loftslags, rakastigs og hita. Ensk framleiðsla gildir fullkomlega við islenzkar aðstæð- ur, en við getum ekki boðið kon- um i Singapore nákvæmlega það sama. Þetta er allt unnið að undangengnum rannsóknum og prófum. — Þetta er ekkert smáfyrir- tæki. Vinna margir snyrtisér- fræðingar á vegum þess? — Aðeins á Englandi eru starf- andi um 300 snyrtisérfræðingar, bæði á snyrtistofum og til leið- beiningar i verzlunum. Kg er allt- af á ferðinni um önnur lönd, ferð- ast oftast tvær vikur eða meira, en fæ svo viku fri á milli heima i Chester, þar sem ég bý. — Hefurðu unnið lengi við þetta? — Ég lærði þetta fyrir meira en tuttugu árum og hef unnið við það siðan. Þá var þetta hálfs árs nám, en við þurfum alltaf við og við að hressa upp á kunnáttuna á nám- skeiðum, þegar um nýjungar er að ræða. — Hafa orðið miklar breyting- ar á þessum tima? — Vörurnar eru orðnar miklu betri en þegar ég byrjaði i þessu. Litirnir nú til dags eru yfirleitt eðlilegri og mildari, og við leggj- um áherzlu á önnur atriði nú en fyrir 20 árum. — Eru augun ennþá aðalatrið- ið? — Já, það má segja, að við andlitsförðun sé lögð aðaláherzl- an á að draga fram fegurð augn- anna. Og það er ekkert einkenni- legt, augun eru það, sem flestir taka fyrst eftir. Margir halda þvi fram, að karlmenn horfi fyrst og fremst á barm kvenna og fót- leggi, en ég hef spurt marga að þessu, og augun hafa svo sannar- lega vinninginn. — Nú eru snyrtivörur svo til eingöngu miðaðar við kvenfólk. Er engin breyting væntanleg i þeim efnum? — Karlmennirnir eru alltaf að færa sig upp á skaftið, enda finnsi mér það sjálfsagt mál. Þi skyldu þeir vera að burðast með hrjúfa og bólótta húð, þegar þeir geta fengið aðstoð snyrtisérfræðinga? Ungu mennirnir eru ekkert feimnir við þetta lengur, þeir koma mikið á snyrtistofur i Eng- landi. — Telurðu fólki almennt nauð-^ synlegt að leita til snyrtisérfræð- inga? — Mér finnst það alveg sjálf- sagt. Það er auðvitað hægur vandinn að kaupa sér krem og varalit i næsta apóteki eða kjör- búð, en það er bara peninga- eyðsla út i bláinn. Það er þvi mið- ur mjög algengt, að konur kaupi sér t.d. sérstaka tegund af kremi, sem vinkonan mælir með, eða sama augnskugga og dóttirin er nýbúin að uppgötva. Svona lagað getur verið beinlinis skaðlegt, það er ekki nokkur trygging fyrir þvi, að tveimur konum henti sama tegund af snyrtivörum, önnur hefur kannski feita húð, hin þurra. Það borgar sig miklu betur að fá ráð sérfræðings um val á þeim snyrtivörum, sem hverri týpu hentar. Hitt er bara að kasta peningunum á glæ. — En er öllum svona bráð- nauðsynlegt að smyrja sig þetta og mála? Eru ekki einhverjár konursvo lánsamar að þurfa ekk- Ekki sama kremiö í Singapore ogí Reykjavík Rætt við Doreen Swain, enskan snyrtisérfræðing 24 VIKAN 50. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.