Vikan

Útgáva

Vikan - 25.09.1975, Síða 16

Vikan - 25.09.1975, Síða 16
— Eru félagar þinir úr leik- skólanum ekki flestir orðnir þekktir leikarar? — Jú, jú, þetta eru allt orðnir harðsoðnir leikarar, Pétur Einarsson, Borgar Garðarsson og Jón Júliusson svo ég nefni nú ein- hverja. — betta var óskaplega skemmtilegur skóli. Við vorum að allan daginn. Skólinn byrjaði kl. 5 eftir hádegi og var til átta, og svo vorum við ýmist á æfingum niðri i leikhúsi eða á sýningum, vorum þá ýmist hvisl- arar eða lékum i smá statista- hlutverkum, svo að við komum ekki heim fyrr en á miðnætti, ég frá þvi snemma á morgnana, þvi að ég vann alltaf með skólanum. Ég hef oft furðað mig á þvi, að ég varð aldrei þreytt þótt ég væri að allan daginn, en þetta var bara svo gaman. — Ég lauk samt aldrei leik- listarnáminu. Á þriðja árinu hætti ég, það kom einhver upp- lausn i mig, og ég hugsaði með mér að best væri að hætta og reyna eitthvað nýtt. bað varð svo til þess, aðegfór til Englands. Nú þegar ég kom þaðan gifti ég mig, og fór að syngja og var mjög áhugasöm i kórnum. Aftur veit ég ekki hvað gerst hefði, hefði ég ekki haft sönginn. Ætli hann hafi ekki komið I stað leiklistarinnar. — Geröur,svoviðsnúum okkur aftur að myndlistarskólanum, hvað kom þér til að hefja mynd- listarnám? — Ég hef alltaf haft gaman af þvi að teikna og hafði vissulega hug á þvi að læra eitthvaö til verka, en ég hafði aldrei gefið þeirri hugsun lausan tauminn fyrr en maðurinn minn fór að ympra á þvi. Hann hvatti mig óspart svo að ég fór að gæla við tilhugsunina. bað gæti verið gaman að reyna. Ég lét innrita mig og fór, og ég hefi aldrei séð eftir þvi. Bæði er námið sérstak- lega skemmtilegt og svo er Hringur Jóhannesson alveg ein- staklega góður kennari. Nú kom Sveinn, maöur Gerðar, inn i stofuna, en hann hafði verið að stússa eitthvað frammi i eld- húsi, og bauð okkur kaffisopa. Við þáðum það og Sveinn bar fram rjúkandi heitt kaffi og ýmsar kræsingar. Við Gerður geröum hlé á spjalli okkar og ræddum einkum um daginn og veginn á meðan á drykkjunni stóð. Ég spuröi Svein þó hvort hann ætti sér enga tómstundaiöju likt og kona hans, en hann sagði það ekki vera. Hann dundaði sér þá einna helst i garðinum ef hann ætti fri- stund. bá sýndu þau hjónin mér ....ég gæti aldrei náð neinum árangri ef ég þyrfti að vera einhverju 16 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.