Vikan


Vikan - 21.03.1974, Síða 4

Vikan - 21.03.1974, Síða 4
Ertu að byggja? ’Zföílfflmw. Viltu breyta? Þarftu aö bæta? Iilaver GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 Dósturinn Atta spurníngar af Snæfellsnesi. Kæra Vika! Komdu sæl' og blessuð og ég þakka þér fyrir allar stundirnar, sem þú hefur stytt mér. Ég vona, að „Herra Póstur” birti bréf mitt, úr þvi að ég fór að ómaka mig við að skrifa þaö. Ég vona, að „Herra Póstur” geti svarað spurningum minum. Ég skrifa ekkert um kynferðisvanda- mál núna. Ef „Pósturinn” hefur verið i Vikunni frá þvi að fyrsta Vikan var gefin út, þá hlýtur hann að vera farinn að nálgast sextugt og býst ég þvi við, að Pósturinn sé orðinn of gamall til að skemmta sér við að leysa kynferðisvanda- mál. Þá er komið að spurningunum: 1. Er lagið „Ég er kokkur á kútter frá Sandi” um mann frá Hellissandi? 2. Hvað þýðir orðiö Eðvarð? 3. Hvað fær Pósturinn mörg bréf á mánuði? 4. Leika kaffibrúsakarlarnir i auglýsingunum um kóróna-fötin i sjónvarpinu? 5. Hvað kostaði fyrsta Vikan, sem var gefin út og er hægt að fá hana keypta? 6. Hvað er Vikan gömul? 7 Er þátturinn „Pennavinir” hættur? 8. Hvort á að skrifa f eða v i orðinu æv(f)intýr? Jæja, þá eru spurningarnar ekki fleiri og ég vona, að „Herra Alvitur” (Pósturinn) geti svarað þeim. Mér finnst Vikan hætti að vera meö frimeckjaþætti eða eitthvað i þeim dúr. Kannski leyfir plássið það ekki, má bara ekki sleppa einhverju af ástarsögunum? Einnig mætti þetta ágæta blað reka meiri áróöur gegn sigarettu- reykingum. Að ööru leyti er blaðiö stórfint, þó að auðvitað séu ekki allir ánægðir meö það. Vill Pósturinn vera svo vin- gjarnlegur að bera ritstjóranum kveðju mina með þökkum fyrir þetta ágæta blað. Svo vona ég, að Pósturinn sé i góðu skapi, þegar hann les þetta bréf, en snúi samt ekki út úr. Með kærri kveðju. Doktor Spóalöpp. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? (Ég má ekki vera að þvi að vanda mig). ■ > Pósturinn þakkar kveöjurnar og kemur þeim áleiöis. Pósturinn er ckki nærri oröinn sextugur, reyndar tæpast kominn á miöjan aldur, þvi aö fyrsti Pósturinn birtist i Vikunni 17. júli 1941, og honum finnst hann ekki vaxinn upp úr þvi aö leysa kynferöis- vandamál, á meöan einhver leitar tii hans meö slik mál. Ekki eru aliir eins vel settir og þiö Snæ- lellingar, sem búiö I grennd viö þennan dulmagnaöa jökul, sem leysir öll slik vandamál, áöur en þau verða til.ef marka má full- yröingar Þórðar Iialldórssonar á Ilagverðará. En nú er vist kominn timi til að snúa sér aö þessum númeruöu spurningum, sem Póstinum er fariö aö leiöast. 1. Vel má vera, að texti þessa ágæta lags, sé ortur um ákveöinn inann á Hellissandi, en Pósturinn treystir sér ekki til að fullyröa neitt um það. 2. Eövarð er sá, sem gætir fjár- muna. 3. Þaö myndi æra óstöðugan aö liafa tölu á þeim. 4. Já. 5. 6. Fyrsta Vikan kom út 17, nóvember 1938. Þá kostaði ein- takið fjörutiu aura, en áskriftar. gjald á mánuði var ein króna og fimmtiu aurar, en fyrsta blaðiö cr ckki til sölu. 7. Alltaf safnast fyrir álitlegur bunki af pennavinum og reynt er að skjóta þeim inn i blaðið, þegar færi gefst. 8. Ilvort tveggja er rétt. Skriftin gæti verið fallcg, ef þú vandaðir þig. Að lifa í glaumi og gleði. Elsku Póstur! Ég veit, að þú getur hjálpað mér. Þannig er mál með vexti, að ég á mjög stranga foreldra. Sjálf er ég fimmtán ára og fæ að vera úti á kvöldin til klukkan tiu, en það finnst mér vera allt of stuttur timi. Ef ég kem seinna heim, er ég sett i straff I viku. Þegar ég kem heim úr skól- anum, verð ég alltaf að hanga inni og annaðhvort að læra eöa hjálpa til við húsverkin. í siðustu viku var ég á balli og var með strák, en ég átti að koma heim strax og ballið væri búið og ég ætlaði að gera það, en strákurinn bað mig um aö labba með sér pinustund og ég gerði það. Þegar ég kom svo heim klukkan þrjú, var mamma vakandi og sagði: „Jæja, svona er að leyfa þér aö fara út á ball. Hér eftir færðu ekki að fara á ball i vetur.” Og ég er viss um, að hún stendur við það. Þetta er það, sem ég fæ fyrir að hjálpa henni við húsverkin. Elsku Póstur! Hvað á ég að gera, þvi að mig langar svo til að lifa i glaumi og gleði? Hvað lest þú úr skriftinni og hvernig er hún? Hvernig eiga vatnsberinn og nautið saman? Ein i vandræðum. Fyrst af öllu þarftu að temja þérað gcra mun á réttu og röngu. Pósturinn trúir þvi ekki, aö balliö hafi átt aö vera búiö klukkan tiu, en þá segist þú alltaf eiga að vera komin heim. Þar af leiöandi hefur þér veriö veitt leyfi til aö vera lengtLr úti og þú lofaöir aö koma heim strax eftir balliö, en stóöst 4 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.