Vikan

Tölublað

Vikan - 22.04.1976, Blaðsíða 10

Vikan - 22.04.1976, Blaðsíða 10
NÝ UPPFINNING MÁL LES PRENTAÐ FYRIR BLINDA Þegar Raymond Kurzweil var í uppvexti í New York, þá var besti vinur hans lítil tölva, Nú er hann orðinn 27 ára og á sér enga kærari vini en rafmagnsheila, enda hefur hann nú fullhannað slíkan heila, sem gefur vonir um að verða blindum meiri hjálparhella en staf- róf Braille varð á sínum tíma. Raf- heilinn lítur yfir prentaða blaðsíðu og les hana síðan upphátt með 200 orða hraða á mínútu hverri. Röddin er (auðvitað amerísk) skýr, blæbrigðalaus, með dálitlu nef- hljóði og hefur verið líkt við miðaldra svía, sem les ensku. Tækið er sagt 10 sinnum fljótara að lesa en nokkur önnur sambæri- leg uppfinning. Kurzweil segir svo frá, að rafmagnsljósmyndavél flytji boð um það, sem hún sér á prentaðri blaðsíðunni, til lítils rafmagns- heila. „Heilinn einangrar hvern staf og skoðar hann á sérstakan hátt", útskýrir hann. Strax og heilinn þekkir stafinn, nýtir hann einhverja af þeim 1,000 lesreglum, sem hann hefur í minnisheila sínum, og breytir þeim þannig í hljóð. Að lokum tekur viö rafkerfi, sem breytir hljóðunum í orð. Þetta virðist vera flókið og er það — fyrir flesta. En ekki fyrir Kurzweil. 13 ára gamall fann hann upp rafeindatæki, sem gat munað allt að 4000 staðreyndir. Fyrirtæki nokkurt í New York varð svo hrifið af Kurzweil, að það réð hann þegar til að vinna að slíkum rannsóknum. Þrem árum síðar lét hann rafeindaheila leiða rafeinda- mús gegnum völundarhús og taka upp og skrifa sígilda hljómlist. Sú uppfinning hefur áreiðanlega glatt föður hans, er var píanisti og kenndi syni sínum að leika 6 ára gömjum. Síðar fann Kurzweil upp raf- eindaheila, sem gat aðgreint stúdenta og fundið rétta skóla við þeirra hæfi. Þá uppfinningu seldi hann fyrirtæki fyrir 100.000 dali. Þegar hann tók endanlegt próf í rafeindafræði og bókmenntum ár- ið 1970, var hann að fullgera rafeindaheila til að stjórna heilum verksmiðjum. Sennilega er það fjölhæfni hans að þakka, hve hrifinn hann er af uppfinninga- manninum Thomas Edison. „Hann var einstakur maður, hann gat gert svo marga hluti á sama tíma." Þegar Kurzweil tekur sér frí frá rafeindaheilanum, leikur hann á píanó og semur Ijóð í sígildum stíl. Eiginkona hans Sonya er sálfræð- ingur og sérfræðingur í lestruflun- um við sjúkrahúsið í Massac- husetts. Sjúklingar hennar munu vissulega hafa mikið gagn af uppfinningu hans. Hún mun verða reynd í ár en síðan seld til stofnana fyrir ekki meira en $25.000. Þegar fjöldaframleiðslu verður komið á gæti verðíð lækkað niður í $5.000. Þrátt fyrir áhuga sinn á raf- eindaheilum, gleymir Kurzweil aldrei, hver er herrann í húsinu. „Rafeindaheilar hafa ekkert hug- myndaflug," segir hann. „Maður verður að segja þeim hvert einasta smáatriði. Þeir eru þrautleiðin- legir. 10 VIKAN 17. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.