Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 25.09.1975, Qupperneq 15

Vikan - 25.09.1975, Qupperneq 15
RÆTT VIÐ GERÐI G. BJARKLIND tJTVARPSÞUL l| Si m wn&f; ' ...ég held ég sé ekki nógu staðföst til að ganga bara til verks að einu vissu... ég ekki lengur verið meö. Mér fannst ómögulegt að vera að mæta bara anrrað slagið, trana mér þá upp á senu og syngja með einhverjum látum þegar aðrir væru búnir að mæta reglulega á æfingar. Og engin leiklist siðan þú laukst leiknámi? — Nei, ég lék jú i leikritinu hans Jökuls, Hart i bak, tók þátt i 150 sýningum áður en ég fór utan, en ekkert siðan. Ég hef nóg i hinu. Ég verð nú samt að viður- kenna að ég fæ alltaf einhvern fiðring þegar ég fer i leikhús, og þá liður mér eiginlega aldrei vel. Mig langar alltaf til að vera með. Ég held þetta sé einhver eigin- gimi 1 mér, og þetta gerist aldrei ef ég fer i leikhús erlendis, en á timabili kvað svo rammt aö þessu, að ég fór alls ekki i leikhús — Varstu ekkert oröin þreytt eftir öll þessi ár meö Lög unga fólksins? — Nei, eiginlega ekki þreytt, en maður veröur að hafa þaö i huga að ófært er að alltaf sé sama manneskjan stjórnandi svona þátta. Ég áttaði mig skyndilega Geröur G. Bjarklind ásamt manni sinum Sveini A. Bjarklind og vinkonu þeirra hjónanna önnu Greipsson. .....maður tapar svolítið tengslum við annað fólk og getur síður tekið þátt i ýmsu.... þegar ég var búin að vera sjö eða átta ár og fannst þá orðið einum of mikið, svo að ég hætti til að leyfa einhverjum öðrum að komast að. — Nú svo hafði ég ýmsum öðrum hnöppum að hneppa, ég var I kór, og ég var i myndlistar- skóla, svo að þetta var orðið býsna mikið. — Hvenær tókstu upp á þvi að fara i myndlistarskóla? — Ég byrjaði i myndlistar- skólanum við Freyjugötu haustið sjötiu og eitt og hef verið þar á kvöldnámskeiðum. Þau hef ég sótt reglulega nema núna i vetur, þá var sóknin orðin heldur dræm vegna þess hve oft ég var á kvöld- vöktum. Þetta er nokkuð, sem fylgir vaktavinnu, maöur tapar svolitið tengslum við annaö fólk og getur síður tekið þátt I ýmsu,' sem mann langar til að gera. — Þaö var alveg sama sagan með kórinn. Ég byrjaði haustið sextiu og fimm I Filharmóniu hjá Róbert A. Ottóssyni og söng i kórnum þar til i fyrra. Eftir verkiö, sem flutt var i janúar, gat Það kom einhver upplausn i mig, og ég ákvað að hætta og reyna eitthvað nýtt.. hér heima. Þessi leikhúsbakteria er ákaflega slæm, þó að hún sé yndisleg, altént er erfitt aö losna við hana. — Mér finnst ákaflega gaman að stússa I svona löguöu og í félags- lifi og þess háttar finnst mér afskaplega gaman ab fiflast svona með. Þá reyni ég alltaf að trana mér fram. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.