Vikan

Tölublað

Vikan - 13.12.1973, Blaðsíða 48

Vikan - 13.12.1973, Blaðsíða 48
/ fl> ; V'$,7 . JOLAGJAFIR handa ömmu og afa, o mömmu og pabba, eiginkonunni og eiginmanninum, unnustunni og unnustanum. .jfr GJAFIR HANDA ÖLLUM. LÍTIÐ INN BJODUM ADEINS ÚRVALSVÖRUR. TÉKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 simi 13111 sér, en hann er giftur frænku minni. Það var náttúrlega ekki merkileg blaðamennska, ég skrifaði nokkra eindálka og hljóp með prófarkir niður i prent- smiðju. En þetta var alla vega byrjunin. Mestalla ævi siðan hef ég'verið með annan fótinn eða báða á einhverjum fjölmiðlinum. —Þú ert háskólamenntaður, er það ekki? -r-Jú, eftir stúdentspróf 1Í954 var ég i Englandi i nokkra mánuði, ætlaði að læra ensku og siðan hagfræði, en ég var svo skit- blankur, að ég varð að koma heim. Ég vann þvi þann vetur, en tók svo viðskiptafræðina hér heima og vann svolitið með henni, m.a. á Visi. Eftir viðskiptafræði- prófið 1960 ætlaði ég að koma mér til Ameriku i framhaldsnám, en fékk ekki nógu háan styrk til þess að dekka allan kostnað, og þar sem ég átti ekki krónu sjálfur, varð ég að afþakka styrkinn. Nú, svo bauðst mér starf i minu fagi, en þar sem ég gat fengið miklu hærra kaup á Vísi, þá varö það nú ofan á, svo þú sérð, að það er alltaf peningaspursmálið, sem ræður ferðinni. —Svo fór ég á Morgunblaðið og vann þar i 7 ár. Þar likaði mér ákaflega vel fyrstu árin. Við vorum þá i erlendu fréttunum, ég og Björn Thors, Margrét Bjarnason og Sólrún Jensdóttir, og þetta var einstaklega gott lið, vann vel saman og kom vel saman, og þetta var virkilega góður timi. Um nokkurra ára skeið skrifaði ég vikulega almennt fréttayfirlit eða frétta- skýringar, og það er eiginlega það, sem mér hefur þótt skemmtilegast á minum ferli. —Svo er það þá sjónvarpið, þar sem ég vann i rúm 4 ár. Viö vorum þá 4 til að byrja með á fréttastofunni, Magnús og Markús Orn og við Eiður, og það var óneitanlega hart keyrt og mikið álag á okkur. En það er margt hægt með góðri samvinnu, og allt gekk þetta heldur vel. Ég hafði t.d. mjög gaman af að vinna að erlenda fréttaskýringa- þættinum, sem ég sá lengi um, en þvi miður voru mér settar heldur þröngar skorður við þá vinnu. Allt filmuefni kom t.d. frá aðeins einu fyrirtæki, og eini timinn, sem ég hafði til að athuga þetta efni, var á fimmtudögum og eldsnemma á föstudagsmorgnum. —Ég hafði að mörgu leyti reglulega gaman af að vinna á sjónvarpinu, þetta var allt mjög spennandi i byrjun og áhuginn mikiil. En ég verð að játa, að mér finnst hafa orðið einhver stöðnun þarna, eins og eldmóðurinn sé horfinn. Það er kannski ekkert skrýtið. En mér finnst það skrýtið, að menn, sem hafa verið lengi i fréttamennsku, skuli ekki hafa áhuga á að færa sig upp á við og á sjónvarpið. Manni finnst ein- hvern veginn, að þannig ætti það . að vera. En það er eins og sjón- varpið freisti þeirra ekki, og það verður stundum að taka inn alls óvant fólk, sem aldrei hefur komið nálægt fréttamennsku. Ekki þaö, aö ég hafi neitt út á þetta fólk að setja, siður en svo, mér finnst þetta bara einhver öfugþróun. —Er ólikt að vinna við út- varpið? —Ég er nú svo nýbyrjaður þar, en það er alltaf eitthvað að gerast þar, eins og menn hafa orðið varir við. Nú er aðalmálið kvöldfrétta- timinn. Þú mátt gjarna hafa það eftir mér, að við erum öll hundóánægð með þennan frétta- tima kl. hálfsjö, og það linnir ekki kvörtunum alls konar fólks, sem hringir til okkar og skrifar okkur. —Eru ekki óanægðir alltaf háværari en ánægðir? —Ja, ég held ekki i þessu til- felli. Sko, það er nú aðallega það, að þessi fréttatimi er alltof stuttur, Veðurfregnirnar eru fast- bundnar viö þennan tima, kl. 6.45, og við verðum að gjöra svo vel og keyra fréttirnar á einu korteri, og það er bara oft ekki hægt. Senni- lega kæmi þetta betur út á sumrin, þegar engar þingfréttir Hrúts merkib 21. marz — 20. aprll Þú verður að viöur- kenna hluti fyrir sjálf- um þér sem þér er þvert um geö, en þeg- ar þú hefur sætt þig viö pá gengur allt bet- ur. Þú hefur mjög mikiö aö gera og hvilir þig alltof litiö. Nauts- merkift 21. aprll — 21. mal Þú reynir aö koma til móts viö vin þinn sem er I vanda staddur. Miklar lfkur eru til þess aö þú feröist nokkuö. Þú þarft aö hugsa um sjúkling. Tlmi þinn nýtist ó- venju vel þessa viku. Tvíbura- merkift 22. mal — 21. júnl 1 fyrsta sinn á ævinni fæst gamall kunningi fjinn til aö taka ráö- eggingum þinum, þaft er á vissan hátt sigur fyrir báöa. Þú veltir fyrir þér breytingum á högum þínum. Krahba- Ljóns merkift merkift 22. júnl — 23. júlf Aö líkindum feröu I feröalag sem skilur f)ig frá fjölskyldu nnni um tima. Þú endir i deilu og eru lyktir hennar mjög tvlsýnar, þar til nýtt tromp kemur I spiliö. 24. júll — 24. ágúst Þú skemmtir þér ó- venju mikiö án þess þó aö kosta miklu til, en samt finnst þér þú ein- mana. Reyndu neldur aö eignast félaga meö sömu áhugamál og þú. Besti dagur vikunnar er mánudagur. Meyjar merkift 24. ágúst — 23. sept. Þú ert óvenju þögull og hugsandi, en fáir vita ástæöuna, sem betur fer fyrir þig. Þú átt vin sem þú getur treyst fyrir leyndar- máli þlnu og ættir aö gera þaft, þótt þú viljir leysa fram úr þessu einn. 40 VIKAN 50. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.