Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 43

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 43
Olivicr — sny rtisérfræðingur háuðalsins. Áður farðaði hún sig aldrei. Prinsessan var ekki ýkja hrifin af sliku fyrr en átti að taka af henni opinbera ljósm. daginn sem hún varð tuttugu og eins árs. Þá var hringt i snyrtisérfræðinginn Olivier Echaudemaison og hann látinn koma til Buckinghamhall- ar frá Paris, og erindið til Lundúna var að laga prinsessuna til fyrir myndatökuna. „Ég snyrti hana eins og hún ætti að taka þátt i tiskusýningu, og hún var yfir sig hrifin.” Þremur árum siðar skrif- aði aðalhirðdama prinsessunnar snyrtisérfræðingnum töfrandi bréf. Nú þurfti hún aftur á aðstoð hans að hajda, og nú var tilefnið öllu stórkostlegra en áður — sjálft brúðkaupið. Olivier gerði hana forkunnarfagra brúði. „Hún hef- ur fallegt enni, geislandi augu og einkar fagran hörundslit”, segir hann. Það, sem breytti mestu um útlit prinséssunnar, var snyrting augabrúnanna. Það er heldur langtmilli þeirra, en Olivier bætti það upp með þvi að leggja áherslu ó bogalinu þeirra. Anne er ekki eina prinsessan, sem hefur leitað aðstoðar meistarans. Þegar mikið stendur Ul i salarkynnum furstans af Monaco, er Oliver kallaður á vett- vang. Þvi að snyrtingin er ekki siður mikilvæg en hárgreiðslan. >,Ekkert er verra en að farða sig ætið eins. Tiskan breytist stöðugt”, segir Olivier. A átjánda afmælisdegi Caroline áttu menn engin orð til þess að •ýsa henni og ljósmyndararnir stóðu á öndinni. Þessi káta skóla- stúlka, sem til þessa hafði ekki notað aðrar snyrtivörur en ofur- litinn varalit og augnhárasvertu til hátiðabrigða, var orðin að ungri konu. Hún tekur sér móður sina til fyrirmyndar. Oliver: nPurstaynjan veit, hvað hæfir henni. Hún undirstrikar persónu- •eika sinn með styrtingunni.” „Ég legg áhcrslu á augabrúnir Anne” Olivier gaf Anne prinsessu mörg góð ráð fyrir brúðkaupið og siðan hefur hún ætið gætt þess vand- lega, að augabrúnir liennar séu vel snyrtar, og hún litar aldrei allar varir sinar — ekki til að spara varalitinn, heldur til að reyna að leyna þvi hve stórar þær eru.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.