Vikan


Vikan - 21.03.1974, Page 47

Vikan - 21.03.1974, Page 47
Móðir Susan, Kmily Nash, sem slasaðist alvarlega, þegar hún var á ferðalagi i Yorkshire. I.awrenee Nash, faðir Susan, beið bana i siysinu. var búinn. begar þær voru komn- ar heim, sagði amman sonardótt- ur sinni frá slysinu, faðir hennar hefði dáið, en móðir hennar slas- azt alvarleg’a. — Ég verð að fara til mömmu undireins, sagði Susan ákveðið. — Getur þú ekki komiö með mér til sjúkrahússins, amma? Stella Nash er heilsutæp og sagði barninu, að útilokað væri, að hún gæti farið með Susan alla þessa leið. Auk þess gætu þær ekki orðið mömmu hennar að. neinu liði með þeim hætti. — En mömmu finnst hún vera öruggari, ef við erum hjá henni, maldaði Susan i móinn. — Það er ekkert nema ókunnugt fólk hjá henni og pabbi er dáinn. Ég verð að fara til hennar og vera hjá henni! Frú Nash lét Susan ekki koma sér til að skipta um skoðun, svo að Susan hætti að biðja hana um að koma með sér. HUn var búin að taka ákvörðun. Ef amma kæmi ekki með henni, yrði hún að fara ein. Susan grét ekki. Hún hafði ver- ið bundin föður sinum sterkum böndum, en nú komst ekkert ann- að að i höfðinu á henni, en að hún yrði að vera hjá móður sinni, sem var alvarléga slösuð og þurfti á nærveru hennar að halda. Susan hafði þvi nær enga pen- inga handa á milli og hún þorðl ekki að biðja ömmu sina um pen- inga. Þqð yröi bara til þess, að amman kæmist aö þvi, hvað hún ætlaðist fyrir. Hún sá engin ráð önnur en að hjóla 300 kilómetra vegalengd til Doneaster. Susan hafði alltaf haft gaman af landa- fræði og kunni góð skil á landa- kortinu og meðan hún borðaði kvöldmatinn meö ömmu sinni. reyndi hún að reikna út i hugan- um, hvað hún yrði lengi að hjóla þessa 300 kilómetra. Klukkan var ekki nema átta um kvöldið, þegar Susan bauð ömmu sinni góða nótt og fór inn i her- bergið sitt. Hún læsti dyrunum á herberginu, tók fram landakortið sitt og reglustriku og mækii vega- lengdina niilli Doncaster og heimilis sins. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að hún væri aö minnsta skoti 360 kilómetrar. Hraðbrautirnar vóru miklu styttri, en Susan taldi að betra væri fyrir sig að fara eftir hliðar- vegunum, þvi aö þar væri minni hætta á þvi, að lögreglan stöðvaði hana. Og hún var viss um, að amma hennar myndi tilkynna lögreglunni hvarf hennar um leið og hún kæmist að þvi og benda henni jafnframt á, að aö öllum likindum hefði hún lagt af stað til Doncaster. Ekki tilkynna lögreglunni þetta Susan safnaði saman öllum smá- peningum. sem hún fann i vös- um sinum og tókst aö skrapa saman 60 pensum. Klukkan var um það bil fjögur þennan kalda októbermorgun, þegar hún klæddi sig og læddist fram i eld- húsið. Þar bjó hún út nestispakka I flýti. Pakkann. nokkur epli og appelsinur og mjólkurflösku, setti hún i skólatöskuna sina og batt hana ú stýrið á hjólinu sinu. Að svo búnu fór hún aftur inn i húsið og skrifaði á miða, sem hun skildi eftir á eldhúsborðinu: Elsku amma. Ég verð aö fara til mömmu. Þú mátt ekki láta lög- regluna vita af þvi. Ég skal hringja til þin, ef ég lendi i vand- ræðum og þarf á hjálp að halda. Beztu kveðjur. Susan. Það var farið að grána af degi, þegar Susan lagði af stað á hjól- inu. Susan var búin að gaumgæfa landakortið og hún vissi, að ef hún legði strax af stað eftir A-þjóð- veginum, Great North Koad, myndi hún áreiðanlega ekki vill- ast af leið. bessi vegur liggur framhjá Doncaster i minna en tveggja ktlómetra fjarlægð frá bænum. Það var kalt i morgun- sárið, en Susán hlýnaði fljótt og þegar Susan beygði inn á A-þjoð- veginn, leið henni strax betur. ltún var orðin þess fullviss, að hún kæmist alla leið. Það var bara einn galli á að velja stytztu leiðina. Þar úði og grúði allt af lögreglubilum vegna umferðarinnar og ekkert var lik- legra en einhver lögreglumann- anna áliti það skyldu sina að stöðva þessa litlu stúlku og spyrja hana á hvaða leið hún væri. En heppnin var með Susan. Hópur hjólreiðamanna, sem var aö leggja af stað i langa hjólreiða- ferð, kom á eftir henni. Hún hleypti þeim framhjá sér og fylgdi þeim svo eftir, svo að hún sýndist vera ein af hópnum. Eng- inn hinna veitti þessari stúlku, sem hafði bætzt við, athygli. Eftir um það bil sextiu kiló- metra beygðu hjólreiðamennirnir af leið og hurfu. Susan hélt áfram eftir þjóðveginum. Við og við nám hún staðar, fékk sér sopa.'úr mjólkurflöskunni og nartaði i nestið. Susan var búin að hjóla viðstöðulaust i næstum sjö klukkustundir, þegar hún hvildi sig stundarkorn utan við þorp Framhald á bls. 50 12. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.