Vikan


Vikan - 21.03.1974, Side 39

Vikan - 21.03.1974, Side 39
 Prestone HIGH PERFORMANCE AUTO PRODUCTS Fæst á bensínsölustöðum JET WAX bílabón UPHOLSTERY CLEANER áklæðahreinsir ísbræðir STARTING FLUID ræsivökvi il andri hf. Öldugötu 10 — P.O. Box 1128 — sími 23955. En hann breytti áætlunum sin- um. Hann var of stoltur til þess að koma aftur skriðandi til hinnar lævísu Clare. Og Clare var kona, sem stóö við orð sin. Skilnaðarmálið gekk sinn gang og frú Beer, sem enn hafði beðið ósigur, skreið aftur i hiði sitt i auðnum norðursins. Þrem vikum seinna, áður en málið kom fyrir rétt, hitti Phyllis aðstoðar- kvikmyndastjóra, sem lofaði að gera hana að stjörnu. Þau ferðuð- ust til Italiu fyrir húsgögn Tutins og fengu hús i hundrað metra fjarlægð frá kvikmyndaveri að- stoðarleikstjórans fyrir minka- pelsinn. Tutin fór ekki aftur til Clare. Hann fann, að trúnaðurinn á milli þeirra var horfinn. Grundvöllur- inn undir algjörum og fullnægj- andi skilningi var brostinn, en án hans yrði hjónabandið skripaleik- ur, eitthvað, sem láppað hefði verið upp á. Það var Clare, sem kom til hans og baðst afsökunar. Henni tókst loks að fá hann i það minnsta til að leyfa sér að lita eft- ir honum á meöan hann væri að ná sér eftir mesta harmleik lifs sins. 1 sannleika sagt var hann niðurbrotinn ■ maður. Honum fannst hann hlægilegur og hann forðaðist vini sina. Hann van- rækti að gera likamsæfingar og borðaði of mikið. Hann varð grár fyrir hærum og öðlaðist á ótrú- lega skömmum tima slappt útlit miðaldra manns. En svefninn og meltingin löguðust mjög við um- önnun Clare. Allt þetta skeði fyrir sjö árum siðan. Dag nokkurn óskaði nýr kunningi Tutins, sem hafði dval- izt á heimili hans yfir helgi, hon- um til hamingju með hamingju- samt fjölskyldulif, töfrandi eigin- konu og indæl börn. 1 þakkarbréfi sagöist hann aldrei mundi gleyma dvöl sinni hjá þeim. Ungi maðurinn, sem langaöi til að komast að við fyrirtæki Tutins, gerði sér 'greinilega far um að vera honum til geðs. Tutin var á- nægður með hrósyrði hans. En allt I einu gerði hann sér ljóst, að i þeim var sannleikur fólginn. Þegar öllu var á botninn hvolft, var hamingjuna aðallega að finna á heimilinu og það var reyndar töluvert mikil hamingja. Hvenær og hvernig hún hafði farið aö byggjast upp aö nýju, gat hann ekki sagt til um. Hann hafði ekki- tekið eftir komu hennar. Hann haföi reyndar alls ekki tekið eftir henni. Hún var ekki rómantisk og það var ekkert æsandi við hana. Hún liktist á engan hátt hjóna- bandsdraumum ungra elskenda, eilifum hveitibrauðsdögum með þægilegri tilbreytingu stórra og glæsilegra hanastélsboða fyrir afbrýðisama vini. 1 rauninni var hún algjör andstæða þessa, lifs- máti, þar sem allt var þekkt og kunnugt, einfalt og venjulegt, þar sem ástúðin var sjálfsögö og róm- antisk skrúðmælgi ekki aðeins ó- nauðsynleg, heldur óþörf, jafnvel leiðinleg. Hvað viökom boðum, þá voru þau kannski nauðsynleg, en hundleiöinleg, i rauninni tima- eyðsla, friöar- og hamingjuspillir. Og Tutin viröist sem hann hafi náð miklum árangri i lifinu i þýð- ingarmestu deild þess, heimilinu. En hvað hann hafði verið vitur að hressa svona vel upp á samband- ið við Clare, en það var lika nauð- synlegt til að þau gætu haldið á- fram að lifa lifinu saman. Hvað Phyllis viðkom þá hafði hann einu sinni séð hana i kvik- mynd, i aðalhlutverki i fjölda- senu. Það er i næturklúbb og hún er forstööukonan, hann er töfrað- ur, hjartað slær með tvöföldum hraöa, hann hugsar: ..Ég^gæti verið eiginmaður hentter núna og lifað atveg sama lifi og þessir svallarar”. Hrollurinn skriður niður eftir bákinu á honum og djúp þakklætistilfinning kemur upp i hugann. Hann þakkar heilladisinni sinni fyrir að hafa sloppið frá þessu. Frú Beer er sjötiu og átta ára og hefur skroppið saman i litla gamla konu og andlitið er ekki stærra en á barni. Reiðiroðinn i kinnum hennar hefur breytzt i skæran kinnaroöa sveitabarns og dreissugur uppgjafasvipurinn hefur smám saman breytzt i þolinmóðan undrunarsvip. Há- lyftar augabrúnirnar á hrukkóttu e nninu og samanbitnar varirnar viröast spyrja: „Hvers vegna er unga fólkið svona sjónlaust og heimskt, hvers vegna verður ver- öldin sifellt brjálaðri og brjál- aöri?” Hún kemur sjaldan suður, en þegar hún kemur, veldur hún engum óþægindum. Tutin fjöl- skyldan hefur dálæti á henni og hlúir að henni. Hún er alltaf að leggja kapal. Aðeins einu sinni, eftir að börnin höfðu boðið henni góða nótt með kossi var hún mjög ánægð, af þvi að tveir kaplar höfðu gengið upp i röð, muldraöi hún eitthvað við Frank um það, hvernig allt hefði fallið aftur i ljúfa löð, eftir að hann hætti við skilnaðinn. Frank bregður i brún, hann var búinn að gleyma allri æsingunni i gömlu konunni fyrir sjö árum siðan. En þegar hann horfir á hana leggja nýjan kapal, finnur hann i svip hennar og jafn- vel i þvi, hvernig hún slengir spil- unum á borðið, vissa sjálfs- ánægju. Þaö er sem hún hrósi sigri. Andartak er Frank undrandi og reiður. Hafði gamli ve:slingurinn virkilega talið sér trú um, að hennar hugmyndir hefðu áorkað einhverju um það, sem hún myndi án efa kalla björgun hjónabands hans? Hélt hún virki- lega, að fólk hefði ekki breytzt siðustu hálfa öldina og gerði hún sér ekki ljóst, að það sem kynni að hafa talizt skynsamlegt meðal samtiðarfólks hennar á siðasta tug 19. aldarinnar, áöur en sálar- fræðin var svo mikið sem fundin upp, væri kannski orðið dálitið úr- elt núna? Hafði hún nokkra minnstu hugmynd um þau flóknu vandamál, sem hann og Clare höfðu oröið að horfast i augu við og leysa, persónuleg vandamál alls ólik öllum öðrum vandamál- um, þar sem forneskjulegar og gerræðislegar siðareglur hennar gerðu ekki fremur gagn en skrúf- lykill hjá úrsmið. Gamla konan heldur enn áfram aö slengja spilunum á borðið og andartak langar Frank til aö segja henni, hvað ósammála hann er henni um hjónaskilnaðar- mál, en hugsar strax: „Vesaling- urinn gamli, leyfum henni aö lifa i sinni trú”. Frú Beer leggur rauða tiu ofan á svartan gosa og nær út ás, litur upp og mætir augum Franks. Hún brosir og kinkar kolli, greinilega sigrihrósandi. Frank brosir til hennar eins og til barns, sem dvelur i imynduö- um heimi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.