Vikan - 18.07.1974, Qupperneq 4
H7
Foreldrar verða sjálfir að læra að leika
sér á nýjan leik.
Leikur er börnum lifsnauðsyri.
Hvemig leikföng og hversu mörg?
Skemmtilegir leikir, sem engra leik-
fanga er þörf við.
Eiga stúlkur að leika sér öðru visi en
drengir?
Hvað geta foreldrar gert, ef bamið
þeirra á í erfiðleikum með að leika sér?
Flestir foreldrar kannast vel
vi& atvik eins og þetta:
Barnið kemur inn i stofuna með
vonarglampa i augum og leikfang
undir hendinni og þá fara eftir-
farandi samræður fram:
„Leiktu við mig!”
„Ég hef ekki tima til þess.”
„Bara smástund, gerðu það!”
„Ég þarf áð lesa þetta.” (Eða:
Ég þarf að sauma þetta. Eða: Ég
ætla að horfa á þennan þátt. Eða:
Ég þarf að hvila mig. Eða: Ég er
með höfuðverk. Eða....)
„Bara smástund! Geröu það!
Gerðu það!”
Og svo framvegis — og svo
framvegis, þangað til loks er látið
undan þrábeiðni barnsins og leik-
ið með þvi að dúkkulisum, plast-
kubbum eða einhverju öðru með
ólund og án allrar ánægju. Og þá
fer slæm samvizka gagnvart
barninu að gera vart við sig. Allir
vita, að réttir leikir eru óendan-
lega mikilvægir börnum — en af
hverju* ætli fullorðnum gangi
svona illa að breyta samkvæmt
þessari kenningu?
Fullorðnir eru oft búnir að
gleyma þvi, hvernig á að leika
sér. Það er alltaf svo margt að
snúast, við húsverkin, við vinn-
una og fristundirnar eru svo fáar.
Fullorðnir láta einfaldlega ekki
eftir sér að leika sér og smám
saman gleymist þeim til 'fulls,
hvernig á að fara að þvi.
Leikur á að veita ánægju og
gleði. Og vitaskuld eiga allir þátt-
takendur i leiknum aö hafa gam-
an af honum — bæði fullorðnir og
börn. Þegar faðir eða móðir leika
sér viö barnið með hálfum huga,
er allsendis ómögulegt, að leikur-
inn verði þeim til ánægju.
ÞAÐ SEM GERIR
LEIKI VIÐ BÖRN
SKEMMTILEGA
Fimm til sex ára börn geta til
dæmis verið ágætir mótspilarar i
myllu eða dömu og hafa sizt
minna gaman af þessum leikjum
en Svarta-Pétri. Atta ára börn
eru roggin af því, þegar þeim eru
kennd undirstöðuatriði skáklist-
arinnar og að spila á spil „eins og
þeir stóru gera”. Og minni börn-
in? Tveggja til f jögra ára börnum
er eðlilegt að herma eftir heimi
hinna fullorðnu. Sá sem á þeim
aldri fær að hjálpa til við að þvo
og bóna bilinn, hefur af þvi
dæmalausa ánægju — svo fremi
sem sá fullorðni liti á aðstoð hans
sem raunhæfa.'Og ekki má reið-
ast þvi, þó að það taki svolitið
lengri tima að ryksuga teppin og
Kakan hjá fjögra ára eldabusk-
unni sé ekki nógu falleg i laginu.
Foreldrar, sem leggja það á sig
aö læra að leika sér með barni
sinu, fá margs konar umbun. Þau
hafa gaman af leiknum og þau
kynnast barninu sinu náið. 1
leiknum tjáir það reynslu sina af
umhverfinu.
Eitt það bezta, sem foreldrar
geta gefið börnum sinum, er timi.
Sá sem kemur þvi I kring að leika
sér við barnið sitt i hálfa klukku-
stund á dag — og án undantekn-
inga — fær rikulega umbun.
Barnið verður ánægt og fær rika
einstaklingsvitund. (Pabbi metur
mig mikils fyrst hann má vera aö
þvi að leika við mig.) Og auk þess
áttar hann sig von bráðar á þvi,
aö hann sjálfur hefur óhemju
gaman af leiknum.
Ljósmyndimar af börnunum tók Jó-
hanna Hákonardóttir á Bamaheimili
stúdenta við Stigahlið.