Vikan


Vikan - 10.10.1974, Blaðsíða 2

Vikan - 10.10.1974, Blaðsíða 2
Uppi á fjórtándu hæö Borgar- spitalans hefur læknisfræöibóka- safn stofnunarinnar aösetur. 1 safninu eru i kringum 30Q0 sér- fræöirit, og þangaö berast reglu- lega um það bil 150 timarit um læknisfræði og annaö, sem aö heilsugæzlu lýtur. Sex hæöum neðar er sjúkrabókasafn Borgar- spitalans til húsa, og þaðan er lestrarefni dreift til sjúklinga alla virka daga. Þó aö söfnin séu ekki á sama staö i húsinu, eru þau rek- in sameiginlega undir stjórn Kristinar H. Pétursdóttur bóka- varðar. Sér til aöstoöar hefur Kristin annan bókasafnsfræbing aö ógleymdum tuttugu sjálfboöa- liðum úr kvennadeild Rauða kross Islands, sem vinna viö útlán bóka til sjúklinga. Hópar sjálf- boðaliða úr Rauöa krossinum eru einnig viö störf á sjúkrabókasöfn- um Landsspitalans og Landa- kotsspitala. Vikan heimsótti Borgarspital- ann meö þaö fyrir augum að kynnast, hvernig starfsemi bóka- safnanna þár miöar að þvi aö verða sjúklingunum til heilla. Viö fórum þess á leit við Kristinu, aö hún fræddi okkur um þaö, og fyrsta spurningin, sem viö lögö- um fyrir hana, var, hve langt væri siðan hún fór að vinna að þvi að koma söfnunum á laggirnar.. — Undirbúningsvinna hófst i janúar 1967, eða ári áöur en fyrstu sjúklingarnir komu á sjúkrahús- iö. Nokkru seinna fékk ég sjálf- boðaliöa úr Rauða krossinum mér til aðstoðar við aö ganga frá bókakosti safnsins til útlána. Sjúkrabókasafniö er að stofni til 2500 bindi, sem Lyonsklúbburinn Baldur gaf spitalanum, og útlán á þeim bókum hófust, um leið og sjúkrahúsiö var tekið i notkun. Siöan hefur safninu vaxiö fiskur Um hrygg, og nú eru i þvi um 4000 bindi. —- Hvernig skiptist bókakostur- inn? — Mest af þessu eru skáldsög- ur, og þær njóta langmestra vin- sælda. En auk þeirra eru hér bækur um allt milii himins og jaröar — frá bókum um trúmál og dulræn efni upp i ævisögur og ferðasögur, og viö leggjum á- hérzlu á að hafa bækurnar eins fjölbreyttar aö efni og kostur er. Eins reynum viö aö laga safniö aö ööru starfi á sjúkrahúsinu, og meö iðjiíþjálfunina á geðdeildinni i huga, höfum viö aflað töluverös af bókum um alls konar handa- vinnu og föndur. A sama hátt höf um viö safnað dálitlu af bókum, sem fjalla um börn og sjúkrahús. Þetta eru skemmtilegar bækur, sem miða aö þvi að eyða hugsan- legum ótta barna viö sjúkrahús, lækna, hjúkrunarkonur og sprautur. Aö visu eru þær allar á erlendum málupn, en i þeim er fjöldi mynda, svo aö þær koma aö nokkru gagni. Auðvitaö þyrfti aö þýöa bækur sem þessar á Islenzku og koma þeim til barna, áöur en þau þurfa að fara á sjtpcrahús. — Eru mörg börn sjúklingar hér á spitalanum? — Hér er ekki sérstök barna- deild, en töluveröur hópur barna kemur hingaö til aö gangast undir aðgeröir — aöallega á háls- nef- og eyrnadeildina. Og flest lesa börnin óhemju mikið — sum margar bækur á dag. A flestum almenningsbókasöfnum er reynslan sú, að börn eru lang- beztu gestirnir, en ég vil taka það fram, að flestir, sem dveljast á sjúkrahúsinu, nota safnið mjög mikið. Að visu verðum viö alltaf annaö veifiö vör viö fólk, sem hef- ur litið lesiö og aldrei tekiö bók- lestur upp sem fristundaiðkun. Og hér gefst einmitt tækifæri til aö laða þetta fólk aö bóklestri, þvi aö oft getur það ekki gert neitt annað sér til dægrastyttingar. Veikindum sumra sjúklinga er þó þannig háttaö aö þeir geta alls ekki lesiö án sérstakra hjálpar'- tækja. — Hafiö þið yfir einhverjum slikum hjálpartækjum að ráða hér á Borgarspitalanum? — Rauði krossinn hefur gefiö spltálanum ýmsar tegundir les- grinda, sem hafa komiö sér mjög vel. Hann hefur einnig gefiö prismagleraugu, og nýlega feng- um viö rafknúinn blaöflettara aö gjöf frá Rauöa krossinum. Þessar gjafir eru ómetanlegar og ekki siöur óeigingjarnt starf sjálf- boðaliöanna, sem hér starfa viö útlán bókanna. — Hvernig er starf þeirra skipulagt? Heimsókn á bókasöfn Borgarspitalans. Sjúkravinir — Guörún Tómas- dóttir til v. og Ingunn Gislason t.h. á leiö mcö bækur til útlána. Ingunn ekur nýjá blaöaflettaran- um á vagni. VERKEFNIN. MARGVÍSLEC — Þær annast útlán á safni og fara meö bókavagninn tvisvar i viku á hverja deild sjúkrahússins, nema einu sinni á geðdeild, þvi að þar eru sjúklingar á fótum, og okkur finnst æskilegra, aö þeir venjist þvi aö koma hingaö á safnið sjálfir. Meö þvi móti fá þeir lika hvatningu til ab notfæra sér þjónustu almenningsbóka- safna, eftir aö þeir eru farnir af sjúkrahúsinu. Þetta gildir aö sjálfsögöu einnig um alla aöra sjúklinga, þvi aö töluverður tlmi 2 VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.