Vikan

Issue

Vikan - 13.12.1973, Page 39

Vikan - 13.12.1973, Page 39
E 1 G U M V 1 Ð ÓSÝNILEGAN TVIFARA Framhald af bls. 7 urðu með vissu millibili. A einstaka stöðum komu fram daufir ljósblettir. Allt virtist þetta fylgja ákveðnum lögmálum, en hverjum? Gerð var tilraun til þess að komast að þvi. Klipptur var burtu hluti laufblaðs. Afleiðingin varð ótrúleg. Myndirnar af laufblaðinu fyrir og eftir „aðgerðina” voru nær þvi alveg eins. A myndinni, sem tekin var eftir að klippt hafði verið af blaðinu, sást þó lina eftir sárið — en geislanirnar af þeim hluta blaðsins, sem klipptur hafði verið burtu, voru enn fyrir hendi aðeins örlitið daufari en áður. Það var eins og draugamynd. Ljósmyndavélin hafði tekið mynd af þvi, sem ekki var til staðar. Geilsanirnar af blaðinu sýndu að blaðið væri óskert. Það lá beint við að velta þvi fyrir sér, hvað hefði gerzt, hefði þetta verið dýr eða maður. Ef til dæmis einhver hefði misst fingur og tekin væri mynd af höndinni á honum, kæmi þá horfni fingurinn fram á myndinni? — Já, segja rásnesku visinda- mennirnir, sem hafa haldið rann- sóknum Kirlians áfram. — Já, hann kæmi fram. Við höfum sannað það. Ósýnilegur tvifari Það er velþekkt staðreynd, að fólk hefur lengi ef.tir aðgerð fundið fyrir afnumdum fæti eða handlegg. Læknar hafa útskýrt það sem hrein „sálræn áhrif vonarinnar um að halda iiminum’. eða með öðrum orðum, ofskynjun. Taugakerfið hefur ekki náð að jai'na sig eftir aðgerðina og heldur áfram að senda taugaboð frá likams- hlutanum, sem numinn hefur verið af, eins og hann hefði aldrei verið fjarlægður. Nú virðist eins og til sé önnur skýring Kannski heldur afnuminn likamshlutinn áfram aö vera i orkuformi Sinu. ósynilegur mannlegum augum, en sýnilegur með ljósmyndatækni Kirlians? Kannski er þrátt fyrir allt eitthvað til i þvi, sem sagt hefur verið um árur. Hópur rússneskra lækna hafa sett fram nýja kenningu. sem sé þá, að allar lifandi verur menn dýr og jurtir — séu ekki einungis til i einum likama, sem gerður er úr auðrannsakanlegum eindum. heldur auk hans hafi þær „annan likama” — nokkurs konar tvifara af óþekktri orku, en þó næsta iikan og trúlega eins og efnis- likaminn. Rússnesku læknarnir kölluðu fyrirbærið „liffræðilega árulikamann”, og fleiri uppgötv- anir bættust við. Myndir voru teknar og bornar saman af laufblöðum á mis- munandi stigum, nýjum, gömlum visnum og dauðum blöðum. Nýju laufblöðin glitruðu alltaf af f jölda geislana og minntu á upplýstar borgir, eins og þær eru að sjá úr lofti á nóttunni. Siðan fóru þau að dofna — það var eins og dregið væri fyrir alla glugga i borginni. Skuggar fóru að sjást viða, þar sem áður hafði verið eitt ljóshaf. Lifandi laufblaðið var að dauða komið. Og dauða blaðið var lif- laust, dimmt. Fylgzt var mjög náið með þróuninni og i ljós kom að örsmáir lifandi geislarnir skildust frá efninu, leystust upp og hurfu. Um leið og efnis- Hkaminn dó, hvarf einnig tvifari hans. Orkulikaminn dó, hvarf eða fluttist annað, óvist hvert. Enn ein, merkilcg uppgötvun Dag einn mistókust allar mynd- irnar hjá Kirlianhjónunum. Ljós- myndirnar af höndum Kirlians urðu mattar og óskýrar og þaktar dökkum flekkjum. Hann lét konu sina reyna i staðinn og þá urðu allar myndirnar skýrar og greini legar. Úm kvöldið fór Kirlian að kenna lasleika. Gamall sjúk- dómur, sem hann hafði gengið með, var að taka sig upp aftur. En meðan hann lá veikur, kom honum i hug það.sem dreif hann á fætur aftur. Höfðu myndirnar misheppnazt vegna þess, að sjúk- dómurinn hafði haft áhrif á gcils- anirnar út frá honum? Hann tók aftur myndir af höndum sinum og höndum Velentinu á eftir. 1 ljós kom, að tækin voru i fullkomnu lagi, svo að ástandi hans sjálfs hlaut að vera um að kenna, að myndirnar misheppnuðust. Hann hafði gert enn eina merkilega uppgötvun. Þegar hann var kominn aftur i rúmið, áleit hann að sjá mætti fyrir sjúk- dóma i árunni. Hans eigin lasleiki hafði komiö fram á myndunum, löngu áður en hann hafði sjálfur kennt sér nokkurs meins. Einnig á þessu sviði höfðu skyggnir og ólreskir menn haft Framhald á bls. 36 Dual fjölskyldan Skipholti 19 S: 23800 Klappastig 26 S: 19800 Akureyri S: 21630 I)ual-fjölskyldan getur verið ba'ði litil og stór. Það er hægt að bvrja með aðeins eitt einfall la'ki, en fjölga þeim siðan smátt og smátt, þar til takmarkinu er náð: Kullkomið stereo-sett. sem liel'ur beztu fáanlegu bljómgæði og sten/t mcstu kröl'ur nútima- fólks.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.