Vikan


Vikan - 10.10.1974, Blaðsíða 15

Vikan - 10.10.1974, Blaðsíða 15
HVAR ER ISLENZKA GESTRISNIN? A siðustu 15 árum hafa um 250 islenzkif unglingar á aldrinum 16—18 ára farið til ársdvalar i Bandarikjunum á vegum skipti- nemasamtakanna American Field Service, og hingaö hafa komiöum 50unglingar til tveggja til þriggja mánaða sumardvalar og einn til ársdvalar. Siðastliðinn vetur dvöldust 12 isienzkir ung- lingar i Bandarikjunum, og er það siðasti hópurinn, sem þangað fer á vegum AFS, a.m.k. i bili, þvi að i aöalstöövum samtakanna i New York hefur verið ákveðið að útiloka tsland frá þátttöku um sinn. Astæðan er sú, að illa geng- ur að finna islenzk heimili, sem fús eru til aö taka við banda riskum unglingum til sumardval- ar eða hugsanlega ársdvalar. 1 fyrrasumar var svo komið, að að- eins þrjár Islenzkar fjölskyldur gafu sig fram, ein i Reykjavik og tvær við Eyjafjörð — en sama haust fóru 12 islenzkir unglingar til ársdvalar vestra. American Field Service hóf starfsemi sina 1 fyrri heims- styrjöldinni, þótt I annarri mynd væri en nú. Samtökin voru stofn- uð af Bandarlkjamönnum búsett- um i Paris, og var verkefni þeirra aö flytja hina særöu frá viglinunni I sjúkrabifreiðum, sem þeir lögðu sjálfir til. Milli styrjaldanna veittu þessir menn frönskum há- skólastúdentum styrki til árs- dvalar við bandariska háskóla. 1 seinni heimsstyrjöldinni aðstoö- uðu þeirflestar þær þjóðir, er áttu i striði, og vegna persónulegra samskipta viö þessar þjóöir kom- ust þeir að raun um, að bezta leið- in til að skapa skilning og frið þjóða I milli væru persónuleg kynni og vinátta. Þvi var ákveðið að hætta aö styrkja háskóla- stúdenta, en koma i þess stað á unglingaskiptum milli Banda- rikjanna og annarra landa, og hafa samtökin starfaö sem slik frá árinu 1947. A siöustu árum hafa yfir 60 lönd tekið þátt i $tarfi AFS, en nú hefur þeim fækkað um eitt — Island. Starf AFS byggist að mestu á starfi sjálfboðaliða, og er reiknaö með, að þeir, sem notið hafa fyrirgreiðslu samtakanna gefi sig fram til þeirra starfa. Fyrstu 3—4 árin, sem Island tók þátt i nemendaskiptunum, hafði Islenzk -Ameriska féiagið milli- göngu um þau, en siöan tóku skiptinemarnir sjálfir við. öll störf fyrir AFS voru unnin hér i sjálfboðavinnu þar til árið 1971 að fastur starfsmaður var ráðinn hálfan daginn á skrifstofu sam- takanna. 1 það starf valdist Sigrún Jörundsdóttir, sem verið haföi skiptinemi nokkrum árum áður. Hún sagði upp starfinu eftir tvö ár, þar sem henni fannst ógerningur aö vinna að þessum málutn með jafn fáum sjálfboða- liöum og reyndust fúsir til að leggja eitthvað að ráöi af mörk- um. — Það er gifurleg vinna i kringum nemendaskipti sem þessi, sagöi Sigrún, þegar við leit uðum hjá henni upplýsinga um AFS og ástæðurnar fyrir þvi, aö Island varð að hætta þátttöku. — Þessi vinna lenti aö langmestu leyti á örfáum manneskju.m, sem alltaf voru reiðubúnar til að vinna fyrir samtökin. Nemendur þurfa aö skila Itarjegum umsóknum, skrifa ritgerðir og koma með einkunnir og ummæli, og siöan þurfa fulltrúar frá samtökjinum að heimsækja þá og r&ða við þá. Svo þarf að velja úr umsóknunum og senda þær til New York,. þar sem endanlegt val fer fram. Þeg- ar bandariskir nemendur koma hingað til dvalar þarf að finna handa þeim fjölskyldur ræða við heimilisfólk, halda sambandi viö nemendurna o.s.frv. — Föreldrum nemenda, sem fara út á vegum AFS, ber engin skylda til að taka bandariska nemendur á móti, þvi þaö væri ekki réttlátt gagnvart unglingun- um. Þá yröu þeir valdir eftir heimilisáStæöum, en ekki eftir námsárangri, persónuleika og framkomu, eins og nú er gert. En við höfum sagt nemendum, sem sækja um, að ef þeir geti útvegaö fjölskyldu hér, aukist möguleikar þeirra á að komast út. Þvi fleiri, sem við getum tekið á móti, þeim mun fleiri fáum við að senda. — Er mikið um að foreldrar unglinga, sem hafa farið út, taki unglinga á móti? — Það hafa margir foreldrar tekiö unglinga á móti, en aðrir hafa annað hvort ekki haft áhuga eða aðstæður t’l að takg við ung- lingunum. Þess eru mörg dæmi, aö fólk með gott húsnæði og góðan fjárhag hefur sent út jafnvel tvo krakka, en ekki sýnt minnsta á- huga á að taka ungling á móti. Aörir, sem ekki hafa haft tök á aö taka á móti unglingum um það leyti, sem þeirra börn hafa farið út, hafa stundum gert það siðar, þegar aðstæður hafa breytzt. Fyrir um tveimur árum, þegar við vorum oröin vonlitil um að geta haldiö starfinu áfram boöuð um við til fundar meö foreldrum þeirra nemenda, sem þá voru úti og höfðu verið úti. Ætlunin var að reyna að fá foreldrana I lið með okkur.og stofna foreldrafé- lag. En af foreldrum þeirra; 250 unglinga, sem verið hafa úti, komu ekki nema milli 10 og 15 og þar af aðeins foreldrar tveggja þeirra, sem þá voru úti. Grund- völlur fyrir þátttöku foreldranna var þvi enginn. — Nú hafa aðalstöðvar sam- takanna i New York ákveðið, að sambandiö við ísland verði ekki endurvakið, nema frumkvæðið komi háðan, þ.e. að nægilega mörg heimili bjóðist til að taka við unglingum til sumardvalar. Ef það tekst sumarið 1975 verður tekið til athugunar að gefa Islend- ingum kost á að sækja um dvöl vestra veturinn 1976—77. — Hver bér kostnaðinn af nem- endaskiptum AFS? — Þegar nemendur fara héöan 'greiða þeir far sitt til og frá New York og siðan fjárupphæð, sem rennur til samtakanna. Siöasti hópurinn þurfti að borga 425 doll- ara. Það fe er notað til að standa undir kostnaði I sambandi við dvöl nemendanna og ferðalög innan Bandarikjanna, og ungling- arnir fá af þessu vasapeninga- Fjölskyldurnar, sem taka við þeim, leggja til uppihald endur- gjaldslaust. Sama gildir um is- lenzkar fjölskyldur, sem taka við bandariskum nemendum. — Markmið AFS með þessum skiptum er, að unglingarnir dveljist á heimilum sem hluti af fjölskyldu, en ekki sem gestir, og kynnist þannig venjulegu fjöl- skyldulifi i landinu. Það hefur oft komið fyrir hér, að fólk, sem hef- ur verið að hugleiða að taka við nemanda hefur talið að það gæti ekki gert nóg fyrir unglinginn, heföi ekki nógu fint húsnæði, gæti ekki ferðazt nógu mikið og ekki talaö nógu góða ensku. En ég held, að þar sem vilji sé fyrir hendi, sé alltaf húsrúm. Einnig hafa sumir borið þvi við, að það fylgdi þvi mikil ábyrgð að hafa erlendan ungling. En þá má spyrja á móti, hvort það sé ekki meiri ábyrgð þvi fylgjandi að hafa Islenzkan ungling i stórborg I Bandarikjunum? — Hefur ekki orðið vart óánægju með, að þessi skipti skuli hafa lagzt niður? — Jú, það eru a1" mjög sárir yfir þessu, enda hefur áhuginn á að senda nemendur út alltaf verið mikill, og aðeins litill hluti þeirra, sem sótt hafa um, getað farið. Foreldrar hafa undantekningar- litið verið þéirrar skoðunar, að unglingarnir hafi haft ákaflega gott af dvölinni vestra og ungling- arnir sjálfir verið i sjöunda himni. En það er ekki nóg. Viö vetðum að leggja eitthvað af mörkum lika. Meðal nemend- anna, sem voru siðast fyrir vest- an er mikill áhugi á að endurreisa starfið — en það veröur ekki gert nema með þvi aö þátttaka AFS fólks verði almenn og tslendingar sýni I verki, að það sé eitthvað eftir af gestrisninni rómuðu. » 41. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.