Vikan


Vikan - 10.10.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 10.10.1974, Blaðsíða 35
Framhalds saga 16 hluti frammi fyrir byssusigtinu of sterk. A þessum hraðfleygu augnablikum, þegar hún gat að- eins hugsað sér nafn Latimers en ekki mynd hans, fylltist hún þunglyndi. Nú gat hann ekki annaö en hatað hana, eftir að hún hafði orðið vini hans að bana. Þaö var ekki fyrr en Lew hafði talaö um morgunslæmskuna hennar, aö henni hafði dottið i hug, aðhún væri ófrisk. Hún hafði þverneitað þvi og um leið fannst henni sjálfri sem getnaður hefði alls ekki getað átt sér stað. Eftir því sem jarðarfarar- stundin nálgaðist, varð hún óró- legri. Nú varö hún óánægð með rúmið og svefnherbergiö, svo að hún fór á fætur og settist niöri i stofunni. Jennie færði henni há- degisverð á bakka og tilkynnti um leiö, að hún ætlaði i kirkjuna . . . Strax þegar Rósa sá matinn, varð henni óglatt. En fljótlega varð hungriö yfirsterkara og hún hám- aði i sig matinn. Henni leið nú betur og velgjan kom ekki aftur. Jennie, sem var komin i heljar- mikla kápu og stigvél, fór nú út. Rósa fylgdi henni með augunum þegar hún gekk eftir krókótta stignum gegn um snjóinn og hvarf aö lokum. Rósa sat eftir i stofunni, langt utan við heiminn. Ekkert hljóð heyrðist neins stað- ar og það var rétt eins og veturinn héldi henni fastri i spennitreyju, rétt eins og honum Elg núna. Hún sat og horfði á grátt loftið og snjó- inn og nú öfundaði hún hann. Jarðarfarartiminn leið á enda, en Rósa hélt áfram að sitja og stara út, með teppi yfir hnjám og fótum. En þá kom hún auga á bil koma eftir stignum. Hún fékk fyrir hjartað. Þetta var billinn hans Latimers. Hún fékk h'jart- slátt af skelfingu. Rillinn stað- næmdist og Latimer steig út og gekk upp eftir stignum. Hann var álútur og nú bar hann sig siður en svo hraustlega. Þegar hann barði kallaði hún ti^ hans að koma inn. Hún stóö ekkí upp, heldur dró hún teppið þétt^r að sér, rétt eins og sér til verndaf^ gegn þvi, sem hann mundi ætla að segja. — Viltu ekki fá þér sæti? sagði hún þegar hann kom inn i stofuna. Það var engin reiði i svip hans og nú hætti hún að halda niðri i sér andanum en andaði hægt frá sér. Hann tók af sér hattinn, fór úr frakkanum og dró stól að henni. — Þú hefur veriö viö jaröarför- ina? — Já, það var afskaplega sorg- legt og hrærandi. Presturinn hélt tilfinningarika ræðu. Það var eitthvað stórkostlegt viö þessa ræöu. Og það er skiljanlegt. Elgur var aö ýmsu leyti stórkostlegur., Rósa spennti greipar á teppmu. Ég efast um, aö hann hafi kært sig um prest eða kirkju. Hann var ekkert trúaður. Latimer sagði og var nú ekki eins hátiðlegur: — Mér datt þetta sama i hug, þegar ég var að und- irbúa jarðarförina. Svo spuröi ég Carol. Hún sagði, aö auövitað vildi hann hafa prest. Og svo •sendi hún mér þetta dásamlega bros sitt. — Nú, hann pabbi og guð voru eins og hverjir aðrir ná- grannar, sagði hún. Og liklega hefur það verið rétt hjá henni. — Ætlarðu að taka hana Carol með þér til Chicago? — Já. Hún hefur ekki nema gott af þvi. Annars er hún furðu stillt. En þarna hefur hún misst drjúgan hluta af lifi sinu. Ég skildi hana eftir i stofunni hjá lækninum meðan ég skrapp hing- að. — Til að kveðja? Það var fallega hugsað af þér. — Já, kveðja og sitthvað fleira. — Segðu ekki þetta sitthvað fleira. Ég er búin að segja það allt viö sjálfa mig Eg hef yfirleitt ekki sagt annað. Hún rétti úr fingrunum og hóf siðan hendurn- ar á loft, eins og biðjandi. — Mér var vel til hans Elgs, og heföi aldrei viljað gera honum mein. Þetta var slys. Ég lifi það ekki af ef þú heldur annað. — Auðvitað var það slys. Það var undrun i svip hans ekki siður en i orðunum. Hann Viktor gerði ékki annað en heimska sig á þessu, sem hann var að segja. — Engum gæti fallið það þyngra en mér. — Að undantekinni henni Carol, sagði Latimer og brosti of- urlitið um leið. — Iðrun getur nú kannski orðið eips sár og söknuöur. Latimer svaraði og var nú aftur hressari i bragði: — En ég kom nú annars ekki til þess að tala um hann Elg. Það er allt búiö og gert. Jafnvel augnaráðið hjá honum varð hressilegra. — Erindið mitt var okkur viðvikjandi. Ég held við ættum að fara að gifta okkur. Hún hörfaði undan stólnum og krosslagði hendurnar á brjóstinu, eins og sér til varnar. ■ — Gifta okkur? Þér er ekki al- vara, Neil. — Auðvitað er mér alvara. Ég hef verið snúinn og þver. Mér finnst rétt eins og ég hafi sjálfur veriö aö koma einhverjum harm- leik af stað. Og sannarlega var ég vondur við þig i Chicago. Hún leit upp og horfði rólega á hann, enda þótt hún væri meö svo ákafan hjartslátt, að hún fann til þess I hálsinum og við gagnaug- un. — Ef þú ert að segja þetta af eintómri vorkunnsemi, þá vil ég ekki heyra meira. — Ég tek engar ákvarðanir af eintómri vorkunnsemi. Ég er aö biðja þin af þvi að ég þrái þig. Næturnar i kofanum hans Elgs voru hámarkið i öllu llfi minu. Ég var ónotalegur við þig I Chicago, en i rauninni var ég þá enn harð- ari við sjálfan mig. Ef þú heföir orðið þar kyrr, hefði ég ekki beðið eftir skilnaðinum áður en ég færi til þin. — En hvað um hana Carol? — Það kemur hvergi viö sögu. Við tvö erum að slita okkur laus. Og hann Moline. Þú sagöir mér nú ekki alveg satt þar. Hann elsk- ar þig enn. En viö þvi er ekkert aö gera. Það er bara verst fyrir hann sjálfan. Væri þetta ham- ingjusamt hjónaband, dytti mér ekki i hug að gera neina tilraun til að rugla þvi. En þú ert bara ekki hamingjusöm hjá honum. Þaö liggur hverjum manni i augum uppi, Nú tók Rósa til máls, hressilega og einbeittlega: — Auðvitað er ég ekki hamingjusöm. Undir eins og ég kemst burt, án þess að það sé of áberandi, ætla ég að fara. GERIÐ GOÐ KAUP! EITTHmÐ FYRIRALLA HÚSGAGNAÚRVAL Á 2 HÆÐUM Laugav I. 0 Húsgagnaverslun Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 slMI 11940 41. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.